Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 29

Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 29
Margrét Gústafsdóttir B.Sc. M.Sc. Fræðsla og aldraðir Inngangur Árlegur afmælisdagur er einn af meiri háttar viðburðum í lífi lítils fólks - það er dulítið ævintýralegt að sjá stjörnurnar í augum barna, þegar þau tala um þá upphefð eða veg- semd sem fylgir ári hverju í barn- æsku. I hugum smáfólks er það eftir- sóknarverð framtíðarsýn að eldast og verða stór með tíð og tíma. Þegar að því kemur að smáfólkið er orðið uppkomið og á að heita stórt - dreg- ur oft úr þeirri hugljómun sem end- urspeglar fyrri hugmyndir um að verða eitthvað með aldrinum. Hitt ersvo annað mál, hvort fullur líffræðilegur þroski mannsins marki straumhvörf, er hafi í för með sér hnignun á vaxtarsprota hvers og eins. Er það svo, að ellimörk svo- kölluð er koma hægt og sígandi, eig- inlega án þess að við tökum eftir því, gefi vísbendingu um að nú sé farið að halla undan fæti á æviskeiðinu? Menn líta oft á tíðum svo á að fyrstu hrukkurnar- hækkandi koll- vik og grá hár í vöngum gefi til kynna á ótvíræðan hátt, að blóma- skeið ævinnar sé að baki. Útlits- breytingar eru táknræn kennimörk þeirra breytinga, sem í hönd fara er aldurinn færist yfir fólk — breytinga sem tilhneiging er til að túlka sem hnignun eða hrörnun á leið okkar frá vöggu til grafar. Frá mínum bæjardyrum séð má líta á dæmigerð ellimörk sem endur- skin reynslunnar — eða veðrun á Margrét Gústafsdóttir Iauk M.S. prófi í hjúkrunarfræði - lang- legu- og öldrunarhjúkrun frá Kaliforniu háskóla, San Francisco vorið 1983. Hún starfar nú sem hjúkrunarfram- kvæmdastjóri öldrunardeilda Borgar- spítalans og lektor í öldrunarhjúkrun við Háskóla íslands. langri leið, sem gefið hefur fólki stærri heimsmynd og yfirgripsmeiri lífssýn. í þessu ljósi endurspeglar aukinn lífaldur ekki hnignun eða hrörnun heldur horfur á vexti og þroska með ári hverju - þó það sé heiglum hent hver sé orðinn stór þegar yfir líkur. Bandaríski læknirinn Robert Butler (1981), sem nafntogaður er fyrir hlutdeild sína í öldrunarfræð- um vestan hafs hefur bent á, að reynsla aldraðra í lífinu ráði fremur en lífaldur eða öldrun í sjálfu sér við- brögðum þessa aldurshóps við streitu, sjúkdómum, missi og kröpp- um kjörum. Butler leggur áherslu á, að bolmagn hvers og eins til þess að takast á við breyttar aðstæður á efri árum sé ekki komið undir aldri ein- um sér, heldur fyrst og fremst undir menntun, atvinnumynstri, fjöl- skyldu og öðrum þeim einingum er mynda uppistöðurnar í lífi hvers og eins og gefa því merkingu og mynd. öldrun og efri ár Rannsóknir í öldrunarfræðum eiga sér ekki langa sögu að baki og skýra fyrst og fremst eðli en ekki orsakir þeirra breytinga, sem fylgja í kjölfar öldrunarferlis einstaklingsins. Öldr- un hefur verið skilgreind í ljósi þess, að í tímans rás dregur úr viðnáms- þrótti lífverunnar á þann veg að lífs- Iíkur minnka. Það er sameiginlegt öllum tegundum að með auknum lífaldri aukast líkur á dauða, - þó mjög sé misjafnt, eftir tegundum, á hvaða lífsaldri lífslíkur minnka (Merry & Phillips, 1981). Það er engan veginn Ijóst hvað veldur minnkuðum viðnámsþrótti og lífs- líkum, en hitt er að verða deginum augljósara á vesturlöndum, að bætt Iífskjör og heilsugæsla hafa orðið til þess að fleira fólk getur vænst þess að ganga langleiðina af mögulegu æviskeiði mannsins. Fjöldi og hlut- fall aldraðra í heildaríbúatölu vest- rænna þjóða hefur farið stöðugt vaxandi undanfarna áratugi og álitið er að slíkra breytinga á mannfjölda- dreifingu fari að gæta meðal annarra þjóða með tíð og tíma. Því er nú spáð, að eftir 45 ár munu aldraðir Tímarit Fhh 27

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.