Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 23

Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 23
komandi sérfræðingur), hversu ágætur, sem sá maður er, þá er litið á það sem eitthvert annarlegt málefni, eitthvert feimnismál og það er ein- mitt það, sem ber að forðast." Hann nefnir síðan fjögur atriði, sem mæla með því, að kennari ann- ist kynferðisfræðslu frekar en ein- hver sérfræðingur: „1) Líklegra er. að fræðslan beri meiri árangur, ef kennari ann- ast hana, m. a. vegna mögu- leika hans til að fella fræðsluna í eðlilegt samhengi og taka hana samhliða upp innan ólíkra námsgreina (sbr. líf- fræði, samfélagsfræði, kristin- fræði, líkamsrækt o. s. frv.). 2) Fræðslan fengi ankannalega sérstöðu, ef hún væri í höndum annars aðila en þess, sem sér um alla aðra fræðslu (sbr. hér að ofan). 3) Yfirburðir kennarans fram yfir sérfræðinginn á hinu kennslu- fræðiiega og uppeldisfræðilega sviði. 4) Hið nána samband milli kenn- arans og nemanda." Síðar kemur skilgreining á því, hvað sérfræðingur er: „Sérfræðingar (læknar, sálfræð- ingar) . ..“ Nú megið þið ekki halda að með þessu sé ég að gera lítið úr ofan- sögðu. Eg er þvert á móti sammála því í meginatriðum. Hins vegar finnst mér þetta dæmigert fyrir það mat, sem störf skólahjúkrunarfræð- inga hafa fengið. Hér er hjúkrunar- fræðinga ekki einu sinni getið. Þó hafa hjúkrunarfræðingar í mörgum skólum sinnt einmitt þessari fræðslu mörg undanfarin ár. Hér er líka talað um sérfræðinga og þá átt við lækna og sálfræðinga, enda ef til vill ekki hægt að kalla skólahjúkr- unarfræðinga utanaðkomandi sér- fræðinga. Hjúkrunarfræðingar starfa innan skólanna og hafa yfir- leitt mjög gott samband við nem- endur. Mér finnst hins vegar eðli- legt, að kennarar og hjúkrunar- fræðingar vinni saman að því að fræða nemendur um hin ýmsu mál tengd heilbrigði, þannig held ég að mestur árangur náist. HEIMILDIR 1. Health Education Planning, a Diagnostic Approach. L. W. Green, et al. 1980. 2. A Textbook of Health Education. A. J. Dalzell-Ward. 1976. 3. Nursing. Vol. 2. No. 2. Health education in schools. Hazel Slavin. 1982. 4. Nursing, Vol. 2. No. 2. Drug Abuse. Nicholas Dorn. June 1982. 5. Um kynferðisfræðslu. Jón Þorvarðarson. Júní 1978. 6. Löggjöf um heilsuvernd í skólum. Gefið út af skólayfirlækni. Reykjavík 1961. 7. Heilsugæsla í skóluni. Ljósrit gefið út af Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Agúst 1983. Scanpor plástur heildsölubirgðir bitsiál s.f ARMULA 26. - SIMI 31500. Tímarit Fhh 21

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.