Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 27

Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 27
ríður á að viðbyggingin sé einföld að gerð, falli vel að umhverfinu, deild- arstarfinu, og þeirri framkvæmd sem fyrirer, hjúkrunarferlinu. Það má hugsa sér margar leiðir til kennslu og eins notkun ýmissa hjálpartækja. Bæklingar, spjöld, myndbandaefni, kvikmyndir, fyrir- lestrar, sýnikennsla o. fl., en senni- lega er einstaklingsbundna kennslu- aðferðin, formleg eða óformleg, heppilegasta leiðin. Þar er kennslan byggð á námsþörfum og námslöng- un hvers og eins. Tengsl hjúkrunarfrœðingsins við sjúklinginn, fjölskyldu hans og sam- starfsfólk Mikilvægt er að gagnkvæmt traust ríki milli hjúkrunarfræðingsins, sjúklingsins og fjölskyldu hans. Hjúkrunarfræðingurinn verður að Tímarit Fhh vera einlægur og traustvekjandi, því einlægni er nauðsynleg til að hægt sé að skapa tengsl þar sem bæði sjúkl- ingurinn og fjölskyldan treysta hjúkrunarfræðingnum fullkomlega. Til viðbótar verður hjúkrunarfræð- ingurinn að reyna að breyta nei- kvæðu viðhorfi sjúklings og fjöl- skyldu hans, ef einhver eru, til hlut- verks hjúkrunarfræðingsins sem fræðara. Rannsóknir hafa sýnt að sjúklingar líta ekki á hjúkrunarfræð- inginn sem kennara, sbr. fyrr- greinda rannsókn Alt og Linehan’s (66). í samskiptum sínum við sjúkl- inginn og fjölskyldu hans verður hjúkrunarfræðingurinn að koma fram sem fagmaður með nægilega rnikla og víðtæka þekkingu til að miðla öðrum. Hjúkrunarfræðingar verða að líta á sjálfa sig sem sérfræð- inga er búa yfir mikilvægum upplýs- ingum, sem nauðsynlegar eru til að einstaklingurinn (sjúklingurinn) nái bata eða nái að lifa sem bestu lífi miðað við ástand sitt. Tengsl hjúkrunarfræðingsins við samstarfsfólk eru einnig mjög mikil- væg, þó sér í lagi tengsl þeirra og samvinna við lækna. Hjúkrunar- fræðingar og læknar verða að hafa nána samvinnu sín á milli um þá fræðslu sem veita á sjúklingnum, þannig að báðir starfshópar miðli samskonar upplýsingum. I heimildum kemur fram að flestir læknar telja sig bera ábyrgð á fræðslu til sjúklinga. I rannsókn sem Dodge (69 Nursing Research) gerði, spurði hann 106 lækna á tveim kennslusjúkrahúsum, hve mikið ætti að segja sjúklingum og hver ætti að segja þeim það. Læknar álitu að einu upplýsingarnar sem hjúkrunarfræðingar ættu að Iáta sjúklingum í té væru varðandi hjúkr- unarmeðferð. Þetta hefur breyst á síðastliðnum 10—15 árum en ennþá gætir tregöu hjá læknum, hvað varð- ar það að hjúkrunarfræðingar fræði sjúklinga. Rannsókn er gerð var af American Hospital Association (81) sýndi að á 42% af þeim sjúkra- húsum þar sem spurt var, taldi starfsfólkið að viðhorf lækna væru hindrun í því að hægt væri að þróa markvissari og skipulagðari fræðsluáætlanir fyrir sjúklinga. Einnig kom fram að ef læknar eru gerðir virkir í skipulagningu áætlana og hafðir með í ráðum frá byrjun, minnkar andstaða þeirra. Samstarf þessara tveggja heilbrigðisstétta er því grundvöllur markvissrar fræðslu til sjúklinga. Hjúkrunarfræðingar þurfa því að taka höndum saman og hafa frumkvæðið að því að fá lækna í lið með sér til að byggja upp mark- vissa og skipulagða fræðslu til sjúkl- inga. Símenntun og notkun hjálpargagna Símenntun er mjög mikilvæg hjúkr- unarfræðingum og gerir þeim kleift að viðhalda og auka á fræðilega og verklega þekkingu. Hlutverk hjúkr- 25

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.