Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 34

Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 34
Guðný Anna Amþórsdóttir B.Sc., Magnús Ólafsson B.Sc. Fræðsla sem þáttur í endurhæfingu geðsjúkra Hér er ætlunin að fjalla um fræðslu, sem þátt í endurhæfingu geðsjúkra. Hvað snertir endurhæfingu geð- sjúkra má segja að þessi hugtök, fræðsla og endurhæfing, séu svo samofin að hvorugt geti staðið án hins. Endurhæfing hefur verið skil- greind sem ferli, er leiðir til mestu mögulegrar vellíðunar einstaklings- ins. Nokkurs misskilnings hefur gætt í notkun þessa hugtaks. Eins og þegar er fram komið, er talað um 1., 2., og 3. stigs fyrirbyggingu. Borið hefur við, að hugtakið endurhæfing höfði einungis til 3ja stigsins, sem er þó ekki allskostar rétt. Endurhæfing ætti, eðli málsins samkvæmt, að hefjast um leið og einstaklingurinn leitar sér hjálpar. Það er, áður en hann festist í einhverju óheppilegu atferlismynstri, sem einangrar hann í samfélaginu. Endurhæfing geðsjúkra er í eðli sínu ekki svo frábrugðin líkamlegri endurhæfingu. Markmiðið er hið sama, en aðferðirnir að nokkru ólík- ar, þar sem vandamálin eru annars eðlis. Innsæismeðferð, hópmeðferð ýmiskonar, iðjuþjálfun, verndaðir vinnustaðir, áfangastaðir og fl. og fl., eiga hér stóran hlut að máli. Á síðustu árum hefur átt sér stað almenn hugarfarsbreyting varðandi þjónustu til handa geð- sjúkum og er það vel. Það vekur þá spurningu, hvort ekki sé þörf aukins gæðaeftirlits á þessu sviði. Tilgang- urinn með þessu erindi er þó ekki að Guðný Anna Arnþórsdóttir lauk B.S. prófi í hjúkrunarfræði frá Há- skóla íslands 1977 og prófi í kennslu- og uppeldisfræði 1978. Hefur síðan starfað sem hjúkrunarfræðingur á Landakots- spítala og geðdeilduni ríkisspítala. Auk þess hefur hún skipulagt og kennt geð- hjúkrunarfræði í Háskóla Islands síðustu 2 ár. Er nú aðstoðardeildarstjóri á deild 33-C, geðdeild Landspítala og stunda- kennari í Háskóla Islands. leggja mat á þá þjónustu, sem nú er fyrir hendi. Fremur að varpa ljósi á, hvernig á markvissari hátt mætti miðla fræðslu í þeirri endurhæfingu, sem nú er veitt í geðheilbrigðiskerf- inu. Segja má, að fræðsla sé bæði upp- haf og endir endurhæfingar geð- sjúkra. Hér er hlutverk hjúkrunar- Magnús Ólafsson lauk B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði frá Há- skóla íslands 1981. Hóf þá störf á geð- deildum ríkisspítalanna, í fyrstu á legu- deild en frá janúar 1983 ágöngudeild geðdeildar á Landspítala og er þar nú aðstoðardeildarstjóri. Jafnframt þessu hefur hann sl. 2 ár skipulagt og kennt bóklega og verklega kennslu í geðhjúkr- un við hjúkrunarfræðideildina í Háskóla Islands. Pá hefur hann setið sem vara- maður í stjórn FHH 1982-1983 og sem fulltrúi í kjaranefnd FHH frá 1982. fræðingsins, svo og annarra með- ferðaraðila, afar þýðingarmikið. Kanna þarf getu einstaklingsins til að lifa gefandi lífi í samfélaginu. Nú, — en hvaða eiginleikar þurfa að vera fyrir hendi, til að slíkt sé mögulegt? Jú, — einstaklingurinn þarf að hafa til að bera ákveðna líkamlega, til- finningalega og hugarfarslega færni. Tímarit Fhh 32

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.