Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 15
Streita í starfi
hjúkrunarfræðinga
á geðdeild
Jóna Siggeirsdóttir
Þórunn Pálsdóttir
Streitukönnun þessi var gerð meðal allra hjúkrunarfrœðinga starfandi á Geðdeild
Landsspítalans 1987. I könnuninni kemurfram að töluverð streita er í starfi hjúkrun-
arfrœðinganna. Sýnt erfram á hvernig streita tengist ýmsum þáttum í starfi hjúkrunar-
frœðinga, svo sem mönnun deildar, skorti á sérhœfðu starfsfólki, hœttulegum og
órólegum sjúklingum. Einnig er reiknuð út fylgni milli streitu og 20 annarra breyta.
Marktœk fylgni kom m.a. fram milli streitu og óánœgju í starfi, vinnustundafjölda á
viku og fjölda barna. Niðurstöðumar eru yfirleitt í samrœmi við erlendar niðurstöður.
Þegar gerð var athvarfsgreining (regression analysis) þar sem streitan var fylgibreyta
og 13 breytur sem höfðu mesta fylgni frumbreytur, skýrði líkanið 48% af dreifingu
streitubreytunnar (R2 = ,480).
alysis) þar sem meðal annars kom fram
að vinnuálag, ósamvinnuþýðir sjúkling-
ar, gagnrýni, vanræksla af hálfu sam-
starfsmanna, lítill stuðningur frá
yfirmönnum og erfiðleikar í samskiptum
við lækna tengdust streitu. Hversu mikil
streitan varð fór eftir persónugerð hjúkr-
unarfræðingsins og hræðslu hans við nei-
kvæða gagnrýni. Ennfremur sýndu þeir
fram á að sálrænar afleiðingar streitu
birtust meðal annars í þunglyndi, kvíða
og árásargimi.
Rannsóknir á streitu sýna að hún er
mjög kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið í
þeim skilningi að hún hefur margskonar
óæskileg áhrif á líf einstaklingsins (Coo-
per, 1978). Mikil streita getur valdið
tmflunum á sál og líkama, slæmri and-
legri heilsu, áfengissýki og lyfjamisnotk-
un (Cobb, 1976; Kornhauser, 1965).
Einnig hefur streita í för með sér beinan
kostnað fyrir stofnanir og atvinnulíf þar
sem hún leiðir oft til fjarvista og brott-
falls úr starfi (Gupta & Beehr, 1979,
Margolis, Kroes og Quinn, 1974 og Port-
er o.fl., 1974). Þá getur streita ýtt undir
slæm vinnubrögð og starfsþreytu (burn-
out) (Kovecses, 1980, Pines og Maslach,
1978).
Streita í starfi hjúkrunarfræðinga hef-
ur töluvert verið rannsökuð enda er oft
talað um að mikil streita fylgi starfi á
sjúkrahúsi. McGrath, N. Reid og J.
Boore (1989) gerðu könnun á streitu
meðal hjúkrunarfræðinga á Norð-
ur-írlandi. Könnunin var hluti af stærri
athugun sem náði til kennara og félags-
ráðgjafa auk hjúkmnarfræðinga. í rann-
Jóna Siggeirsdóttir lauk námi frá Náms-
braut í hjúkrunarfræði 1977. Hún hefur
starfað sem hjúkrunarfræðingur við
Kleppspítalann og Geðdeild Landspítal-
ans. Hún var hjúkrunarstjóri Göngudeild-
ar Kleppspítalans 1979 og deildarstjóri
Göngudeildar Geðdeildar Landspítalans
1980—1982. Jóna hefur verið stundakenn-
ari við Háskóla íslands 1979—1981 og
1984-1986. Settur lektor við HÍ 1987.
Starfar sem verkefnastjóri við Geðdeild
Landspítalans frá 1987.
sókninni var stuðst við tvö þekkt mæli-
tæki, General Health Questionnaire og
Maslach Bumout Inventory. Niðurstöð-
ur sýndu meðal annars að þættir tengdir
vinnu höfðu mun meiri áhrif á streitu en
persónulegir þættir og fjölskylduaðstæð-
ur. Langflestir hjúkmnarfræðinganna
töldu það valda mikilli streitu að hafa of
lítinn tíma til að vinna störf sín svo þeir
væm ánægðir. Umönnun sjúklinga og til-
finningalegar þarfir þeirra höfðu tiltölu-
lega lítil áhrif á streitu meðal hjúkmnar-
fræðinganna samanborið við kennara og
félagsráðgjafa. Rannsóknin sýndi að
hjúkrunarfræðingamir reyndu að forðast
streitu með því að sinna öðmm þáttum
en tilfinningalegum þörfum sjúklinganna.
Motowidlo o.fl. (1986) birtu niður-
stöður um rannsóknir á streitu og starfs-
ánægju meðal 300 hjúkrunarfræðinga
starfandi á sjúkrahúsum. Höfundamir
gerðu líkan með leiðagreiningu (path an-
Packard og Motowidlo (1987) rann-
sökuðu 366 hjúkmnarfræðinga starfandi
á sjúkrahúsum til að kanna samspil
streitu, starfsánægju og starfsfæmi. Þeir
ræddu við 165 yfirmenn og 139 sam-
Þórunn Pálsdóttir lauk prófi frá Hjúkrun-
arskóla Islands 1960 og geðhjúkrunar-
námi frá Statens Special Skole í Noregi
1966. Stundaði stjómunarnám við Royal
College of Nursing í London 1971—1972
og nám í Kennaraháskóla Islands frá
1977—1979. Hjúkrunarfræðingur við
Sjúkrahús Neskaupstaðar 1960—1961,
hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahús Akra-
ness 1961—1963. Deildarstjóri við geð-
deild Landspítalans 1964—1965, yfir-
hjúkrunarkona 1967—1969, hjúkrunarfor-
stjóri við Geðdeild Landspítalans frá 1.
janúar 1970. Hefur verið stundakennari í
geðhjúkrun við Háskóla Islands, Hjúkrun-
arskóla Islands og Nýja hjúkrunarskólann.
13
7. árg. 1. tbl. 1990