Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 26
meta námslöngun sjúklingsins.
Námslöngun má skilgreina sem
ástand, þar sem einstaklingurinn
hæði vill og getur notfært sér
leiðbeiningar.
Nefna má 4 þætti, sem hafa
mikil áhrif á námslöngun sjúkl-
inga.
1. Vanlíðan, andleg og líkam-
leg.
(Líkamleg vanlíðan, s. s.
verkir, ógleði, svimi, hungur,
þorsti og andleg vanlíðan,
s. s. ótti, áhyggjur, reiði og
kvíði, hindra að nám geti far-
ið fram.)
2. Orka eða úthald sjúklingsins.
3. Ahugahvöt hans, en hún
ákvarðar vilja einstaklingsins
til að leggja á sig nám.
4. Geta sjúklingsins til að læra,
en hún tengist andlegu og lík-
amlegu atgervi hans, þekk-
ingu hans, viðhorfum og
leikni.
C. Hjúkrunarfræðingar hafa betri
þekkingu á málum er tengjast
sjúklingnum en margir aðrir í
heilbrigðisteyminu og geta
þannig auðveldað sjúklingnum
að meðtaka það sem frætt er um
og hjálpað honum til að skilja
gildi fræðslu.
D. Kennsla er viðurkennd sem
nauðsynlegur þáttur hjúkrunar.
Það er ljóst að ábyrgð hjúkrun-
arfræðinga hér er mikil og í
flestri umfjöllun um mál hjúkr-
unarfræðinnar er aukin áhersla
lögð á fræðsluþáttinn.
II. Ákveðnir þættir sem stað-
ið geta í vegi fyrir markvissri
frœðslu til sjúklinga
1. Tímaskortur — vinnuálag
Ef hjúkrunarfræðingar eru spurðir
að því hver sé helsta fyrirstaðan fyrir
sjúklingafræðslu, svara þeir oftast
„tímaleysi". Þar eð ófullnægjandi
mönnun og mikið vinnuálag haldast
24
í hendur er orsökin ef til vill skortur
á forgangsröðun.
2. Sjúklingar líta ekki á hjúkrunar-
frœðinginn sem leiðbeinanda
I rannsókn, sem Alt og Linehans
gerðu (1966 Hospitals Nóv.) og tók
til 450 sjúklinga, kom fram, að
sjúklingar leita ekki eftir upplýsing-
um hjá hjúkrunarfræðingum vegna
þess að þeir mega ekki gefa upplýs-
ingar nema með samþykki lækna og
svara því: „Spurðu lækninn.“ Marg-
ir sjúklingar bentu á að æskilegt væri
að einn hjúkrunarfræðingur væri í
forsvari og mætti og gæti gefið upp-
lýsingar (e. t. v. deildarstjóri). Þessi
rannsókn er reyndar komin til ára
sinna, en þó er ekki ólíklegt að við-
horf margra sjúklinga sé svipað í
dag. Okkur er því nauðsyn að efla
fræðsluþátt hjúkrunar og breyta
þessu viðhorfi sjúklinga með því að
sýna í verki að við séum vandanum
vaxin.
3. Tjáskiptaörðugleikar milli starfs-
stétta innan heilbrigðiskerfisins
Hver sá aðili heilbrigðisteymisins
sem fræðir, verður að hafa sam-
vinnu við aðra um fræðslu í því skyni
að auka líkurnar á samfellu í sjúkl-
ingafræðslunni. Því er nauðsynlegt
að stuðla að bættum tjáskiptum milli
þeirra aðilja er sjúklinginn annast.
4. Ónóg þekking í kennslufræði
í rannsókn sem Murdough gerði
(1980 Heart and Lung, nov./des.)
kom fram að oftast nær eru hjúkrun-
arfræðingar vel að sér um sjúkdóma
og sjúkdómafræði sem upplýsa þarf
sjúklinginn um. Kennslan sjálf er
meiri hindrun en hinn efnislegi þátt-
ur hennar. Þetta má ef til vill rekja til
ónógrar þekkingar á kennslufræði
og sálarfræði náms.
5. Stuðningur frá hjúkrunarstjórn
ekki nœgilegur
Hjúkrunarstjórn á að vera stefnu-
mótandi varðandi þá hjúkrunar-
þjónustu sem veitt er. Henni ber að
leggja ákveðna línu um það, sem
ætlast er til af hjúkrunarfræðingum
hvað varðar fræðslu til sjúklinga. í
markmiðum hjúkrunarþjónustu
verður að vera skýrt tekið fram
hvert mikilvægi fræðslu til sjúklinga
er.
III. Atriði sem stuðla að auk-
inni frœðslu til sjúklinga á
almennum sjúkrahúsum
Hjúkrunarferli — kennsluferli
Hjúkrunarferlið er sú leið, sem
hjúkrunarfræðingar hafa valið til að
bæta þá hjúkrun sem veitt er.
Kennsluferlið er sjálfstætt ferli, en
getur verið hluti af hjúkrunarferl-
inu. Sú hugsun, að það sé órofa heild
við hjúkrunarferlið þarf að vera
betur meðvituð hjá hjúkrunarfræð-
ingum en er í dag, til þess að sam-
fella hjúkrunar verði sem best.
Gerð hjúkrunargreiningar og sú
upplýsing asöfnun sem nauðsynleg
er til þess, varpar oftast ljósi á
fræðsluþarfir sjúklinga. Mat og
greining á fræðsluþörf sjúklinga er
mikilvægasti þáttur kennsluferlis-
ins, eins og áður er komið fram, og
er í raun ein af hjúkrunargreining-
unum.
Markmið fræðslu þarf að skrá í
hjúkrunaráætlun eins og önnur
markmið hjúkrunar og þar með má
öllum ljóst vera hvert stefnt er.
Við gerð og framkvæmd kennslu-
áætlana hefur reynst erfitt að fram-
fylgja því, að það sé á ábyrgð sama
hjúkrunarfræðingsins. Mönnun
deilda er ekki byggð upp með það
fyrir augum og skipulagningu þar að
lútandi verið ábótavant. Virkjun
hugmynda að baki hjúkrunarferli
hefur verið erfið, þó vissulega sé
farið að rofa til í þeim virkjunarmál-
um.
Viðbygging sú, sem nú er í fram-
kvæmd, þ. e. kennsluferlið má ekki
undir neinum kringumstæðum
verða okkur of þungt í skauti og því
Tímarit Fhh