Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 20
Vits er þörf þeim sem
víðar ratar
Sigþrúður Ingimundardóttir, formaður Hjúkrunarfélags íslands
Formaður Hjúkrunarfélags íslands, Sigþrúður Ingimundardóttir, tók góðfúslega
beiðni ritnefhdar Tímarits Fhh um að skrifa pistil um hugmyndir sínar um fram-
haldsmenntun fyrir hjúkrunarfrœðinga í HI. Einnig rekur hún í stuttu máli þróun
hjúkrunarmenntunar á Islandi og stefnu félags síns gegnum árin.
Þegar litið er til baka í menntunar-
sögu íslenzkra hjúkrunarfræðinga kem-
ur í ljós að stöðug þróun hefúr átt sér
stað. A hverjum tíma hafa forystukon-
ur stéttarinnar barist fyrir framförum,
og talið rétt að veita nemendum þá
bestu hjúkrunarmenntun sem völ er á,
á hverju sinni. Eitt meginmarkmið Fé-
lags íslenzkra hjúkrunarkvenna, þegar
það var stofnað árið 1919, var að hjálpa
ungum stúlkum til hjúkrunamáms.
Enginn almennur, deildarskiptur spít-
ali var til í landinu þar sem nemendur
gátu fengið verklega þjálfun í hand- og
lyflækningahjúkrun. Sá veruleiki leit
ekki dagsins ljós fyrr en með tilkomu
Landspítalans árið 1930. Víða voru
smásjúkrahús og á sumum þeirra unnu
hjúkrunarkonur sem höfðu sótt þriggja
mánaða námskeið hjá yfirlækni. í
Reykjavík voru Laugamesspítalinn,
Kleppur og Vífilsstaðir aðal heilbrigð-
isstofnanimar. Þær hjúkrunarkonur
sem höfðu að baki þriggja ára hjúkmn-
armenntun, aðallega frá Danmörku,
töldust fulllærðar hjúkmnarkonur. Það
var því úr vöndu að ráða hjá þeim 8
stórhuga hjúkrunarkonum er stofnuðu
Félag íslezkra hjúkmnarkvenna. Leið-
in sem þær völdu var sú að mennta hér-
aðshjúkmnarkonur, landið hefði
bolmagn til þess. Nemamir skyldu
vera 1 ár á Vífilsstöðum, 6 mánuði á
Laugamesspítalanum, 2 mánuði á
Kleppspítalanum, 2 mánuði á Farsótt-
arhúsinu og 2 mánuði í bæjarhjúkmn á
vegum hjúkmnarfélagsins Líknar sem
var stofnað 1915. Hefðu héraðshjúkr-
unarkonumar í hyggju að gerast fúll-
gildar hjúkmnarkonur yrðu þær að
fara til Danmerkur til frekari náms.
Formaður félagsins samdi árið 1922
við framkvæmdastjóra Ríkisspítalans í
Kaupmannahöfn um að taka á móti
nemum frá íslandi. Námstíminn ytra
var 18 mánuðir; 8 mánuðir á lyflækn-
ingadeild og 8 mánuðir á handlækn-
ingadeild auk tveggja mánuða á
fæðingarstofnun. Ekki var þó sagan öll
því samið var við Eimskipafélagið um
2 ókeypis fargjöld á ári fyrir verðandi
hjúkmnarkonur.
Félag íslenzkra hjúkmnarkvenna sá
því alfarið um menntun hjúkmnar-
kvenna þar til Hjúkmnarskóli Islands
var stofnaður árið 1931. Jafnframt því
lagði félagið metnað sinn í það að út-
vega hjúkmnarkonur með hjúkmnar-
menntun á hin ýmsu sjúkrahús, bæði í
Reykjavík og úti á landi. Til gamans
má geta, að árið 1926 fékk félagið í
fyrsta sinn styrk frá Alþingi, kr.
800,00, til að standa straum að ein-
hverju leyti af menntunammsvifum
sínum, sem vom meira og minna unn-
in sem sjálfboðavinna hugsjónakvenna.
Allir bundu miklar vonir við hinn fyr-
irhugaða Landspítala og hjúkmnarfé-
lagið vann markvisst að þeim draumi
sínum að hjúkranamám á íslandi yrði
að vemleika. Nefnd á vegum félagsins
vann upp námsskrá og gerði áætlun um
fjölda hjúkmnarkvenna á spítalanum.
Félagsfundur samþykkti tillögumar í
maí 1928. I júní sama ár vom þær
kynntar og ræddar á norrænum fundi
hjúkrunarkvenna í Bergen í Noregi og
samþykktar eftir ýmsar breytingar.
Norræna samvinnan lagði gjörva hönd
á plóg með allt sem laut að því að fylgja
hinu fyrirhugaða námi sem best úi
garði.
Mikil áhersla var strax lögð á að
námið tæki þrjú ár og uppfyllti ákveðin
alþjóðleg skilyrði. Þegar námsskráin
er skoðuð og borin saman við náms-
skrár seinni tíma er fróðlegt að sjá að
gmnnurinn er sá sami; hann hefur ein-
ungis verið aukinn og bættur gegnum
árin. Sumt hefúr alveg lagst af s.s. mat-
reiðsla fyrir sjúklinga, en í þá grein
var í fyrstu námsskránni gert ráð fyrir
36 kennslustundum. Eftir að Hjúkmn-
arskóli Islands var stofnaður átti Félag
íslenzkra hjúkmnarkvenna fulltrúa í
skólanefnd. Hélst sú skipan þau 55 ár
sem skólinn starfaði.
Með tilkomu Nýja hjúkmnarskólans
eygðu hjúkmnarfræðingar möguleika
á sérfræðinámi hér heima. Áður var
röntgenhjúkmn og skurðhjúkrun
kennd á Landspítalanum, allt annað
nám varð að sækja á erlenda grand.
Eins og margir vita átti verksvið Nýja
hjúkranarskólans að einskorðast við
það að mennta hjúkrunarfræðinga. En
framsýni og dugnaður skólanefndar og
stjómenda skólans leiddi til þess að
samþykkt ráðuneytisins fékkst fyrir
því að beina starfseminni inn á braut
sérfræðinnar. í þeim skóla sat einn full-
trúi félagsins og síðustu sex árin var
formaður Hjúkmnarfélags íslands for-
maður skólanefndar.
Oft gekk erfiðlega að fá menntaða
hjúkmnarkennara til starfa við Hjúkr-
unarskóla Islands. Kom þar margt til,
meðal annars að sækja þurfti slíkt nám
erlendis, lánafyrirgreiðslur vom eng-
ar, og tíðarandinn var sá að giftar kon-
ur tóku sig ógjarnan upp með mann og
börn til að fara í nám erlendis.
Sem betur fer hefur mikið vatn mnn-
ið til sjávar í málefnum kvenna. Fyrir
forgöngu skólanefndar Hjúkmnarskóla
Islands og á vegum Menntamálaráðu-
neytisins komu hér tveir fulltrúar frá
Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni
(WHO), Maria P. Tito de Moraes árið
1970 og dr. Vera Maillart árið 1972. í
millitíðinni, árið 1970, hafði Mennta-
málaráðuneyti skipað nefnd ,,til þess
að kanna möguleika á ffamhaldsmennt-
un hjúkmnarkvenna á háskólastigi“. í
þeirri nefnd átti þáverandi formaður,
María Pétursdóttir sæti en Þorbjörg
Jónsdóttir skólastjóri Hjúkmnarskóla
íslands var formaður nefndarinnar.
Fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér
málið nánar birtust niðurstöður nefnd-
arinnar í fyrsta tölublaði Tímarits
Hjúkmnarfélags íslands árið 1972.
Stjórn félagsins sendi síðan í febrúar
1974 nefnd þeirri sem endurskoðaði
gildandi löggjöf um hjúkmnamám bréf
þar sem ítrekað er ,,að stefna skuli að
því að allt hjúkmnamám verði komið á
háskólastig svo fljótt sem auðið er eða
ekki seinna en við lok þess áratugs“.
Fulltrúafundur félagsins samþykkti ár-
18
_ Tímarít Fhh