Tímarit FHH - 01.09.1990, Síða 34
Aðhlynning deyjandi fólks
á sjúkradeild
Erna Haraldsdóttir
Unnið upp úr erindi fluttu á ráðstefnunni / nánd við dauðann, sem haldin
var á Hótel Sögu 3. mars 1990 og í Háskóla íslands 28. apríl 1990.
Sveigjanleiki við umönnun deyjandi fólks er mikilvœgur inni á sjúkradeildinni. Á þann
hátt er hœgt að koma til móts við margvíslegar þarfir sem flestra. I þessari grein er
fjallað um þessi atriði, aðdraganda dauðans, samspil umönnunar í heimahúsum og á
sjúkradeild og mikilvœgi réttra tjáskipta við umönnun hins deyjandi og aðstandenda
hans.
Aðhlynning deyjandi einstaklings fel-
ur í sér að sinna líkamlegum, andlegum
og félagslegum þörfum hans sem geta
verið æði mismunandi. Sú umönnun get-
ur átt sér stað inni á sjúkrastofnun eða í
heimahúsi. Miklu máli skiptir að aðlaga
hana að þörfum hvers og eins, og gera
aðstæður og umhverfi eins persónulegt
og hægt er. Að annast deyjandi einstak-
ling felur í sér að honum er fylgt síðustu
daga lífs hans. Það er mikilvægt að hann
ráði sjálfur hvernig þessir dagar líða og
að óskir hans séu uppfylltar eins og kost-
ur er.
Afar mismunandi er hvernig aðstæður
hins deyjandi eru og hvort aðstandendur
eru í stakk búnir til að hugsa um hann
heima. Sumir eru öruggari um sig inni á
sjúkradeild þar sem alltaf er hjúkrunar-
fólk til staðar. Mörgum aðstandendum
veitist léttara að styðja hinn deyjandi þar
sem ábyrgðin er fyrst og fremst í hönd-
um hjúkrunarfólks og lækna. Sá mögu-
leiki þarf líka að vera fyrir hendi að
hægt sé að hjúkra fólki heima af starfs-
fólki þeirrar deildar sem annars er dval-
ið á. Þeir sem það kjósa geta þá verið
heima eins lengi og framast er unnt. Ein-
hver kunnugur er þá ávallt til liðsinnis
fjölskyldunni allri. Ef um er að ræða ein-
stakling sem haldinn er illkynja sjúk-
dómi hefur hann í flestum tilfellum legið
inni á sjúkradeild vegna meðferðar á
sjúkdómi sínum. Æskilegt er að umönn-
unin sé í höndum sama starfsfólksins frá
því sjúkdómurinn greinist og þar til yfir
líkur og ennfremur að sama fólk sinni að-
standendum eftir á. Oft er um að ræða
langan tíma þar sem fólk er ýmist heima
hjá sér eða inni á sjúkradeildinni. Starfs-
fólkið nær því oftast að mynda sterk og
góð tengsl við skjólstæðinga sína. Hinn
deyjandi er alltaf í kunnuglegu umhverfi
og með fólk sem hann treystir og þekkir
í kringum sig. Þetta er ekki síður mikil-
vægt fyrir aðstandendur.
Markmið með umönnun
Tilgangur eða markmið með umönnun-
inni er að stuðla að friðsælum dauðdaga
og hjálpa fólki að deyja með reisn. Það
er einungis hægt með því að mæta líkam-
legum, andlegum og félagslegum þörf-
um, þ.e. heildrænni umönnun.
Með líkamlegri umönnun er átt við að-
stoð við líkamlega umhirðu, hreyfmgu
og næringu eða að uppfylla trumþarfir.
Einnig að draga úr líkamlegum óþægind-
um svo sem verkjum, ógleði og líkam-
legri spennu. Góð samvinna lækna og
hjúkrunarfólks er forsenda þess að vel
takist til við að meta þarfir skjólstæðing-
anna og hvað hægt sé að gera til að efla
og viðhalda vellíðan þeirra. Fagleg þekk-
ing og sífelld upplýsingaöflun er mikil-
væg í þessu sambandi.
Andleg umönnun er ekki síður mikil-
væg en líkamleg, að viðkomandi finni ná-
lægð, hlýju og skilning, að hann geti
rætt við þá sem annast hann í trúnaði um
þau mál sem leita á hugann.
Til félagslegra þarfa telst þörfin fyrir
að tilheyra einhverjum, vera ekki einn
og að hafa sína nánustu í kringum sig.
Öllum er nauðsynlegt að fylgjast með
því sem er að gerast og vera virtur sem
einstaklingur með ákveðnar skoðanir og
langanir. Dauðvona manneskja inni á
sjúkradeild þarf ekki að vera ein og án
fjölskyldu sinnar, því fer fjarri. Með því
að hafa deildina opna fyrir aðstandend-
um, án takmarkaðs heimsóknartíma, geta
þeir dvaiið hjá ástvinum sínum eins lengi
og þeir vilja og geta. Ef sveigjanfeiki
deildarinnar er nægur, geta aðstandend-
ur dvalið þar sólarhringum saman og ver-
ið hinum deyjandi til ánægju og stuðnings
síðustu daga lífs hans. Starfsfólk deildar-
innar er einnig til staðar, bæði fyrir ein-
staklinginn sjálfan og aðstandendur hans.
Til þess að ná þessu markmiði er sam-
vinna milli allra þeirra starfshópa sem
starfa á deildinni mikilvæg. Félagsráð-
gjafar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar-
ar, læknar, næringarráðgjafar, prestar,
sjúkraliðar og sjúkraþjálfarar eru í hópi
þess fagfólks sem er til taks með mis-
munandi menntun og þekkingu sem bein-
ist öll að sama marki, að viðhalda og
efla vellíðan skjólstæðinga sinna.
Persónuleg umönnun
Með einstaklingshæfðri og persónu-
legri aðhlynningu beinist umönnun alltaf
að einstaklingnum og fjölskyldu hans.
Best er að sömu starfsmenn, einn ákveð-
inn hjúkrunarfræðingur, læknir og
sjúkraliði, sjái um og beri ábyrgð á þeirri
meðferð sem viðkomandi fær (Charles-
Edwards, 1983).
Það er mikilvægt að gefa sér tíma til
að kynnast skjólstæðingnum og tjöl-
skyldu hans og mynda tengsl við þau.
Það gerir umönnunina fullkomnari og
um leið áhrifaríkari.
Allir hafa sinn persónuleika að bera,
eiga sitt félagslega umhverfi og eru með
sína lífsreynslu. Persónuleg hjúkrun er
homsteinninn að góðri umönnun. Með
henni er unnt að stuðla að því að allir
sem bíða dauða síns fái haldið sínum per-
sónueinkennum.
Sveigjanleiki á sjúkradeild
A sjúkrahúsum, eins og á öðrum stofn-
unum, ríkir tilhneiging til að viðhalda
hefðum og meðhöndla alla venjubundið.
Stífar reglur geta út af fyrir sig verið
Erna Haraldsdóttir lauk B.Sc. prófi í
hjúkrunarfræði frá HÍ 1987. Starfaði á
Krabbameinslækningadeild kvenna á
Landspítala 1987—1988. Aðstoðardeild-
arstjóri á Krabbameinslækningadeild
11E, Lsp. frá 1988.
32
Tímarit Fhh