Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 17
brögð“ (classical conditioning). Að-
ferðin er byggð á þeirri forsendu að
konur hafi vanist að setja fæðinguna
í samband við sársauka. Þær hafa
iðulega heyrt frá öðrum að fæðingin
sé sársaukafull og þess vegna vænti
þær þess að upplifa sársauka við
fæðingu. Til að breyta þessum hugs-
unarhætti og væntingum kvenna um
sársaukafulla fæðingu, mæltu Vel-
voski og félagar með því að konur
væru fræddar um eðlilega með-
göngu og fæðingu og sífellt væri
endurtekið fyrir þeim að sársauki
væri ekki endilega fylgifiskur fæð-
ingar. Konurnar áttu einnig að læra
að anda og slaka á, til að hækka
sársaukaþröskuldinn. Nuddi var
beitt til að hindra að sársaukaáreiti
næði upp til heilans og kæmist þann-
ig til meðvitundarinnar. Mikilvægt
við psychophrophylaxis er að konan
æfi daglega og einnig að henni sé vel
leiðbeint í fæðingunni. Leiðbein-
endahlutverk getur verið í höndum
barnsföður, ljósmóður, læknis eða
einhverrar persónu, sem hefur æft
konuna á meðgöngutíma.
F. Lamaze kynnti „psychophrop-
hylaxis“ í vestrænum löndum. Sjálf-
ur þróaði hann aðferðina frekar
með því að skapa umhverfi á fæð-
ingastofnun sinni, sem stuðlaði að
ró og einbeitingu. Hann kenndi
einnig fjölbreyttari tækni við öndun
og mælti með staðbundinni slökun
til að létta af þrýstingi á legið og
hindra að vöðvar í kringum legið
drægjust saman um leið og legið.
Lamaze hafði mikla trú á að psyc-
hophrophylaxis gerði sársauka við
fæðingu að engu. Hann talaði um
„Accouchement sans douleur“, sem
þýðir „Fæðing án sársauka“. Ekki
hefur verið hægt að sannprófa, að
konur sem eru undirbúnar með
psychophrophylaxis, upplifi sárs-
aukalausa fæðingu. Það veldur því
að psychophrophylaxis er umdeild
aðferð, þrátt fyrir að hún byggi á
vísindalegum grunni.(2)
En allar kenningar eru sífellt efni
til frekari þróunar, þar sem þær eru
Tímarit Fhh
aldrei fullkomin sönnun, heldur
leiðarvísar. Kenning Dick-Readsog
psychophrophylaxis eru ennþá mik-
ilvæg fræðileg undirstaða foreldra-
fræðslu. Kennarar sem stunda for-
eldrafræðslu nota gjarnan hluta
fyrrnefndra kenninga og blanda
þeim saman við eigin þekkingu og
reynslu, og aðlaga fræðsluna þörf-
um hverrar þjóðar.
Síðasta áratug hefur enski mann-
fræðingurinn Sheila Kitzinger haft
mikil áhrif á foreldrafræðslu í Bret-
landi og út fyrir Iandamæri þess.
Hún hvetur kennara í foreldra-
fræðslu og foreldra sjálfa til aö líta á
fæðinguna sem mikilvægan atburð á
þroskaferli foreldra, en ekki sem
einangrað fyrirbæri í líkama kon-
unnar. Einnig vill hún að foreldra-
og kynhlutverk séu skoðuð í sam-
hengi við fjölskyldusamskipti, í stað
þess að líta á verðandi móður sem
einstakling í heilbrigðiskerfi. Hún
lítur á foreldrafræðslu sem leið til að
efla þroska foreldra með auknum
skilningi, innsæi og gagnkvæmum
stuðningi. Þátttaka maka í for-
eldrafræðslu er mikilvæg til að gera
honum kleift að skilja breytingar,
sem konan hans og e. t. v. hann
sjálfur ganga í gegnum við með-
göngu, fæðingu og mótun nýrrar
fjölskyldu.a5)
Þátttaka hans þarf ekki endilega
að vera fólgin í þátttöku í nám-
skeiðum. Viðtöl við þá sem annast
konuna, þátt;taka í mæðraskoðun og
ýmiss konar fræðsluefni getur verið
mikilvægt í þessu sambandi.
I könnun sem sex nemendur úr
námsbraut í hjúkrunarfræði gerðu
sl. ár um „gildi foreldrafræðslu við
fæðingu“, kom í Ijós að meira en %
af íslenskum karlmönnum í úrtaki
öfluðu sér fræðslu á meðgöngutíma
(oftast á ýmsa vegu). Má þar nefna
að þeir lásu bækur og blöð, tóku þátt
í námskeiðum og mæðraskoðun og
fræddust einnig í gegnum fjölskyldu,
vini og konuna sína.(6)
Sú staðreynd að barnsfaðir er
mikilvægasti ráðgefandi og stuðn-
ingsaðili konunnar kom einnig í Ijós
í könnun, sem gerð var um tíma-
lengd brjóstagjafar hjá konum í
Reykjavík árið 1982. Meirihluti
kvenna í sambúð sagðist leita til
barnsföður, þegar þær þurftu á ráð-
um að halda. Einnig var leitað til
annarra aðila, en þó í minna mæli.(7)
í könnun sem nemendur gerðu
álitu 4/s af konum í úrtaki að æskilegt
væri að barnsfeður tækju þátt í nám-
skeiðum um foreldrafræðslu.
Ástæður sem þær nefndu fyrir því
voru m. a. eftirfarandi: Hann þarf
að læra að umgangast ófrískar kon-
ur og verða þátttakandi við fæðingu.
Nauðsynlegt væri fyrir feður að
fræðast um barneignir og börn
þegar þeir eignast barn í fyrsta
skipti. Sumir töldu að foreldra-
fræðsla skipti máli fyrir alla fjöl-
skylduna, en ekki eingöngu foreldr-
ana.(6)
Próun foreldrafrœðslu
á Islandi?
Foreldrafræðsla á íslandi hófst ekki
í alvöru fyrr en Hulda Jensdóttir,
ljósmóðir og forstöðukona Fæðing-
arheimilis Reykjavíkur, stofnaði til
námskeiða í slökun fyrir verðandi
mæður árið 1953. Feður fóru fljót-
lega að taka þátt í þeim líka. En 15
árum seinna byrjaði námskeið
handa verðandi foreldrum á Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur og stuttu
síðar á Kvennadeild Lsp. Hin síðari
ár hefur foreldrafræðsla verið
kennd á fæðingarstofnunum og
heilsugæslustöðvum víða um land.
Heita má að flestar konur á Stór-
Reykjavíkursvæðinu hafi nú aðgang
að foreldrafræðslu, en svo mun ekki
vera á landsbyggðinni.
Þar sem námskeið eru í boði má
ætla að % þeirra kvenna, sem eiga
von á barni sæki þau. En mun fleiri
konur munu afla sér fræðslu með
lestri blaða, bóka og í samtölum við
ljósmæður, lækna eða aðra úr heil-
brigðisstétt í mæðraskoðun. Skv.
niðurstöðum úr könnun nemenda
15