Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 14

Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 14
Má þar nefna rannsóknir próf. Sig- urjóns Björnssonar og samstarfs- manna hans, en niðurstöður þeirra birtir hann í bók sinni, „Börn í Reykjavík“, sem út kom árið 1980. Þessar niðurstöður gefa m. a. ákveðnar vísbendingar um áhrif ýmissa þátta fjölskyldulífs á geðheil- brigði barna og ber þar hæst áhrif uppeldisaðferða og áhrif hjúskapar- aðlögunar foreldra. Sömu breytur virðast einnig hafa mikil áhrif á lengd skólagöngu barna. Dr. Þórólfur Þórlindsson greindi í erindi sínu á ráðstefnu FHH 1979 frá niðurstöðum rannsóknar á 400 15 ára unglingum í Reykjavík, sem hann kvað rökstyðja áhrifamátt fjöl- skyldunnar á félagsmótun unglinga hérlendis. Þá má geta þess að í niðurstöðum Kristins Karlssonar félagsfræðings og Þorbjarnar Broddasonar dósents í „Jafnréttiskönnun í Reykjavík 80- 81“ er að finna mikilvægar upplýs- ingar um skipulag og eðli íslensku fjölskyldunnar í dag. Að mínu áliti styðja þessar niður- stöður þá skoðun mína að taka verði tillit til fjölskyldulífs við skipulagn- ingu heilbrigðisfræðslu. Með því á ég við að einstaklingurinn sé alltaf skoðaður sem hluti af fjölskyldu sinni og víðara samfélagi þegar fræðslan er áætluð. Ég á einnig við að oft sé æskilegt að miðla fræðslu til fjölskyldunnar í heild, eða til þeirra meðlima hennar sem hafa til þess þroska og af því gagn hverju sinni. Dæmi um slíka fjölskyldufræðslu er foreldrafræðsla, fjölskyldulífs- fræðsla og almenn fræðsla um heil- brigðismál í fjölmiðlum sett fram á þann máta að sem flestir fjölskyldu- meðlimir hafi gagn af. Foreldra- fræðsla er í dag sjálfsagður hluti mæðraverndar. Fjölskyldulífs- fræðsla er að ryðja sér til rúms og hafa félagsráðgjafar einkum haft forgöngu í þeim efnum. Fræðsla um heilbrigðismál í fjölmiðlum er enn af skornum skammti og mættu heil- brigðisstéttir og heilbrigðisyfirvöld nýta þann vettvang betur. Fjölskyldan sem heild Ymsar hugmyndir og kenningar á sviði félagsvísinda, sálarfræði og hjúkrunarfræði auðvelda okkur að skilja og nálgast fjölskylduna. Má þar nefna kerfakenninguna (syst- ems theory), kenningar um þroska og þarfir mannsins og fjölskyldunn- ar og hugmyndina um styrkleika- þætti fjölskyldulífs. Eðlilegt er að skoða fjölskylduna sem eitt fjölmargra þjóðfélagskerfa. Þessi kerfi verða ekki slitin úr sam- hengi við umhverfi sitt þar eð þau eru svokölluð „opin kerfi“, það er, skiptast stöðugt á efni, orku og upp- lýsingum við umhverfið. Innan fjöl- skyldunnar er að finna ákveðna samsetningu/meðlimi, ákveðna uppbyggingu, ákveðna styrkleika- þætti og ákveðna starfsemi (sjá mynd). Með styrkleikaþáttum á ég við allt það sem auðveldar fjöl- skyldunni að mæta þörfum meðlima sinna og kröfum þjóðfélagsins. Breytingar sem tengjast vexti og þroska fjölskyldumeðlima og breyt- ingar tengdar umhverfinu og óvænt- um atvikum hafa stöðugt áhrif á fjölskylduna. Dæmi um fyrrnefndu breytingarnar eru barnsfæðing, kynþroski, aðskilnaður, starfslok, o. fl. Dæmi um þær síðarnefndu eru sjúkdómar, ótímabær dauðsföll, náttúruhamfarir o. fl. Þessar breyt- ingar leiða oft til breytinga á sam- setningu sem krefjast breytinga á uppbyggingu og starfsemi og e. t. v. þróunar nýrra styrkleikaþátta. Þannig verður fjölskyldan stöðugt að aðlagast og breytast til þess að viðhalda sjálfri sér og heilbrigði og hamingju meðlima sinna. í flóknu samfélagi nútímans getur þessi að- lögun oft reynst erfið. Eðli og magn breytinganna fyrrnefndu er ákaf- lega misjafnt og þess vegna er fræðsluþörf fjölskyldu breytileg. Til þess að meta þessa þörf verðum við að líta á „myndina“ í hcild sinni og skoða: — hvaða breytingar fjölskyldan tekst á við, — meta þroska og heilsufar fjöl- skyldumeðlima, — skoða hlutverkaskiptingu og ákvarðanatöku innan fjölskyld- unnar, — meta starfsemisgetu hennar, þ. e. hvort hún stefnir að samheldni, hjálpsemi og heilbrigði, — og fá hugmyndir um hvaða þættir auðvelda henni að mæta þörfum meðlima sinna og kröfum samfé- lagsins (styrkleikaþættir). Þannig yfirlit ætti að tryggja að við miðum fræðsluna við þarfir fjöl- skyldunnar í heild. Tilgangur fræðslunnar er því að auðvelda fjölskyldunni að viðhalda og hvetja heilbrigði meðlima sinna og hjálpa henni að gera viðeigandi ráðstafanir þegar sjúkdómseinkenni gera vart við sig. Óhætt er að fullyrða að fjölskyld- an gegnir þýðingarmiklu hlutverki í okkar þjóðfélagi. Hlutverk hennar í viðhaldi og eflingu heilbrigðis má aldrei vanmeta. Þetta hlutverk má lesa út úr eftirfarandi markmiðum sem segja má að fræðsla fyrir fjöl- skylduna á ýmsum vettvangi stefni að. 12 Tímarit Fhh

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.