Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 21

Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 21
vera miðað út frá heilbrigði, einnig út frá hegðun og lífsstíl ungafólksins og taka mið af mikilvægi þeirra við- horfa og gilda, sem ríkjandi eru á hverjum tíma. Það er ekki nóg að veita upplýs- ingar, nemendur verða að gera sér grein fyrir viðhorfum sínum, hverju þeir trúa og hvað þeir vita, áöur en þeir eru tilbúnir til þess að taka við nýjum og gagnlegum upplýsingum. Það er líka mikilvægt að æfa þá í að taka raunverulega ákvörðun — þ. e. a. s. þróa hæfileika þeirra til ákvarðanatöku. Að sjálfsögðu eru uppi umræður um möguleika einstaklingsins til þess að velja heilbrigt líferni. Ýmis- legt hefur þar áhrif, s. s. atvinnu- leysi, mismunun milli kynja og kyn- þátta og auglýsingar, s. s. auglýsing- ar um ákveðnar fæðutegundir, tóbak, áfengi o. fl. Allt sem gerir einstaklingnum erfitt fyrir. En þó hefur ungt fólk möguleika til þess að velja og hafna á sumum sviðum og það er ef til vill hlutverk þess, sem sér um heilbrigðisfræðsluna, að benda á, að tækifæri til þess að velja fyrirfinnast. Einn er ókostur við heilbrigðis- fræðslu. Hann er sá, að fræðslan felur oft í sér óvægna gagnrýni á lífs- munstur fjölskyldu barnsins. En þó má segja að komi slík gagnrýni til með að róta við tilfinningum barns- ins, mun barnið líklega hafna tiltek- inni fræðslu (þ. e. a. s. taka ekki mark á henni). I þessum tilfellum er æskilegt að taka fjölskyldu barnsins með og gera þeim grein fyrir í hverju fræðslan felst og hvert er mikilvægi hennar. Heilbrigðisfræðsla í skólum væri gagnlegri, ef tekið væri með bæði skólinn og umhverfið, en ekki litið á nemandann sem einangrað fyrir- bæri. Því er mikilvægt, að athuga þjóðfélagið í heild og finna þar helstu vandamálin og leggja síðan áherslu á þau atriði, sem leiða til þessara vandamála. Segjum svo að sýnt væri fram á að aðal félagslegu vandamál þjóðfé- lagsins væru verðbólga (sérstaklega á matvörum og heilsugæslu), at- vinnuleysi, fjarvistir frá vinnu og aukin glæpatíðni meðal unglinga. Síðan eru þessi vandamál borin saman við heilbrigðisvandamálin. Þá kemur í Ijós að orsök 80% fjar- vista frá vinnu eru hjarta- og æða- sjúkdómar og alkohólismi. Það er mjög mikilvægt að finna slík tengsl milli félagslegra vanda- mála og heilbrigðisvandamála, ef tengja á heilbrigðisfræðslu við þjóð- félagslegar þarfir. Þar sem aukning er á hjarta- og æðasjúkdómum ætti heilbrigðis- fræðslan að beina kröftum sínum að áhættuþáttum þessara sjúkdóma, s. s. offitu, reykingum, tilfinninga- álagi (stressi), en allt eru þetta vandamál sem finnast í skólunum. Líkurnar á jákvæðri útkomu úr heilbrigðisfræðslu minnka, ef þjóð- félagslegar þarfir eru ekki teknar með. Ef við lítum á einstök vandamál, t. d.: 1. Ákvörðun um að reykja. Þá má segja að þetta vandamál er mun stærra en svo, að það sé bara ákvörðun um að reykja eða reykja ekki. Hér koma inn líf- fræðilegir, þjóðfélagslegir og menningarlegir þættir. Hér þarf því að þroska skilning og ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu. 2. Eiturlyf Fræðsla um eiturlyf hefur þróast mikið síðustu árin. Nú er horfið frá hræðsluáróðrinum og gefnar betri upplýsingar um áhrif lyfj- anna. Fremur er hugsað um gildi, viðhorf og þarfir unga fólksins, en lyfið sjálft. Nýlega hefur þó verið sýnt fram á, að viðhorf ein- staklingsins gagnvart eiturlyfjum og eiturlyfjaneytendum hefur ekki áhrif á hegðun hans, ef hon- um er t. d. boðið lyfið í skemmti- legri veislu (party). Því ætti fræðslan að fela í sér umræður um slíkar aðstæður. Eins og hér kemur fram er mjög erfitt að veita heilbrigðisfræðslu svo að vel sé. Það er svo margt, sem taka þarf tillit til, s. s. þroski barnanna, viðhorf hópsins/bekkjarins. Fyrir- lestraform er t. d. óhentugt, nema að vissu marki, því börn og ungling- Tímarit Fhh 19

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.