Tímarit FHH - 01.09.1990, Síða 9
vistfræðilegu röskun sem við stöndum
nú frammi fyrir. En hann heldur áfram:
„Vísindin eiga ekki sökina heldur of-
læti mannsins á öld vísindanna. Mað-
urinn er einfaldlega ekki guð og fyrir
það hefnist grimmilega ef menn
hyggjast taka sér hlutverk hans. Mað-
urinn rauf algildan sjóndeildarhring
gagnkvæms þegnskapar í þeirri ver-
öld þar sem hann átti heima. Hann
hafnaði sinni eigin óhlutbundnu
reynslu, og persónulega vitund sína
og samvisku hrakti hann í baðher-
bergi húss síns, rétt eins og þetta væri
eitthvað eindæma persónulegt sem
engum kæmi við. Maðurinn hefúr los-
að sig við ábyrgð með þeim rökum að
þar fari „blekking hins huglæga“, en
í staðinn hefur hann komið sér upp
nýrri tálsýn — eins og nú er komið í
ljós — hættulegri en nokkur hinna
gömlu: Það er ímyndin um hlutlægni
sem sé laus við mannleg einkenni og
byggð á skynsamlegum skilningi á al-
heimi, óhlutstætt líkan af meintri
sögulegri nauðsyn, en hámarkið er þó
draumsýn um „almannafarsæld“
sem hægt er að reikna á vísindalegan
hátt og ná með tæknilegum aðferðum
einum saman“ (bls. 8).
Sú gagnrýni sem lesa má úr orðum
Havels varðandi oftrú okkar á mátt hlut-
lausrar, óhlutbundinnar vísindalegrar
þekkingar kemur einnig mjög sterkt
fram í skrifum fræðimanna innan kvenna-
rannsókna (Bleier, 1986, Fee, 1986,
Harding, 1986, Keller, 1985, Lather,
1988). Þannig er því t.d. haldið fram að
ólíkt þeim markmiðum vísindanna sem
við þekkjum best, þ.e. að þróa þekkingu
um orsakasamhengi, sé markmið þekk-
ingarþróunar sem lýtur að hinum félags-
lega veruleika, að stuðla að skilningi,
veita innsýn í flókinn heim, sýna fram á
tengsl fyrirbæra og finna mynstur og
samspil (Bleier, 1984, Harding, 1986,
Moccia, 1988, Watson, 1985).
Það sem hefur einkennt kvennarann-
sóknir, umfram mörg önnur rannsóknar-
svið þar sem fram hafa komið ný viðhorf
til þekkingarþróunar, er hinn sterki
pólitíski þáttur. Þeir sem stunda kvenna-
rannsóknir eiga það sameiginlegt að
leggja megináherslu á þá staðreynd að
konur hafa verið undirokaður hópur sem
hefur ekki átt sömu möguleika á að hafa
áhrif á mannlífið og aðrir. það er yfirlýst
stefna þessara rannsakenda að vinna
leynt og ljóst að breytingum á því ástandi.
Því hafa kvennarannsóknir oft einkennst
af sterkum tengslum milli kenninga og
framkvæmda. Unnið hefúr verið að þekk-
ingarþróun í samvinnu við þátttakendur í
rannsókninni og oft hafa niðurstöðumar
verið ræddar og jafnvel unnið með þær í
samstarfshópum rannsakenda og þátttak-
enda. Þannig verður markmið slíkra
rannsókna ekki einungis að skilja þann
heim sem rannsakendur búa í heldur líka
að yfirvinna undirokun eða koma á sam-
vinnu þar sem allir fá notið sín á jafnrétt-
isgrundvelli.
Við þurfum ekki að leita út fyrir land-
steinana til að finna dæmi um rannsóknir
í þessum anda. Guðrún Jónsdóttir,
kennslustjóri í félagsráðgjöf hefúr unnið
að rannsóknum á kynferðislegu ofbeldi
er konur hafa orðið fyrir í æsku allt frá ár-
inu 1987. í fyrstu tók hún viðtöl við kon-
ur sem leituðu til stuðningshóps um
sifjaspell sem stofnaður var m.a. að
frumkvæði Guðrúnar. Sem meðlimur
hópsins hefur hún síðan getað lagt sitt af
mörkum til að aðstoða konur við að vinna
úr mjög sárri reynslu sem þær hafa orðið
fyrir. Guðrún vinnur nú að því að skrifa
doktorsritgerð byggða á þessu samstarfi.
Með birtingu þeirrar ritgerðar getur hún
lagt sitt af mörkum til að auka skilning
fagfólks á þessu flókna og vandmeðfarna
viðfangsefni.
Því er haldið fram að þekking sé alltaf
afstæð, sögulega háð tíma, umhverfi og
aðstæðum. Það er mín skoðun að ekki sé
til nein ein aðferð sem einkennir kvenna-
rannsóknir. í slíkum rannsóknum getur
verið viðeigandi að nota allar aðferðir.
Það er hinsvegar sjónarhornið sem mót-
ar alla rannsóknina frá skilgreiningu við-
fangsefnisins til túlkunar á niðurstöðum,
sem meginmáli skiptir. Acker, Barry og
Esseveld (1983) hafa sett fram þrjú meg-
ineinkenni kvennarannsókna sem ég felli
mig vel við:
1. Þær leggja sitt af mörkum til kven-
frelsis með því að þróa þekkingu sem
nýtist konum sjálfum.
2. Þær beita aðferðum sem eru ekki kúg-
andi þ.e. þær gefa þátttakendum tæki-
færi til að móta rannsóknarferlið.
3. Þær viðhalda gagnrýnu hugarfari í
garð viðurkenndrar þekkingar og
hefða og stunda stöðugt mat á eigin
þekkingarþróun.
Þessi þróun innan kvennarannsókna er
hluti af miklu stærri stefnubreytingu sem
átt hefur sér stað í hinum ýmsu fræði-
greinum á síðustu árum. Það sem ein-
kennir þetta tímabil er endurskoðun á
öllu því sem við höfum fram til þessa tal-
ið algilt, staðreynd eða þekkingu. Allt
sem okkur er heilagt og við talið okkur
geta treyst, hefur verið tekið til gagngerr-
ar endurskoðunar. Nú er talað um pólitík-
ina í túlkun vísindamanna á niðurstöðum
sínum. Bent hefur verið á hvernig
hagsmunir hafa smogið inn í þekkingar-
þróun, hvernig vísindaleg þekking hefur
verið notuð til að viðhalda misrétti og
ójafnræði, þá sérstaklega hvernig hlut-
leysishugtakið hefur verið notað og hve
innihaldslaust það er í raun og veru. (Lat-
her, 1988, 1989).
Kvennarannsóknir í hjúkrun
Almennt má segja um kvennarannsókn-
ir að markmið þeirra sé að þróa þekk-
ingu um konur, fyrir konur á þeirra
forsendum og út frá þeirra sjónarhomi.
Sú þekking sem þróuð er í rannsóknum í
hjúkrunarfræði er hinsvegar höfð að leið-
arljósi við að stuðla að heilbrigði og vel-
líðan samborgaranna. Eins og við vitum
er áherslan í hjúkmnarrannsóknum í dag
á klínískar rannsóknir þ.e. rannsóknir
sem miða fyrst og fremst að því að þróa
þekkingu um þau viðfangsefni sem beint
tengjast framlagi hjúkrunar til skjólstæð-
inga eða „þess sem á sér stað við rúm-
stokkinn“. Ég tel það rétta þróun að
leggja áherslu á innihald. Það er alveg
ljóst að slík þekking er afskaplega mikil-
væg til að styrkja stöðu hjúkrunar innan
heilbrigðiskerfisins. I nútímaþjóðfélagi
er þekking vald, hvernig sem það vald er
síðan notað. Ég ætla hinsvegar að leyfa
mér að fjalla einnig um um umgjörðina,
umhverfisáhrif sem móta hjúkrun sérstak-
lega í ljósi þess að hjúkrun er kvenna-
starf.
Ég vil taka það fram að í þessari um-
fjöllun um tengsl kvennarannsókna og
hjúkmnarfræði takmarka ég mig við tvö
svið innan kvennafræða, annars vegar
rannsóknir á framlagi kvenna til velferð-
ar mannkyns og hinsvegar rannsóknir á
heilbrigði kvenna. Ég hyggst ekki fjalla
um mikilvæga þætti svo sem kvennarann-
sóknir innan siðfræði, kennslufræði og
stjómunar svo eitthvað sé nefnt. Þó vil
ég taka fram að öll þessi svið geta veitt
okkur mikilvæga innsýn í störf hjúkrun-
arfræðinga og líf skjólstæðinga okkar.
Rannsóknasviö
Heilbrigðisþjónustan og
framlag hjúkrunar til hennar
Þeim sem þekkja sögu hjúkmnar er
ljóst að hjúkxun er kvennastarf. Þar með er
ég ekki segja að konur séu að eðlisfari
hæfari til að sinna hjúkmn heldur benda
á þá staðreynd að hún hefúr verið ábyrgð-
arsvið kvenna. í kynskiptum heimi, þar
sem karlar hafa mun meiri völd en konur
7
7. árg. 1. tbl. 1990