Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 22

Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 22
ar hafa ekki orku til þess að sitja nægilega lengi og halda athygl- inni, þau þurfa því að vera þátt- takendur. Hvernig á að meta hvort fræðslan skilar árangri? Á að meta hana með því að athuga breytingu á hegðun? Mjög erfitt er að finna orsaka-af- leiðingakeðju í mannlegri hegðun. Fjöldi breyta er nánast óteljandi. Með þessu er í rauninni hægt að benda á, að nánast ómögulegt er að tengja hegðun í bekk beint við ýmis heilsufarsleg atvik, er síðar kunna að koma upp. Því má segja, að hegð- unarbreyting er nær ómögulegur mælikvarði á heilbrigðisfræðslu í skólum. Fræðsla er aðeins einn af mörgum þáttum, sem hafa áhrif á heilbrigðisviðhorf hvers manns. Þeir sem meta heilbrigðisfræðslu í skólum horfast því í augu við erfið- leika. I fyrsta lagi verða þeir að ganga út frá því, að fræðslan hafi áhrif á heilbrigði. Á hvern annan hátt ættu þeir að réttlæta þann tíma og þá fjármuni, sem eytt er í fræðsl- una? í öðru lagi hefur ekki enn verið hægt að meta hegðunarbreytingar - það sem er mikilvægast við atferlis- kenninguna. Til viðbótar við þessi vandræði hefur heilbrigðisfræðsla í skólum ekki skilað nægilegum ár- angri og hefur ekki verið talið það allra mikilvægasta, sem gera þarf. Jafnvel þótt hægt væri að meta út- komuna, gætu niðurstöðurnar allt eins orðið lítiö uppörvandi. Lagðar hafa verið fram nokkrar tillögur, sem eru nauðsynlegar fyrir þróun og stuðning við heilbrigðis- fræðslu í skólum í framtíðinni: 1. Heilbrigðisfræðsla í skólum er gegndræp (pervasive), en hún er ekki nægilega studd, skipulögð eða framkvæmd. 2. Vegna þess að hún er gegndræp er mögulegt, að hún hafi áhrif á heilbrigði fjölda fólks. 3. Vegna þess að hún hefur ekki notið nægilegs stuðnings, skipu- lagningar eða framkvæmdar, 20 hefur verið gengið framhjá þeim möguleika, að hún hafi áhrif á fjölda fólks. 4. Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til þess að meta áhrif heil- brigðisfræðslu í skólum út frá betra heilbrigði og breytingum á atferli, eru líklegar til þess að vera lítið uppörvandi vegna þess að: a) Fræðslan er. ekki nægilega vel studd, skipulögð eða fram- kvæmd. b) Þörf er sérstakrar aðferðar við mat til þess að finna ár- angurinn. 5. Þar af leiðandi er þróun og mat heilbrigðisfræðslu í skólum háð auknum stuðningi og skipulagn- ingu (sem skammtímamarkmið) og til langs tíma er þörf sérstakr- ar rannsóknar á heppilegu mati. 6. Stuðningur og framkvæmd þarfnast skýrgreiningar á mark- miðum og aðferðum og einnig ákveðins þrýstings á heilbrigðis- fræðslu í skólum. Það er því þörf á mati á kennsluaðferðum og því fylgir mat á þekkingu og hæfi- leikum. 7. Þörf er sérstakrar rannsóknar á mati (evaluation research), til þess að ákveða langtímaáhrif og til að sýna fram á þjóðfélagsleg not, þannig að stuðningur stjórn- valda fáist. En hver á að sinna heilbrigðis- fræðslu í skólum? Ekki eru allir á sama máli hvað það varðar. í reglu- gerð þeirri, er ég nefndi áðan, segir svo um starfssvið skólalækna: „30. gr. n. Skólalæknir skal hafa eftirlit með heilbrigðisfræðslu í skólanum og veita heilsufræðikenn- ara umbeðnar leiðbeiningar. p. Skólalæknir skal flytja erindi um heilsuvernd fyrir kennara og for- eldra, þegar um semst með honum og skólastjóra. r. Skólalæknir skipu- leggur og stjórnar starfi skólahjúkr- unarkonu, þar sem hún er starf- andi.“ Þegar lesin er 31. gr. laganna um starfssvið skólahjúkrunarkvenna er annað uppi á teningunum, þar er aðeins einu sinni nefnd fræðsla: „31. gr. s. Skólahjúkrunarkona, sem gegnir fullu starfi við heima- vistarskóla, skal annast sjúkrahjúkr- un í skólanum, svo og kennslu í heilsufræði, ef skólastjóri æskir þess.“ Hins vegar segir svo í því ljósriti, sem Heilsuverndarstöð Reykjavík- ur gefur út, er ég vitnaði til áðan: „Frœðsla í heilsuvernd: Að jafnaði er átt við óformlega fræðslu, þó að æskilegt sé, að hjúkrunarfræðingur sinni kennslu í heilbrigðisfræðum. En skv. lögum ber fræðsluyfirvöld- um að sjá um kennslu þess námsefn- is, sem lögboðið er. (Hér er væntan- lega átt við grunnskólalögin). Meðal þess sem hjúkrunarfræðingur þarf að leggja áherslu á, er fræðsla um: Næringu, svefn, líkamsrœkt og úti- vist og gildi góðrar Iíkamsþjálfunar. - Kenna skal nemendum að þekkja eigin líkama. T. d. skal fara öðru hvoru í heimsókn í leikfimitímana. Hreinlæti, ávana- og fíkniefni, kyn- frœðsla, kynlíf og getnaðarvarnir o. fl. eftir því, sem við á. Einnig ættu hjúkrunarfræðingar að beita sér fyr- ir því, að öll börn fengju kennslu í hjálp í viðlögum fyrir lok grunn- skóla.“ Grunnskólalögin gera hins vegar ráð fyrir því, að fræðsluyfirvöld sjái um þessa fræðslu og flétti henni inn í námsefnið. Hér er því komið að þætti kennara. í því sambandi lang- ar mig til þess að vitna í könnun sem gerð var 1978, á vegum KHÍ um kynferðisfræðslu. Þar segir: „Engu að síður hlýtur það í fram- tíðinni að koma í hlut kennarans frekar en sérfræðings að annast kyn- ferðisfræðslu. Ég er þeirrar skoðun- ar að kynferðisfræðsla eigi að vera eðlilegur hluti af venjulegu náms- efni í skólum.“ Síðan segir:. „Ef þessi fræðsla á að vera í hönd- um aðila utan skólans (sbr. utanað- Tímarit Fhh

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.