Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 16

Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 16
Marga Thome M.Sc. Foreldrafræðsla Foreldrafrœðsla Foreldrafræðsla er vel þekkt á ís- landi í dag. Hún er veitt í vaxandi mæli um allt land, eins og í ná- grannalöndum okkar. Með for- eldrafræðslu er annars vegar átt við námskeið fyrir verðandi foreldra, þar sem veittur er undirbúningur og fræðsla varðandi meðgöngu, fæð- ingu og umönnun barns, og hins vegar lesefni, efni í fjölmiðlum og myndefni af ýmsu tagi. í lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir er kveðið á um ráðgjöf og fræðslu varðaqdi meðgöngu og barneignir.(1) Þar sem mikil aukning hefur orðið í foreldra- fræðslu sl. þrjá áratugi, sýnist mér áhugavert að spyrja, hvort við get- um lært eitthvað af þessari þróun fyrir alla heilbrigðisfræðslu, sem er viðfangsefni þessarar ráðstefnu? Til að finna svar ætla ég að sundurliða erindi mitt í eftirfarandi spurningar: 1. Hvað kom foreldrafræðslu af stað? 2. Kemur hún til móts við fræðsluþarfir verðandi for- eldra? 3. Hefur hún hagnýtt gildi? I. Flvað kom foreldrafrœðslu afstað? Hugmyndir manna um foreldra- fræðslu eru örugglega ekki nýjar af nálinni. En það var ekki fyrr en á ( Marga Thome er dósent við námsbraut í hjúkrunar- fræði við H.í. Hún hefur kennt m. a. fæðingarhjúkrun og rannsóknir í hjúkr- un sl. 6 ár. Hún stundaði hjúkrunarnám í Þýska- landi og ljósmóðurfræði í Sviss. Hjúkr- unarkennarapróf tók hún í Þýskalandi og lauk M.Sc. prófi í hjúkrunarfræði í Bretlandi 1977. Hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur og Ijósmóðir um nokkurra ára skeið. þessari öld að hún náði að breiðast út í vestrænum löndum. Mest áhrif þar hafði annars vegar kenning um eðlilega fæðingu eftir Dick-Read, enskan kvensjúkdómalækni, og hins vegar útbreiðsla „psychophrophy- laxis“ aðferðarinnar eftir franskan fæðingarlækni, Ferdinand Lamaze að nafni. Dick-Read gerir í kenningu sinni um eðlilega fæðingu ráð fyrir að konur geti fætt börn sín án ótta eða kvíða. Hann áleit að kvíði ylli spennu og yki sársauka við fæðingu. Til að eyða ótta og kvíða við hið óþekkta, mælir hann með því að verðandi mæðrum sé kennt hvernig líkami þeirra starfar eðlilega í með- göngu og við fæðingu, og hvaða til- finningum þær geta átt von á sam- fara líkamlegum breytingum.(2) Til að slaka á spennu ætti að kenna konum slökun og djúpa öndun. Kona sem cr undirbúin samkvæmt þessari aðferð ætti ekki endilega að skynja mikinn sársauka við fæðingu. Hulda Jensdóttir lýsir eðlilegri fæð- ingu og slökun í bók sem kom út árið 1962. Þar segir hún: „Af fræðslu kemur þekking og af þekkingu sprettur andleg ró. Af rósemi and- ans, friði huga og tilfinninga, leiðir síðan líkamleg „afslöppun“ eða slökun. Líkamleg ró og slökun hindra spennu tauga og vöðva og koma um leið í veg fyrir, að veruleg- ur sársauki myndist, ef allt fer fram með eðlilegum hætti.“(3) Dick-Read lagði mikla áherslu á þátttöku fæðingarlæknis í undirbún- ingi verðandi mæðra, svo og í beit- ingu aðferðarinnar við fæðingu. Kenning hans hefur þó lengi verið umdeild meðal lækna, þar sem erfitt virtist að sannprófa hana vísinda- lega. Eftir seinni heimsstyrjöldina þró- aði rússneskur tauga-geðsjúkdóma- læknir (neuropsychiatrist), Vel- voski að nafni, aðferð til undirbún- ings fæðingu, sem hann og félagar hans kölluðu „psychophrophylax- is“, sem þýðir „aðferð sálræns undirbúnings“. Þessi aðferð byggist á kenningu Pavlovs um „skilyrt við- 14 Tímarit Fhh

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.