Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 28

Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 28
unarstjórnar er mjög mikilvægt hvað þetta varðar. Hún leggur á ráðin um námskeiðahald og annað sem flokkast undir símenntun hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunar- stjórn er því oft í sjálfsvald sett hvaða þætti hjúkrunar hún vill leggja áherslu á, t. d. námskeið um fræðslu til sjúklinga, námskeið um hjúkrunarferlið o. s. frv. Námskeiðahald er sérstaklega tekið fyrir sem þáttur í símenntun, þar eð það hefur sýnt sig að þau gefa mjög góða raun. Þau eru betur sótt en einstakir fyrirlestrar og spanna meira efni, auk þess að gefa hjúkr- unarfræðingunum tækifæri til þess að ræða málin í sameiningu og kryfja þau til mergjar. I september síðastliðnum var haldið námskeið á Landakotsspítala um kennslufræði fyrir hjúkrunar- fræðinga, um 30 kennslustundir. Á námskeiðinu var lögð sérstök áhersla á fræðslu til sjúklinga. Nemendur áttu að flytja verkefni í lok námskeiðsins og var þeim frjálst að velja efnið sjálfir. Flestir völdu verkefni er lutu að fræðslu til sjúkl- inga, og lofuðu verkefnin góðu. Áhugi þar fyrir fræðslu til sjúklinga hefur aukist og umræða um þessi mál einnig í kjölfar námskeiðsins. Mikill áhugi er nú á deildum spítal- ans fyrir því að vinna markvisst að því að gera kennsluferli að hluta af hjúkrunarferlinu. Nýting hjálpartækja eins og bóka- safna, myndbanda og litskyggna er mjög mikilvægur þáttur til að auð- velda og byggja upp fræðslu til sjúkl- inga. Staðlaðar upplýsingar í formi bæklinga reynast einnig vel til fræðslu. Hjúkrunarfræðingar gætu t. d. í samráði við aðrar heilbrigðis- stéttir myndað samstarfshópa, sem ynnu að því að útbúa staðlaðar upp- Iýsingar um hina ýmsu sjúkdóma- flokka og meðferð við þeim. Einnig er nauðsynlegt að t. d. einn aðili frá hjúkrunarstjórn taki að sér að styðja við bak þeirra hjúkrunarfræðinga sem vinna að fræðslu til sjúklinga og að hjúkrunarstjórn umbuni þeim hjúkrunarfræðingum, sem leggja sig fram við gerð kennsluáætlana (nám- skeið, frí, laun o. s. frv.). Skráning og mikilvægi hennar Skráning kennsluáætlana er nauð- synleg og er aldrei lögð nægileg áhersla á skráningu. Rannsóknir hafa sýnt að ef .hlutirnir eru ekki skráðir, eru þeir ekki framkvæmdir. Skráning er mikilvægt samskipta- form og ómetanleg aðferð til að halda samfellu í sjúklingafræðslu. Nauðsynlegt er að skrá þann árang- ur er sjúklingur sýnir, í hjúkrunar- áætlun þegar fræðsla hefur farið fram. Auk námshæfileika sjúklings á að skrá hvernig hann bregst við kennslunni, t. d. ef sjúklingur dreg- ur í efa að hann geti haldið eitthvað sem hann skilur og veit að er mikil- vægt heilsu hans. Þessi viðbrögð þarf að skrá og taka mið af þeim við undirbúning nýrrar kennsluáætlun- ar. Skráning er þó aðeins einn hlekkur í tjáskiptaferlinu. Upplýs- ingar eiga einnig að koma fram á fundum (meðferðarfundum, rapp- orti) þar sem allir aðilar er standa að fræðslu til sjúklingsins eru saman- komnir. Skráningu kennslu og skráningu á námsárangri sjúklings má nýta sem tæki til að endurmeta kennsluáætl- unina. Þá má styrkja þá þætti sem komið hefur í ljós að eru veikir, breyta um kennsluaðferð og breyta eða bæta vissa efnisþætti. HEIMILDIR: 1. Corkdale L. and McGlashan R.: A practi- cal approach to patient teaching. The Journal of Continuing Education in Nurs- ing. Vol. 14, No. 1. Jan/Febr. 1983, bls. 9-15. 2. Winslon E.: The role of the nurse in pati- ent education. Focus: The cardiac patient. Nursing Clinics ofNorth America. Vol. II, No. 2. June 1976, bls. 213-22. 3. American Hospital Association: Imple- menting patient education in the hospital. Chicago, Illinois, 1979. American Ho- spital Association. 4. Redman B.: The process of patient teaching in nursing. St. Louis 1980, C. U. Mosby Company, bls. 1-22. 5. George G.: If patient teaching tries your patience, try this plan. Nursing 82, May, bls. 50-55. 6. Smith C.: Fræðsla til sjúklinga. Hjúkrun, tímarit Hjúkrunarfélags Islands, 4. tölubl. 1982, bls. 27-29. 26 Tímarit Fhh

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.