Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 15
FJOLSKYLDAN
ÞORF FYRIR HEILBRIGÐISFRÆÐSLU
Markmið frœðslu fyrir
fjölskylduna
Æskilegt er að fjölskyldan sem hóp-
ur:
1. Þekki grundvallarþarfir ein-
staklingsins og eðli þeirra á
hverju æviskeiði og noti árang-
ursríkar aðferðir við að uppfylla
þær.
2. Þekki grundvallareinkenni eðli-
legs vaxtar og þroska á mismun-
andi aldursskeiðum.
3. Þekki og búi sig undir eðlilegar
þroskabreytingar sem hún sem
heild eða einstaklingar innan
hennar ganga í gegnum.
4. Sé vakandi fyrir einkennum al-
gengustu sjúkdóma á hverjum
tíma.
5. Geti veitt ósjálfbjarga, sjúkum
eða fötluðum meðlimum sem
heima dveljast fullnægjandi um-
önnun.
6. Þekki orsakasamhengi lifnaðar-
hátta og heilbrigðis, m. t. t. vel-
Tímarit Fhh
líðunar og fyrirbyggingar sjúk-
dóma.
7. Viti hvaða heilbrigðisþjónusta er
í boði og hvernig á að afla henn-
ar.
8. Þrói, skilgreini og noti styrk-
leikaþætti fjölskyldulífs.
9. Þekki umhverfi sitt og þá þjón-
ustu, stuðning og tómstunda-
gaman sem í boði er á hverjum
tíma.
Lokaorð
Fræðsla sem tekur mið af fjöl-
skyldulífi er einn þátturinn í því að
efla samheldni og samábyrgð fjöl-
skyldunnar gagnvart heilbrigði.
Samstarf heilbrigðisstétta hvað
varðar heilbrigðisfræðslu er ákaf-
lega mikilvægt og ættu hjúkrunar-
fræðingar ekki síst að hafa frum-
kvæði í því efni.
Hér á undan hefur verið útskýrt
hvað felst í orðunum „fræðsla fyrir
fjölskylduna“, rökstudd þörfin fyrir
þannig fræðslu og lýst hugmyndum
sem auðvelda okkur að skoða tengsl
fjölskyldulífs og heilbrigðis.
HEIMILDIR:
Duvall, Evelyn, Marriage and family devel-
opment. J. B. Lippincott, N.Y. 1977.
Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga,
Ráðstefna um heilsuvernd fjölskyldunnar
haldin á Hótel Esju 22/9 1979.
Friedman, Marilynn, Family Nursing Theory
and Assessment. Appleton Century
Crofts, N.Y., 1981.
Guðrún Marteinsdóttir: „Kerfakenningin:
notagildi í hjúkrunarfræði“, Curator 1. tbl.
1983 og rit kennaradeildar HFÍ, „Kenn-
ingar tengdar hjúkrun", HFÍ 1983.
Kaplan & Cassel, (ed.), Family and Health:
An epidemiological approach, IRSS,
Chapel Hill 1975.
Kristinn Karlsson, Jafnréttiskönnun í
Reykjavík 1980—1981. Jafnréttisnefnd
Reykjavíkurborgar 1982. - Pratt, Lois,
Family Structure and Effective Health Be-
haviour, Houghton Mifflin Comp., Boston
1976.
Rhodes, Sonya, „A developmental approach
to the life cycle of the family". Social Case-
work May 1977, s. 301-311.
Sigurjón Björnsson, Börn í Reykjavík, Iðunn
1980.
13