Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 12
CEDE áætlunarinnar mun ég nú
segja frá því, hvernig hún hefur nýst
við heilbrigðisfræðslu fyrir full-
orðna hér á landi, þ. e. námskeið í
heilsuvernd og heilsurækt fyrir fé-
lagsmenn Verslunarmannafélags
Reykjavíkur.
Tildrög þessara námskeiða voru
þau að mér var falið að vinna að
heilsu- og vinnuvernd fyrir Versl-
unarmannafélag Reykjavíkur sum-
arið 1981. í anda PRECEDE áætl-
unarinnar var fyrsta skrefið að
athuga félagsleg og heilbrigðis-
vandamál verslunar- og skrifstofu-
fólks. Það fór þannig fram að með
hliðsjón af niðurstöðum erlendra
rannsókna á heilsufari verslunar- og
skrifstofufólks var gerð könnun á
heilsufari og aðbúnaði félagsmanna
V.R. Komu þá m. a. eftirfarandi
kvartanir í ljós:
1. Bakverkir
2. Vöðvabólga
3. Höfuðverkir
4. Fótaverkir
Þá var hafist handa við að skipu-
leggja fræðslunámskeið í þeim til-
gangi að fyrirbyggja slíka kvilla og
leiðrétta/lagfæra hjá þeim einstakl-
ingum sem þegar fundu fyrir þeim.
Við athugun á PRECEDE áætl-
uninni má sjá að þeir þættir sem
hugsanlega tengjast þessum vanda-
málum eru:
— streita í starfi
— streita á heimili/fjölskyldu
— rangar starfsstöður og líkamsbeit-
ing.
— ófullkominn aðbúnaður á vinnu-
stað.
— kyrrsetur/hreyfingarleysi.
— o. fl.
Ef við skoðum fjórða og fimmta
stig við kennslufræðigreiningu skv.
PRECEDE áætluninni kemurfram:
Forsendur: Þekking/kunnátta á
orsökum og afleiðingu vandamála/
kvilla.
Auðveldun: Hæfileiki, geta og
þekking til að fara eftir ráðlegging-
um og fræðslu.
Styrking: Viðhorf fjölskyldu,
vina, samstarfsfélaga, atvinnurek-
enda, heilbrigðisstétta og annarra til
vandamálanna og úrlausnar þeirra.
í umræddu námskeiði var ákveð-
ið að fræðslan skyldi taka mið af
öllum þremur þáttunum. Kennslu-
aðferðir voru ákveðnar í samráði
við einstaka leiðbeinendur. Aðferð-
ir sem notaðar hafa verið eru fyrir-
lestrar, æfingar og umræður.
Við skipulagningu og framkvæmd
námskeiðsins var ákveðið að há-
marksfjöldi þátttakenda yrði 20
manns vegna aðstöðu til kennslu.
Röö efnisþátta á námskeiðum
hefur verið:
1. Starfsstöður og líkamsbeiting.
2. Æfingar/leikfimi á vinnustað.
3. Streita — fyrirbygging og með-
ferð.
4. Næring og fæðuval.
Mat árangurs fór fram í lok nám-
skeiða og við endurskipulagningu
næstu námskeiða var reynt að koma
til móts við það sem þótti miður
fara.
Sem dæmi má nefna að tímasetn-
ing þótti óhentug og var henni því
breytt. Óskað var eftir skriflegum
lýsingum á æfingum þeim sem farið
var yfir og nú hefur verið gengið frá
því í sérstakri lausblaðamöppu og
bæklingi fyrir næstu námskeið.
Þá má geta þess í lokin að til
stendur að vera með upprifjunar-
námskeið yfir eina helgi. Þá væri
fróðlegt að kanna hvernig fólki hef-
ur tekist að fara eftir og notfæra sér
ráðleggingarnar og fræðsluna.
Hér hefur verið leitast við að út-
skýra PRECEDE áætlunina í stór-
um dráttum. PRECEDE áætlunin
er í aðalatriðum byggð upp á svip-
aðan hátt og hjúkrunarferlið. Það
ætti því að vera auðvelt í notkun
fyrir hjúkrunarfræðinga við skipu-
lagningu heilbrigðisfræðslu á ýms-
um vettvangi.
HEIMILDASKRÁ:
Gebhardt, M. E. Health education evalu-
ation an alternative research paradigm.
Evaluation and the Health Professions,
1980,3 (2), 205-210.
Green, L. W. National Policy in the Pro-
motion of Health. International Journal of
Health Education, 1979,22 (3).
Green. L. W.. Kreuter. M. W„ Deeds, S. G„
and Partridge, K. B. Health education
planning: A diagnostic approach. Balti-
more: Mayfield Publishing Co„ 1980.
Kolbe, L. .1.. Iverson, D. C„ Kreuter, M. W„
Hochbaum, G„ and Christensen, G. Pro-
positions for an Alternate and Comple-
mentary Health Education Paradigm.
Health Education, 1981,12 (3). 24—30.
Lög um heilbrigðisþjónustu. Stjórnartíðindi
A, nr. 59/1983.
Richards, N. D. Methods and effectiveness
of health education: The past, present and
the future of social scientific involvement.
SocialScienceand Medicine, 1975, 9,141-
156.
10
Tímarit Fhh