Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 18

Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 18
eru námskeið sótt hlutfallslega oftar af konum í yngri aldurshópum, frumbyrjum og konum úr efri þjóð- félagsstéttum.(6) Námsefni það sem kennt er fjallar um undirbúning undir fæðingu, upplifun konunnar á meðgöngu, reynslu hennar af sængurlegu, ásamt vexti og þroska barna. Sum- staðar er allt efni kennt á með- göngutíma, en annarsstaðar bæði fyrir og eftir fæðingu. Þátttaka feðra á námskeiðum virðist æskileg frá sjónarhóli flestra leiðbeinenda. Á mörgum stöðum er feðrum bent á sérstaka tíma, sem þeir eru hvattir til að sækja. Aðstöðuleysi sem ríkir víða varðandi húsakynni, ásamt tak- mörkuðum fjölda leiðbeinenda leyfir varla að bjóða feðrum í alia tíma. Leiðbeinendur námskeiða Ieggja áherslu á mismunandi fræðsluefni og beita mismunandi kennsluað- ferðum. Mismunandi menntun, þekking og reynsla móta kennslu þeirra. Það eru ljósmæður, heilsu- gæsluhjúkrunarfræðingar, sjúkra- þjálfarar, læknar, félagsráðgjafar og e. t. v. fleiri, sem leggja sitt af mörk- um til foreldrafræðslu. Ekki er ólík- legt að einhver ágreiningur um hlut- verk kennarans kunni að koma upp, þegar margar stéttir eiga í hlut. Sumir telja ef til vill að ein ákveðin stétt gæti öðrum fremur annast alla þessa fræðslu. En hver mundi vera hæfastur til að annast foreldra- fræðslu? Tveir þekktir breskir kennarar í foreldrafræðslu, Willi- ams og Booth að nafni, svara þessari spurningu í bókinni „Antenatal Education“ á eftirfarandi hátt: „Hinn hæfi kennari í foreldra- fræðslu ætti að vera Ijósmóðir, heilsugæsluhjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfari og sálfræðingur í senn. Auk þess ætti hann að vera foreldri að minnsta kosti sex barna, sem öll hefðu fæðst á mismunandi hátt og á mismunandi stofnunum. Hann ætti að vera skilningsríkur á líf ungs fólks og hann má ekki skorta kímnigáfu. En raunverulegir kenn- arar eru þó mannlegar verur, sem oftast hafa góða menntun og von- andi einhverja eiginleika, sem verð- andi foreldrar kunna að meta. Þeir reyna eftir bestu getu að nýta sér þá menntun, sem þeir hafa og auka hana með lífsreynslu og símennt- un.(2) Eg tel að samstarf milli stétta í foreldrafræðslu gæti aukið fjöl- breytni efnis og kennsluaðferða og gert fræðsluna jafnvel áhugaverðari. Þetta hefur sannast á ýmsum stöð- um á Islandi þar sem samstarf ríkir. En aðstæður á hverjum stað ráða þó líklega mestu um hverjir annast námskeið handa verðandi foreldr- um. Uppfylla námskeið frœðslu- þarfir verðandi foreldra? Staðreyndin er sú að námskeið fyrir verðandi foreldra hafa verið haldin á íslandi sl. 30 ár og eru sífellt haldin á fleiri stöðum um land allt. Það sýn- ir best hina miklu þörf á slíkri fræðslu. Ætla mætti að fólk sem hef- ur nóg með tíma sinn að gera myndi ekki sækja neina fræðslu, K.. lfUMM«raU^HaHraV raBHBnUu:,., nema það teldi sig hafa gagn af henni. Erfitt er að meta fræðsluþarfir foreldra nákvæmlega og einnig er vandasamt að meta árangur for- eldrafræðslunnar í hcild. Þau nám- skeið sem nú standa til boða virðast betur uppfylla fræðsluþarfir frum- byrja en fjölbyrja, því hinar síðar- nefndu eru hlutfallslega færri í nám- skeiðum, þótt þær fæði hlutfallslega miklu fleiri börn samanlagt en frum- byrjur. Einnig koma námskeiðin betur til móts við þarfir verðandi mæðra en feðra af ástæðum sem áður hafa verið greindar. Þá mætti athuga betur hvort fræðsla sú sem stendur til boða henti konum úr lægri þjóðfélagsstéttum.í6) Hefur foreldrafrœðsla hagnýtt gildi? í könnun hjúkrunarfræðinema var reynt að meta hagnýtt gildi foreldra- fræðslunnar við fæðingu. Helstu niðurstöður voru þær, að konur sem sækja námskeið telja sig ráða yfir fleiri leiðum til að draga úr sársauka í fæðingu, þótt enginn mælanlegur munur á sársauka finnist hjá þeim. 16 Tímarit Fhh

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.