Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 25

Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 25
Sérskipulagt B.S. nám í hjúkrunarfræði fyrir hjúkrunarfræðinga við Háskóla íslands Sigríður Halldórsdóttir Fyrr á þessu ári var undirritaðri falið það spennandi verkefni að sérskipu- leggja B.S. nám fyrir hjúkrunarfræð- inga. Það hefur lengi staðið til innan námsbrautar í hjúkrunarfræði að bjóða upp á slíkt sérstaklega skipulagt stytt B.S. nám fyrir hjúkrunarfræðinga. Allt frá því að námsbrautin var stofnuð árið 1973 hafa hjúkrunarfræðingar án B.S. prófs stundað þar nám og lokið B.S. próft eftir mismunandi langt nám. Frá árinu 1985 hefur ekki verið krafist stúdents- prófs til inngöngu í námsbraut í hjúkrun- arfræði ef hjúkrunarfræðingar hafa átt í hlut. Matsnefnd hefur verið starfandi við námsbrautina um all langt skeið og er ætlað það hlutverk að meta nám og reynslu hjúkrunarfræðinga, útskrifaðra frá Hjúkrunarskóla Islands, til eininga inn í B.S. nám í hjúkrunarfræði. Þetta verkefni hefur verið vandasamt og ekki með öllu sársaukalaust. Astæðan er einkum fólgin í tvennu. Annars vegar er um að ræða mjög breiðan hóp hjúkrunarfræðinga með mjög mismunandi þekkingu og reynslu að baki. Hins vegar hefúr hjúkr- unarfræðinámið í Háskóla íslands tekið talsverðum breytingum á þeim 18 árum sem liðin eru frá því að námið hófst og matsreglur tekið mið af því. Námsbrautarstjórn hefúr þegar ákveð- ið, að hið stytta B.S. nám verði 60 ein- inga nám og feli í sér nokkuð valfrelsi fyrir nemendur. I 5. drögum að námskrá fyrir þetta nám er gert ráð fyrir að val- greinar verði 9 einingar og að hægt verði að taka þær að einhverju leyti innan ann- arra deilda Háskólans. I dag bjóða flest B.S. nám upp á valfrelsi og hefúr það ver- ið rætt innan stjórnar námsbrautarinnar að bæta verði úr þessu og í áætlunum námsnefndar um nýja námskrá er aukið valfrelsi eitt af forgangsatriðum. Varðandi innihald hins sérskipulagða náms mun verða lögð áhersla á þær náms- greinar sem voru ekki eða að takmörk- uðu leyti kenndar í Hjúkrunarskóla Is- lands s.s. heimspekileg forspjallsvísindi, fósturfræði, heilsufélagsfræði, lífeðlis- fræði, lífefnafræði, heilbrigðisfræðslu, stjórnunarfræði og rannsóknir í hjúkrun. Þær námsgreinar verða þá væntanlega sameiginlegar með öðrum nemendum Námsbrautarinnar. Öll hjúkrunamám- skeið verða hins vegar skipulögð sérstak- lega með áherslu á nýjungar í hjúkmn og þau ýmsu atriði er varða hjúkmn sem fræðigrein. Þau drög að námskrá sem ég hef þegar unnið að verða ekki kynnt hér. Þau eiga eftir að ganga í gegnum enn fleiri hreins- unarelda áður en þau verða að fullbúinni námsskrá. Ég hef þegar fundað með ýms- um aðiljum sem gagnlegt er að hafa samráð við í þessum efnum, bæði kenn- umm innan Námsbrautarinnar, þeim hjúkmnarfræðingum frá H.S.I. sem tek- ið hafa B.S. próf, hjúkmnarkennumm sem tóku það B.S. nám sem skipulagt var fyrir þá sérstaklega, menntanefnd H.F.Í. og ýmsa fleiri. Þá hef ég sent bréf til allra hjúkmnarfræðinga í Hjúkmnar- félagi Islands þar sem ég leita eftir athuga- semdum við þau drög að námskrá sem liggja fyrir í dag. Það er einlæg von mín, að takast megi að skipuleggja stytt B.S. nám fyrir hjúkr- unarfræðinga sem standi fyllilega undir nafni, sé krefjandi og skemmtilegt og væntanlegir nemendur geti verið stoltir af. Ég vil að hjúkmnarfræðingar fái þar með tækifæri til bæta þekkingu sína á hjúkmn og skyldum greinum og geti jafn- framt notið þess að vera í námi. Ég held að það sé fátt sem geti sameinað okkur hjúkrunarfræðinga meira en þetta. Sigríður Halldórsdóttir lauk B.S. prófi frá námsbraut í hjúkrunarfræði, H.í. árið 1978, uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla árið 1979 og M.S. gráðu í hjúkrun frá University of British Columbia 1988. Hún hefur starfað sem námsstjóri við Nýja hjúkrunarskólann og nú sem lektor við H.í. Nú hefúr henni verið falið að skipu- leggja B.S. nám í hjúkrunarfræði við HI fyrir hjúkrunarfræðinga úr HSI. Framhald frá bls. 12. verða. Allt torvelt var í upphafi auð- velt; allt stórt var í fyrstu smátt. Þess vegna getur vitur maður framkvæmt það mikilvægasta án stórvirkja“. Heimildir Ásta Möller, Helga Bjamadóttir, Margrét Bjömsdóttir (1989): Sjúklingaflokkun á Landspítala og Borgar- spítala. Tímarit félags háskólamenntaðra hjúkr- unarfræðinga 6 (1) 2—5. Ásta Thoroddsen (1987): Fagmennska. Curator 11 (1). Bergmann, Rebekka (1981): Accountability. Interna- tional Nursing Review. Febrúar. Bryndís Ólafsdóttir o.fl. (1986): Viðhorf almennings til hjúkrunar og hjúkrunarfræðinga. Rannsókn unnin sem lokaverkefni til B.Sc. prófs í hjúkrunar- fræði HÍ 1985. Dickinson, Sue (1982): The Nursing Process and The Professional Status of Nursing. Nursing Tim- es. Júní. Dóra Halldórsdóttir o. fl. (1982): Stunda hjúkrunar- fræðingar útskrifaðir úr HÍ símenntun? Rann- sókn unnin sem lokaverkefni til B.Sc. prófs í hjúkr- unarfræði HÍ 1982. íslensk orðabók (1984): 2. útgáfa, bls. 378. Bókaút- gáfa Menningarsjóðs. Lao-Tse (1971): Bókin um veginn. 2. útg. LXIII. kafli bls. 68. Útgefin af Stafafelli. Lög um heilbrigðisþjónustu (1978) nr. 57, grein 29.2. Marga Thome (1988): Forsendur fyrir þróun hugmynda- fræði í hjúkrun. Tímarit félags háskólamennt- aðra hjúkrunarfræðinga 5 (1) 2-5. Marga Thome (1988): Forsendur fyrir þróun þekking- ar. Tímarit félags háskólamenntaðra hjúkrunar- fræðinga 5 (1) 28—29. Margrét Gústafsdóttir (1985): Hjúkmnarfræði — stéttar- vitund. Hjúkrun. 3.-4. tbl. María Gunnlaugsdóttir (1981): Hjúkrun — hefðbundið kvennastarf. Curator 5(1). María Pétursdóttir (1969): Hjúkrunarsaga. Útgefin af höfundi, Reykjavflc. Sigríður Snæbjömsdóttir (1987): Hugleiðingar um völd hjúkrunarfræðinga fyrr og nú. Tímarit félags há- skólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 4(1) 16—20. Sören Sörensen (1984): Ensk-íslensk orðabók, bls. 184. Öm og Örlygur, Reykjavflc. Víga-Glúmssaga (1986). 23. kafli. Svart á hvítu, Reykjavflc. 23 7. árg. 1. tbl. 1990

x

Tímarit FHH

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.