Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 36

Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 36
til að ræða líðan hins og tilfinningar (Porit, 1989). Tjáskipti án orða skipta líka miklu máli. Oft hefur ninn deyjandi aðeins þörf fyrir að einhver sitji hjá hon- um, haldi í hönd hans eða snerti hann án þess að nokkuð sé sagt. Það er rétt að gera sér grein fyrir því að flestir sem eiga stutt eftir eiga ein- hvers konar von sem ekki má taka frá þeim. Það getur verið von um krafta- verk, von um að illkynja sjúkdómur gangi til baka um stundarsakir, von um að verða verkjalaus eða von um líf eftir dauðann. Þessi von er ef til vill eina hald- reipi dauðvona manns sem hjálpar hon- um að sætta sig við aðstæður sínar og hana ber að virða og viðhalda hvort sem þeim sem annast viðkomandi frnnst hún raunhæf eða ekki. (Owen, 1989, Scan- lon, 1989). Stuðningur við aðstandendur Hvað aðstandendur varðar kemur það að sjálfsögðu í hlut starfsfólks deildar- innar að sinna þeim. Oft hefur myndast sterkt og gott samband við aðstandendur vegna sjúkrahúsdvalar ástvinar þeirra. Aðstandendur eiga erfiða daga þegar ástvinur þeirra er að deyja og það þarf að gefa þeim góðan tíma. Mikil streita fylgir óhjákvæmilega þessum aðstæðum og er til viðbótar því álagi sem fyrir er í fjölskyldunni. Aðstandendum þarf að sýna umhyggju og nærgætni svo að þeir finni að líðan þeirra skiptir einnig máli. Þeir þurfa að fá útrás fyrir reiði sína, ótta og vonbrigði til þess að minnka þá spennu og kvíða sem fylgir dauðanum. Aðstandendur byrja oft að syrgja yfirvof- andi missi um leið og ljóst er að dauðinn verður ekki umflúinn. Þeir þurfa að fá tækifæri til að tjá sorg sína. Það hjálpar þeim að aðlagast missinum. Ýmsar spurningar vakna sem mikil- vægt er að fá svör við. Hefur allt verið gert til að honum sem þeim þykir vænt um líði sem best? Mun hann þjást? Verð- ur látið vita þegar dauðastundin nálgast? Hvemig deyr fólk? Eðlilegt er að að- standendur vilji fullvissa sig um að ástvinir þeirra fái bestu mögulega lækn- ismeðferð og hjúkrun. Það er sárt að horfa á þann sem manni þykir vænt um þjást og eykur mjög á þá streitu sem að- standendur verða fyrir þegar þeir fylgj- ast með hrakandi heilsu hans. Það er því áríðandi að hægt sé að fullvissa þá um að allt verði gert til að hinum deyjandi líði sem best og þjáist ekki af verkjum. Oft er gott fyrir aðstandendur að fá að taka þátt í umönnuninni. Það getur minnkað hjálparleysi þeirra, þannig að þeim fmnst þeir vera að gera eitthvað gagnlegt fyrir þann sem þeir eru að missa. Þar sem aðstandendur leggja mikla áherslu á að einkenni séu meðhöndluð og að ástvini þeirra líði vel þessa síðustu daga sína er augljóst að með því að nota þekkingu sína og hæfileika til að með- höndla þessi einkenni er hjúkrunarfólk ekki einungis að sinna þörfum þess deyj- andi heldur einnig þörfum aðstandenda hans. (Birna Flygenring, 1988). Það getur verið gott fyrir aðstandend- ur og hjúkrunarfólk að halda einhvers konar sambandi eftir andlát skjólstæð- ingsins. Símasamband að ákveðnum tíma liðnum getur verið mikils virði. Það get- ur verið erfitt að klippa skyndilega á allt samband, sérstaklega fyrir þá sem dval- ið hafa á deildinni svo vikum og mánuð- um skiptir. Spurningar vakna gjaman hjá aðstandendum eftir andlátið og því mikilvægt að bjóða þeim að heimsækja deildina eða hafa samband á annan hátt ef spurningar leita á hugann (Nail, 1989). Ætla mætti að fólk fái yfir sig nóg af deildinni og kæri sig ekkert um að stíga þar inn fyrir dyr eftir að ástvinur þess er horftnn af sjónarsviðinu. Reynsl- an sýnir þó hið gagnstæða, að aðstand- endur vilja halda einhverjum tengslum við starfsfólk deildarinnar og koma gjaman í heimsókn á deildina ef þeir eiga leið hjá. í nánd við dauðann Að vera í návist einhvers sem er deyj- andi þýðir að horfast beint í augu við dauðann. Dauðann sem fólk forðast venjulega að tala um því að hann er ógn- vekjandi og óþægilegur í hugum okkar. Þeir sem annast dauðvona fólk em alltaf minntir á eigin dauðleika. Ottinn við dauðann og eigin dauðleika getur verið svo mikill að viðkomandi sé ekki fær um að sinna hinum deyjandi með góðu móti. Samskiptin verða þvinguð, hinn deyj- andi skynjar hinn mikla ótta þess sem annast hann og forðast að tala um dauð- ann. Umönnunin missir því marks. Tal- ið er að til þess að geta annast deyjandi fólk svo vel fari þurfi viðkomandi að þekkja eigin tilfinningar til dauðans. Að- eins með því móti getur hann annast hinn deyjandi óþvingað og án ótta við að eitthvert óþægilegt umræðuefni komi upp svo sem yfirvofandi dauðdagi. Hvemig er þá að starfa inni á sjúkradeild þar sem að dauðinn er daglegt brauð? Hvernig er það að horfast nánast daglega í augu við dauðann? Það er vissulega erf- itt, en miserfitt eftir því hvernig aðstæð- ur em hverju sinni. Flestir em sammála um að það er erfiðara þegar um er að ræða fólk í blóma lífsins og dauði þess þykir ótímabær. Það sem okkur sem störfum inni á sjúkradeildum finnst hvað erfiðast, er þegar ljóst er að læknismeð- ferð þeirri sem beitt er hefur ekki tilætl- uð áhrif og því þarf að taka ákvörðun um hvað gera skuli. Að taka þátt í meðferð sem manni finnst engan veginn koma að gagni og jafnvel vera til óþæginda er mjög erfitt. Það er jafnvel erfiðara held- ur en að horfast í augu við þá staðreynd að viðkomandi er að deyja. Ákvörðun um að hætta læknandi meðferð og veita þess í stað líknandi meðferð er hins veg- ar ekki síður erfið. Þegar taka þarf slíka ákvörðun er auðvitað best að einstakling- urinn sjálfur, aðstandendur og hjúkmnar- fólk sé með í ráðum enda þótt það sé venjulega í höndum læknis að stýra með- ferðinni. Við stöndum frammi fyrir því sem hér hefur verið lýst nánast daglega og veldur það okkur oft mikilli streitu. Stundum em ekki allir á eitt sáttir um hvað sé best fyrir skjólstæðinginn og stundum er hann ekki fær um að tjá sig um hvers hann óskar sjálfur. Aðstand- endur treysta oft á það að læknar og hjúkmnarfólk viti hvað er ástvini þeirra fyrir bestu. Ákjósanlegustu aðstæður til að hlúa að deyjandi einstaklingi og að- standendum hans em þegar ljóst er að lengra verður ekki haldið hvað lækningu varðar, allir vita hvert stefnir, tjáskipti em opin og greið, starfsfólkið beinir kröftum sínum að því að hinum deyjandi líði sem best og að veita aðstandendum stuðning. Við þessi skilyrði veitist létt- ara að horfast í augu við dauðann og sætta sig við að hann er óumflýjanlegur; stundum tímabær en oft óvelkominn. Hann er engu að síður það eina sem er víst í þessu lífi. Spurningin er bara hvern- ig og hvenær hann ber að höndum. Heimildir Birna Flygenring (1988). Þarfir aöstandenda dauðvona sjúklinga. Curator, 12 (1) 44—46. Cassileth, B.R. (1983). Care of the terminally ill pati- ent and Family. Del. Med. Jrl., 55 (8): 481—486. Charles-Edwards, A. (1983). The Nursing Care of The Dying Patient.The Death Taboo 1—4, The General Philosophy of Caring for the Dying 13—31, Communication 38—56. Oxford: Univers- ity Press. Owen, D.C. (1989). Nurses Perspectives on the Mean- ing of Hope in Patients with Cancer: A Qualitative Study. Oncology Nursing Forum, 16 (4): 75—79. Nail, L.M., D. Greene, L.S. Jones & M. Flannery (1989). Nursing Care by Telephone: Describing Practice in an Ambulatory Oncology Center. Onco- logy Nursing Forum, 16 (4): 387—394. Porritt, L. (1984). Communication — Choices for Nurses. Assertiveness: How to say it straight wit- hout hurting others, 96—115. London: Churchill Livingstone. Scanlon, D. (1989). Creating a Vision of Hope: The challenge of palliative care. Oncology Nursing Forum, 16 (4): 491-496. 34 Tímarit Fhh

x

Tímarit FHH

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.