Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 25

Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 25
Ásta St. Thoroddsen B.Sc., Þórunn Ólafsdóttir B.Sc. Fræðsla til sjúklinga á almennum sjúkrahúsum í þessu erindi ætlum við okkur að fjalla um þrjá meginþætti. I. Sérstöðu hjúkrunarfræðinga í fræðslu til sjúklinga á almenn- um sjúkrahúsum. II. Ákveðna þætti sem staðið geta í vegi fyrir markvissri fræðslu til sjúklinga. III. Atriði sem stuðla að aukinni fræðslu til sjúklinga. Mörg sjúkrahús hafa sett í stefnu- skrá sína (beint-óbeint) að stuðla beri að aukinni fræðslu til sjúklinga. Reyndin er sú að markviss, skipu- lögð fræðsla innan deilda sjúkrahús- anna er ekki til staðar. Þar með er ekki sagt að hjúkrunarfræðingar fræði ekki sjúklinga sína, en fræðsl- an er ekki skipulögð og oft ómark- viss. I. Sérstaða hjúkrunarfræð- inga í frœðslu til sjúklinga á almennum sjúkrahúsum A. Hjúkrunarfræðingar eru í að- stöðu til að meta fræðsluþarfir og móttækileika sjúklingsins fyrir fræðslu og stuðla þannig að því að hún verði einstaklings- hæfðari. Mat og greining á fræðsluþörf sjúklinga er einn mikilvægasti þáttur kennsluferlisins. Auk þess að kanna þekkingu, Tímarit Fhh I Ásta Thoroddsen Nám: B. Sc. próf frá H.í. ’79. Hjúkrunarstörf: Hefurstarfað m. a. á heilsugæslustöðvum Keflavíkur og Húsavíkur. á handlækningadeild I (12- A) og lyflækningadeild 1 (11-A) Lsp. Var fræðslustjóri Lsp. ’81-’83, en starf- ar nú á lyflækningadeild 4 Lsp. (14-G). Félagsstörf: í stjórn FHH ’79-’80 og í kjaranefnd FHH '82-’84 og fulltrúi í launamálaráði. reynslu, aldur og þroska ein- staklingsins þarf að hafa hugfast hve móttækilegur hann er fyrir fræðslu, þ. e. að breyta atferli sínu. Viðbrögð hans helgast að miklu leyti af því hve heilsu hans eða heilbrigði er ógnað. 1. Hve mikilvægt heilbrigðið er honum, 2. Hve næmur honum finnst Pórunn Ólafsdóttir Nám: B. Sc. próf frá H.í. '19. Hjúkrunarstörf: Hefur starfað m. a. á deild A-7 Bsp. og á Heilsuverndarstöð Rvk. við ungbarnaeftirlit. Er nú fræðslu- stjóri Lkt. (frá nóv. ’81). Félagsstörf: Varamaður í kjaranefnd ’80 —’8 1. Fulltrúi í kjaranefnd ’81-’82. Endurskoðandi FHH í 2 ár. hann gagnvart sjúkdómi sín- um og afleiðingum hans, 3. Hve alvarlegur honum finnst sjúkdómurinn. B. Hjúkrunarfræðingar hafa fleiri tækifæri til fræðslu en aðrar heil- brigðisstéttir, þar eð þeir eyða Iengri tíma með sjúklingnum. Tíminn gefur einnig hjúkrunar- fræðingum fleiri tækifæri til að 23

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.