Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 8

Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 8
málgögnum þeirra er oft fjallað um heilsufarsvandamál og 4 hvern hátt megi koma í veg fyrir þau, í þremur stigum. Stigskipt- ingin er.einföldun sem þægilegt er að miða við í starfi. Fræðsla gegnir mikilvægu hlutverki í meðferð á öllum stigum fyrir- byggingar. 1. stigs fyrirbygging beinist að því að viðhalda heilbrigði og koma í veg fyrir sjúkdóma. Markvisst er unnið að þessu, t. d. á heilsugæslustöðvum, í skólum. á sumum vinnustöðum og í flestum fjölskyldum. 2. stigs fyrirbygging beinist að því að halda í skefjum sjúkdómi, sem þegar hefur gert vart við sig og/eða fylgikvillum hans. Slíkt starf er trúlega að mestu unnið á sjúkrahúsum og göngudeildum þeirra. 3. stigs fyrirbygging beinist að endurhæfingu og aðlögun þeirra, sem haldnir eru langvar- andi - eða ólæknandi sjúkdóm- um (eða hömlunum). í þessum anda starfa aðallega ýmsar end- urhæfingar- og langdvalarstofn- anir, sem og sjúkrahús og göngudeildir þeirra. Fræðsla er þó ekki einungis mikilvæg til fyrirbyggingar, heldur er hún einnig hvatning til sjálfsumönnunar og stuðlar að mótun heilbrigðisviðhorfa. Ef grannt er skoðað er hér reyndar um samofna þætti að ræða. Sjálfsumönnunarhugtakið er nokkuð þekkt innan hjúkrunar- fræðinnar, en það er skilgreint í hugmyndaheild D. Orem. Þær stofnanir sem byggja hjúkrun sína á þessari hugmyndaheild hafa sjálfsumönnun og sjálfs- ábyrgð skjólstæðinga, sem eitt af megin markmiðum sínum. Kjörin aðferð til að ná því er m. a. fræðsla. Raddir eru uppi um það, að með ofangreindu sé oft unnt að koma í veg fyrir innlagnir á sjúkrahús eða stytta dvölina þar. Það ætti að vera okkur gleðiefni, þó ekki sé nema frá fjárhagslegu sjónarmiði séð. Umræðan um mannréttindi er títt á vörum fólks, í mismun- andi samhengi þó. Segja má, að réttur skjólstæðinga heilbrigð- iskerfisins sé starfsmönnum þess hvað nærtækastur. í þeirri umfjöllun kemur t. d. fram, að allir eiga rétt á upplýsingum um eigið heilsufar, og fá þannig tækifæri til að velja sér lífshætti og taka ákvarðanir þar að lút- andi. Til að þetta megi verða þarf fræðsla að koma til sög- unnar. Jafnframt má segja að heilbrigðisstarfsmenn geti haft umtalsverð áhrif á viðhorf manna. Því samkvæmt heil- brigðisviðhorfamodelinu (Health Belief Model) hafa m. a. þekking og fræðsla áhrif á heilbrigðisviðhorf. Pað skal einnig tekið fram að ýmislegt bendir til þess að viðhorf ein- staklings til heilbrigðis ráði miklu um lifnaðarhætti hans og viðbrögð við sjúkdómum. iii) í þriðja og síðasta hluta þessarar greinar verður fjallað um fræðsluferlið. Til frekari útskýr- inga á því vísa ég til heimilda. Fræðsluferlið er í nokkrum lið- um sem tengjast innbyrðis, rétt eins og hjúkrunarferlið, enda getur fræðsluferlið verið hluti af því. Þegar fræðsluferli er unnið, hjálpar mjög að hafa hug- myndaheild að leiðarljósi, þannig að markmið og aðferðir fræðslunnar Iiggi beint við. Hugmyndaheildir hafa verið þróaðar á hinum ýmsu sviðum hjúkrunar, t. d. geðhjúkrunar og legudeildarhjúkrunar. Dæmi eru hugmyndaheildir Orem, Rogers, Peplau og Roy. Upplýsingasöfnun. Pá er fyrst að nefna söfnun þeirra upplýsinga, sem mikilvægar eru m. 1.1. námsáhuga skjólstæðings og vals á kennsluað- ferðum. Að öðru leyti vísast til hjúkrunarferlis. Eins og áöur var sagt nýtir hjúkrunarfræðin gjarnan þekkingu annarra fræðigreina, auk sinnar eigin. Mat á þroska skjól- stæðings, sem er afar þýðingarmik- 6 Tímarit Fhh

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.