Tímarit FHH - 01.09.1990, Síða 6

Tímarit FHH - 01.09.1990, Síða 6
Kvennarannsóknir og hjúkrunarfræði Kristín Björnsdóttir I eftirfarandi grein verður fjallað um tengsl kvennarannsókna og hjúkrunarfrœði. Brugðið verður upp mynd afþeim þjóðfélagslegu hrœringum sem mótað hafa kvenna- hreyfinguna íþeirri mynd semflest okkar þekkja hana ásamt því hvernig þessi áhrifhafa birst í hjúkrun. Þá verður rcett um helstu stefnur í kvennarannsóknum á síðustu árum ogfjallað um hvernig þessi þróun hefur mótað rannsóknir hjúkrunarfræðinga á tveim- ur rannsóknarsviðum þ. e. rannsóknum á heilbrigði kvenna og rannsóknum á hjúkrun sem kvennastarfi. Loks verða settar fram hugleiðingar um áframhaldandi þróun hjúkrunar. Áður en ég hef umfjöllun mína um kvennarannsóknir og hvernig þær geta veitt okkur innsýn í hjúkrun langar mig til að lýsa stuttlega þeim umbrotum sem hafa átt sér stað annars vegar innan kvennahreyfmgarinnar og hinsvegar inn- an hjúkrunarfræði á undanförnum árum. Það skal tekið fram að bæði kvennahreyf- ingin og hjúkrun eiga sér langa sögu sem ekki verður rakin hér og báðar eiga það sameiginlegt að vera nátengdar lífi kvenna, hvor á sinn hátt. Kvennahreyfing sú sem starfar víða um heim varð fyrst verulega áberandi á sjöunda áratugnum. Þetta voru tímar Rauðsokka, kvenna í uppreisnarhug gegn ríkjandi smáborgara og karlrembu- samfélagi. Fram kom mikil og hörð ádeila á hlutverk og stöðu kvenna. Áhersla var lögð á veikleika þeirra, hvernig þeim hefði verið haldið niðri og kyrrsettar inni á heimilunum. Baráttan beindist gegn þeirri hugmyndafræði að konur væru hið ,,veikara“ kyn, háðar mönnum sínum um framfærslu og forsjá á öllum sviðum. Það sem þurfti að gera var að frelsa þær úr viðjum hefðbund- inna kvennastarfa til að sýna það og sanna að konur ,,gætu líka“ að konur væru „líka menn“. í bók sinni ÍNafni Jafnréttis lýsir Helga Sigurjónsdóttir þeim hugmyndafræði- legu umbrotum sem áttu sér stað innan Rauðsokkahreyftngarinnar hérlendis á þessum tíma og segir m.a.: „Við féllum hinsvegar í þá gryfju sem margar dætur gera, að afneita mæðrum sínum og þykja flest lágt hjá þeim en horfa frekar til feðranna og afreka þeirra“ (bls. 9). Framlag kvenna var að engu gert. Þessi máflutningur kvennahreyfmgarinnar hafði mjög neikvæð áhrif á flestar konur. Þær fylltust sjálfsfyrirlitningu og misstu allt sjálfstraust eða þær fóru í vöm og af- neituðu boðskap hreyfmgarinnar. Það er líka staðreynd að á þessum tíma áttu hefðbundin kvennastörf eins og t.d. hjúkrun ekki uppá pallborðið hjá mörg- um forsvarsmönnum kvennahreyfmgar- innar. Þannig var t.d. eitt af slagorðum bandarískra baráttukvenna: „Hvers vegna að verða hjúkka, þú getur allt eins orðið læknir?“ (Muff, 1982). Málflutn- ingur af þessu tagi varð til þess að hjúkr- unarfræðingar gerðust afhuga kvenna- Kristín Björnsdóttir lauk B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ 1981. Starfaði næstu tvö ár við hjúkrun á Vífilsstöðum og Borgarspítalanum og kenndi við Náms- braut í hjúkrunarfræði. Lauk M.Ed. prófi í hjúkrunarfræði frá Columbiaháskóla í Bandaríkjunum 1985. Starfar nú sem lekt- or við Námsbraut í hjúkrunarfræði og vinnur jafnframt að doktorsritgerð um hjúkrun sem kvennastarf. hreyfingunni um margra ára skeið (Vance, Talbott, McBride og Mason, 1986). Það er þó athyglivert að greina má sömu þróun innan hjúkrunar og kvennahreyfmgarinnar. Hjúkrunarfræð- ingar tóku að leggja ofuráherslu á að breytast, verða eitthvað annað en þeir voru, s.s. tilhneiging þeirra að útrýma þeim einkennum sem tengdu greinina kvenleika. Þetta kemur einna skýrast fram í umræðunni um þróun hjúkrunar sem fagstéttar. Þá á ég við fagstétt í hefð- bundnum skilningi, þar sem einkenni karlastéttanna eru höfð að viðmiði. Á sama tíma og kvennahreyfingin var að berjast fýrir því að konur væru líka menn barðist hjúkrun fyrir því að hljóta fulla viðurkenningu sem fagstétt. í þeirri baráttu bar hæst áhersla á rannsóknir og fræðistörf svo og aukin völd innan heil- brigðiskerfisins. Að mínu mati, ein- kenndist þessi ákafa barátta hjúkrunar- fræðinga á skorti á gagnrýnni athugun á því hversu vel þau markmið og aðferðir 4 Tímarit Fhh

x

Tímarit FHH

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.