Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 19
Af konum sem sækja námskeið eru
hlutfallslega fleiri sem telja sig vel
meðvitaðar við fæðinguna. Sam-
vinna við Ijósmóður og stjórn fæð-
ingar gengur betur hjá þeim að eigin
sögn. Þær konur sem aflað hafa sér
mestrar fræðslu á námskeiðum og
með öðrum hætti, sögðu oftar en
hinar að fæðingin hefði gengið vel.
Hugsanlegt er að fræðsla almennt
móti jákvæða afstöðu til fæðingar-
innar hjá þeim.(6)
I annarri rannsókn, sem hjúkrun-
arfræðinemar gerðu til að kanna
áhrif hjúkrunar á sængurlegu kom í
ljós, að sængurkonur telja sig hafa
gagn af foreldrafræðslu við brjósta-
gjöf.,8) Kannanir nemenda gefa leið-
beinendum námskeiða vísbendingu
um hagnýtt gildi foreldrafræðslu,
þótt áhrif hennar séu ekki alhliða
mælanleg. Slíkt mat gæti einnig
hvatt til þróunar námskeiða.
I þessu erindi hef ég reynt að
svara þeim spurningum, sem ég setti
fram í byrjun: Af foreldrafræðsl-
unni getum við vonandi lært að
fræðsla þarf að byggjast á fræðileg-
um grunni, sem þarfnast sífelldrar
endurskoðunar og breytinga. For-
eldrafræðsla kemur til móts við
fræðsluþarfir almennings og er því
að verða hefð hér á landi. Hún hefur
hagnýtt gildi, sem hægt er að sýna
fram á með skipulögðu mati.
Þegar litið er yfir farinn veg bein-
ist athyglin ekki síst að þeim er
lengst hafa staðið að foreldra-
fræðslu og miðlað henni af áhuga til
ungra foreldra. Foreldrar kunna
þeim þakkir, eins og áhugi þeirra
ber vott um. Þeir sem eiga eftir að
fást við foreldra- eða heilbrigðis-
fræðslu geta vonandi lært af þeim
sem lagt hafa grunn að foreldra-
fræðslu, „að lengi býr að fyrstu
gerð“.
HEIMILDIR:
1. Lög Stj.tíð A, nr. 25/1975.
2. Williams M. and Booth D. (1974) Ant-
enatal Education, Guidelines for
Teachers. Churchill Livingstone, EJin-
burgh.
3. Hulda Jensdóttir (1962). Slökun og eðli-
leg fæðing. Prentsmiðja Guðmundar Jó-
hannessonar, Reykjavík, MCMLXII.
4. Kitzinger Sheila (1977), Education and
Counselling for Childbirth. Bailliére
Tindall, London.
5. Fræðslurit fyrir verðandi foreldra, Jafn7
réttisráð Islands. Óprentað. Höfundar:
Sigurður S. Magnússon, Helga Hannes-
dóttir, Halldór Hansen, Gunnar Biering,
Guðrún Erlendsdóttir, Guðfinna Eydal,
Bergþóra Sigmundsdóttir.
6. Lokaverkefni 4. árs nema, vorið 1983,
Háskóli fslands, Námsbraut í hjúkrunar-
fræði. Foreldrafræðsla og gildi hennar í
fæðingu.
7. Marga Thome, Könnun á breytum er
áhrif hafa á tímalengd brjóstagjafar" hjá
konum í Reykjavík (1982), óbirt. Háskóli
íslands, Námsbraut í hjúkrunarfræði.
9. Lokaverkefni 4. árs nema, vorið 1983.
Háskóli íslands, Námsbraut í hjúkrunar-
fræði. Ahrif hjúkrunar á gæði sængurlegu.
Nú eru komnar
ny|ar'
lengri og
breiðari
bleyjur
SKEMMUVEGUR 8 SIMI 78140
Sparið tíma og fyrirhöfn
Tímarit Fhh
17