Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 6
ina án þess að geta IMörgu Thome hjúkr-
unarfræðings M.S. og dósents við H.í.
Marga Thome var fyrsti fastráðni kenn-
arinn við námsbrautina og sá eini um 3ja
ára skeið. Hún var sett í lektorsstöðu 1.
september '11, en síðan settur dósent frá
1. janúar '81. Marga hefur átt stærstan
þátt í því að móta hjúkrunarkennsluna á
háskólastigi á þann hátt að hún hefur
fyllilega staðið undir nafni. Kunnum við
henni sérstakar þakkir fyrir.
Félag háskólamenntaðra hjúkrunar-
fræðinga var stofnað 2. desember 1978.
Nafn félagsins var ákveðið á framhalds-
stofnfundi 7. desember sama ár. Stofn-
fundinn sóttu 18 manns. Samþvkkt voru
lög félagsins, kosið í stjórn, fræðslu-
nefnd og kjaranefnd. Fyrsti formaður
félagsins var kosinn Jóhanna Bernharös-
dóttir hjúkrunarfræðingur B.Sc., nú
M.S. Félagið fékk aðild að Bandalagi
háskólamanna 8. febrúar 1979.
Þó Félag háskólamenntaðra hjúkrun-
arfræðinga sé ungt að árum og tala fé-
lagsmanna ekki ýkja há, hefur það starf-
að ötullega og getur státað af mikilli og
almennri virkni félagsmanna sinna. Máli
mínu til stuðnings og til gamans má geta
þess, að af 18 stofnfélögum voru 16
kosnir í embætti á vegum félagsins á
framhaldsstofnfundinum.
í stjóm félagsins sitja Smm fulltrúar
og þrír varamenn. Fræðsluráð skipa sjö
fulltrúar og tveir varamenn, allir kjömir
á aðalfundi félagsins. Félagsmenn í dag
eru 100 að tölu. Á síðasta ári fengu 4. árs
hjúkrunarfræðinemar við Námsbraut í
hjúkrunarfræði í H.í. aukaaðild að fé-
laginu, s.o. 2 fulltrúar frá 2. og 3. náms-
ári.
Eins og fyrr var nefnt hefur félagið
starfað ötullega að ýmsum málum þessi
5 ár. Að vonum hefur mikill tími og orka
farið í að skapa félaginu tilverurétt og
þroska það og efla sem stéttar- og fag-
félag.
Markmið félagsins eru að vinna að
bættu heilbrigðisástandi landsmanna,
bæta aðstöðu hjúkrunarfr. til vísinda-
legra starfa og auka skilning á gildi
þeirra, að efla möguleika hjúkrunarfr. til
framhalds- og viðhaldsmenntunnar
bæði innan lands og utan, efla tengsl við
heilbrigðisstéttir hérlendis og erlendis,
vinna að endurmati og umbótum á
hjúkrunarnámi í H.Í., stuðla að sem
bestri nýtingu menntunar í starfi og síð-
ast en ekki síst, gæta sameiginlegra hags-
muna félagsmanna í hvívetna.
Að þessum markmiðum hefur félagið
unnið og orðið vel ágengt á ýmsum svið-
um. Kjarabarátta hefur óneitanlega sett
svip sinn á störf félagsins, því miður af
illri nauðsyn.
En það eru ekki bara kjaramálin sem
unnið hefur verið að. Fræðsluráð hefur
og unnið ötullega. Á vegum þess hafa
verið haldnir fræðslufundir fyrir félags-
menn yfir vetrartímann og hefur félagið
þannig leitast við að sinna þörfum B.Sc.
hjúkrunarfræðinga fyrir símenntun. Á
vegum F.H.H. var haldin ráðstefna í
september 1979 í tilefni barnaárs. Bar
hún heitið „heilsuvemd fjölskvldunn-
ar“. Fyrirlesarar voru tíu, þar af fjórir
háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar.
Ráðstefnuna sóttu um eitthundrað
manns og þótti hún hafa tekist vel.
í febrúar á síðasta ári hóf stjórn fé-
lagsins útgáfu Fréttabréfs F.H.H.
Fréttabréfínu er ætlað að auka upplýs-
ingamiðlun til félagsmanna, þar sem
margt er að gerast í félagsmálum okkar
sem félagsmenn þurfa að fvlgjast vel
með og taka virkan þátt í. Fyrirhugað
var að gefa út tvö blöð á ári fyrst í stað,
en nú þegar hafa komið út 4 blöð og er
það 5. væntanlegt innan tíðar. Af þessu
má sjá hversu nauðsynlegt slíkt frétta-
bréf er félaginu.
Viðræður milli F.H.H. og H.F.Í. eru
hafnar. Skipuð hefur verið samstarfs-
nefnd og eiga sæti í nefndinni 3 fulltrúar
frá hvoru félagi. Það er einlæg ósk okkar
að þessi félög geti sameinað krafta sína
báðum aðilum til hagsbóta.
Með þessum orðum hef ég aðeins náð
að drepa á nokkur þau atriði sem F.H.H.
hefur unnið að frá stofnun þess. Margt
er ósagt, en vonandi hefur mér tekist að
varpa örlitlu Ijósi á störf þessa unga, en
kraftmikla félags. Að lokum vil ég óska
félagsmönnum F.H.H. til hamingju með
nýja blaðið og þakka fulltrúum fræðslu-
ráðs vel unnin störf. Megi gæfa og gengi
fylgja blaðinu um ókomin ár.
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir
formaður F.H.H.
Fréttahorn:
Ráðstefna um hjúkrunarferlið verður haldin á
vegum FHH í Kristalsal Hótel Loftleiða 10. nóv.
nk. kl. 10-17.
Nánar auglýst síðar.
4
Tímarit Fhh