Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 10
Ingibjörg Sigmundsdóttir B.Sc. M.Sc.
Heilbrigðisfræðsla
Ég mun í þessu erindi fjalla í fyrsta
lagi um heilbrigðisfrœðslu og kynna
hugmyndaheild (conceptual frame-
work) við gerð áætlana í heilbrigðis-
fræðslu og í öðru lagi gefa dæmi um
notkun þessarar áætlunar.
Áhugi á hvers konar heilbrigðis-
fræðslu hefur aukist á undanförnum
árum samhliða aukinni áherslu á
sjálfsumönnun (self-care), fyrir-
byggingu (prevention) og heilbrigð-
ishvatningu (health promotion).
Þessi áhugi kemur í kjölfar heil-
brigðisvakningar þeirrar, sem hefur
orðið meðal almennings og lýsir sér
með aukinni fróðleiksfýsn um heil-
brigði, og þætti sem stuðla að bættu
heilbrigðisástandi. Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin (W.H.O) hefur
m. a. lagt á það áherslu, að einn af
grundvallarþáttum heilbrigðisþjón-
ustunnar sé heilbrigðisfræðsla. Þá
vil ég benda á að í nýjum lögum um
heilbrigðisþjónustu á íslandi frá 1.
júní 1983 er talað um heilbrigðis-
fræðslu í fyrirbyggjandi tilgangi sem
eina af aðalgreinum heilsuverndar.
(19. grein, 5 1. lög nr. 59 1983).
Heilbrigðisfræðsla hefur oftast
falið í sér fræðslu um heilbrigðis-
vandamál og hollustuhætti. Skipu-
lögð heilbrigðisfræðsla grundvallast
aftur á móti á löngun til að hafa áhrif
á þroskaferil mannsins. Þar er átt
við að heilbrigðum lifnaðarháttum
sé viðhaldið, og komið í veg fyrir og
dregið úr heilsuspillandi þáttum.
Ingibjörg Sigmundsdóttir
lauk B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði við
H.í. vorið 1979.
Hún lauk M.Sc. gráðu frá Boston
University vorið 1982, sérgrein
Community Health Nursing.
Hún hefur starfað sem lektor við
Námsbrautina síðan og er hjúkrunarfor-
stjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Sel-
tjarnarnesi.
Markmið heilbrigðisfræðslu er
því ekki eingöngu upplýsingamiðl-
un, heldur ennfremur það að hafa
áhrif á heilbrigt líferni (Richards,
1975).
Heilbrigðisfræðsla hefur verið
skilgreind sem sérhver fræðsla, sem
hefur það markmið að einstakling-
urinn taki sjálfviljugur þátt í því að
auka heilbrigði sitt (Green, 1980).
Skipulag heilbrigðisfræðslu verð-
ur því að vera tvíþætt. í fyrsta Iagi
verður fræðslan að innihalda nægi-
legar upplýsingar til þess að ein-
staklingurinn geti tekið raunhæfa
ákvörðun um það hvort hann vilji
taka upp þá lifnaðarhætti sem teljast
hcilbrigðishvetjandi. í öðru lagi
verður fræðslan að miðast við það
að auðvelda, viðhalda og koma um-
ræddu atferli af stað (Kolbe, 1981).
Heilbrigðisfræðsla, sem liður í
heilbrigðishvatningu, beinist að
samfélögum. hópum og einstakl-
ingum. Við skipulagningu fræðslu-
áætlunar er nauðsynlegt að taka til-
lit til umhverfis og þjóðfélagsbreyt-
inga.
Eitt af mikilvægum hlutverkum
hjúkrunarfræðinga er heilbrigðis-
fræðsla. Fræðsla hefur löngum verið
viðurkennd hjúkrunarmeðferð í
heilbrigðishvatningu innan sjúkra-
húsa, sem og utan þeirra. Þá eru
hjúkrunarfræðingar oft í þeirri lykil-
aðstöðu að geta veitt heilbrigðis-
fræðslu til einstaklinga jafnt sem
stærri hópa í þjóðfélaginu. Slík
fræðsla hefur oft verið ómeðvituð,
en til þess að unnt sé að meta árang-
ur fræðslu er nauðsynlegt að byggja
hana á skýrum og raunhæfum mark-
miðum. Oft hefur reynst erfitt að
meta árangur heilbrigðisfræðslu,
þar eð markmið hafa ekki verið sett
nægilega skýrt fram. Þá kemur ár-
angur slíkrar heilbrigðisfræðslu oft
ekki fram fyrr en löngu síðar.
Eg mun nú lýsa hugmyndaheild
(framework) fyrir heilbrigðis-
fræðsluáætlun. Þessi áætlun er köll-
uð PRECEDE áætlunin og hefur
verið þróuð af Lawrence Green
o. fl. 1980. Precede áætlunin er
árangur tilrauna með heilbrigðis-
Tímarit Fhh
8