Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 32
strom (1980) á tæplega 7000 upp-
komnum einstaklingum á vestur-
strönd Bandaríkjanna vakið tals-
verða athygli. En í þessari rannsókn
kom í ljós, að sjö einstaklingsbundn-
ir lífshættir höfðu lengri lífdaga í för
með sér. Þessir „gullvægu" holl-
ustuhættir taka til reykingabindind-
is, reglulegrar líkamlegrar virkni,
hóflegrar eða engrar neyslu áfengra
drykkja, sjö til átta tíma svefns á
sólarhring, viðhalds kjörþyngdar,
neyslu morgunverðar hvern dag og í
sjöunda lagi að láta vera að borða
milli mála. Niðurstöður þessarar
rannsóknar sýndu ennfremur að
heilsufar þátttakenda í upphafi
rannsóknarinnar breytti litlu um
langlífi, heldur réði úrslitum ástund-
un þessara lífshátta í tímans rás. í
ljósi slíkra niðurstaðna má álykta,
að fræðsla um hollustuhætti eigi
erindi til allra aldurshópa jafnt
ungra sem aldinna- og geti í sjálfu
sér skipt sköpum á efri árum til þess
að auka streituþol og bæta viðnáms-
þrótt. Jafnframt stuðla hollustu-
hættir að aukinni virkni einstakl-
ingsins og geta orðið til þess, að
aldraðir finni viðfangsefni sem fyllt
geta upp í það tómarúm sem skapast
við verkalok.
Hlutur hjúkrunarfrœðinga í
öldrunarfræðslu
I hjúkrunarfræðinámi er lögð
höfuðáhersla á þekkingu og skilning
á heilbrigðishvatningu, og þekkingu
og skilning á viðbrögðum einstakl-
mgsins við raunverulegum eða
hugsanlegum heilbrigðisvandamál-
um. Ennfremur er kennslufræði
þáttur í náminu sem gerir hjúkrun-
arfræðingum kleift að beita í ljósi
fræðsluþarfar viðkomandi skjól-
stæðings viðhlítandi kennsluaðferð-
um. hessi þekkingargrunnur jafn-
framt þekkingu á sérstökum breyt-
ingum, sem fylgt geta í kjölfar öldr-
unar eða sérstakra sjúkdómsmynda
gerir hjúkrunarfræðinga í stakk
búna til þess að auka velferð aldr-
aðra með heilbrigðisfræðslu, styðja
þá til sjálfsbjargar og sjálfstæðis, efla
virkni þeirra og styrkja tök þeirra á
hugsanlega breyttum lífsháttum. í
sjálfu sér er það ekki hvað síst mik-
ilsvert að fræða aldraða um stjórn og
ákvarðanatöku í eigin lífi - þar eð
sálfræðirannsóknir hafa sýnt fram á
mjög trúverðugar niðurstöður um
mikilvægi þess að hafa undirtökin á
eigin aðstæðum (Seligman, 1975).
Þ.e. færni og möguleikar til þess að
velja úr valkostum og taka sjálf-
stæðar ákvarðanir, er ein af forsend-
um bættrar heilsu (Fries & Crapo,
1981). En þessi forsenda á sér oft
erfitt uppdráttar, ef heilsa bilar og
allar aðstæður grafa undan stjórn-
borða einstaklingsins. Líftaugin í
slíkum tilvikum tekur til ýmissa
bjargráða og þá ekki hvað síst til
stuðnings aðstandenda - heilbrigð-
isstétta og annarra stoðkerfa.
Stuðningur er yfirleitt talinn af hinu
góða og sýnt hefur verið fram á bæt-
andi áhrif hans á heilsu og velferð í
mörgum markverðum rannsóknum
(Berkman & Syme, 1979; Cassel,
1976; Cobb, 1976). Einn af braut-
ryðjendum slíkra rannsókna Cobb
(1976) að nafni, lagði til að nú
skyldu heilbrigðisstéttir taka hönd-
um saman og kenna öllum skjól-
stæðingum sínum, heilbrigðum sem
veikum - að gefa og þiggja félags-
legan stuðning. Þessum boðskap er
ef til vill erfitt að framfylgja í ís-
lensku þjóðfélagi — þar sem angi af
Bjarti í Sumarhúsum býr í flestum
og sjálfstæði er lagt að jöfnu við að
vera sjálfum sér nógur. í þessu efni
vill oft halla á hlut hins aldraða — því
dæmið er oft sett upp á þann veg að
aldraðir hafi af litlu að gefa í efnis-
legum heimi. Hjúkrunarfræðingar
geta hér lagt öldruðum lið og leitast
við að finna leiðir til gagnkvæms
stuðnings er bæti hag beggja aðila -
gefandans og þiggjandans.
Lokaorð
Aldraðir í dag hafa upplifað róttæk-
ar breytingar á lífsháttum samfara
tækninýjungum og misst mikið af
gömlum og góðum siðum og venj-
um. En þetta fólk hefur sannarlega
staðið undir þessum breytingum án
þess að gera mikið veður úr. Tilver-
an er breytingum háð og margt fer
úrskeiðis á langri leið frá vöggu til
grafar, ekki hvað síst á efri árum.
En það er trú mín að aldraðir geti í
Ijósi reynslu sinnar af margháttuð-
um breytingum tekist á við breyt-
Tímarit Fhh
30