Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 22

Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 22
Um menntunarmál háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga Ásta Möller, formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga A þeim þrettán árum sem liðin eru frá því að Háskóli íslands hóf að brautskrá hjúkr- unarfrœðinga með B. S. prófí hjúkrunarfrœði hafa um 440 einstaklingar lokið því námi. Háskólamenntaðir hjúkrunarfrœðingar eru u.þ.b. 20% af hjúkrunarstéttinni á íslandi. A þessum þrettán árum hefur engin skipulögð framhalds- eða endurmenntun í hjúkrun staðið þeim til boða hérlendis fyrir utan skemmri námskeið á vegum Endurmenntun- arnefndar Háskóla Islands. Þrátt fyrir það hafa háskólamenntaðir hjúkrunarfrœðingar verið býsna glúrnir við að nýta sér þau tœkifœri sem þó gefast hérlendis til viðbótar- menntunar. Hafa t.d. fjölmargir lokið 30 eininga námi í kennslu- og uppeldisfrœði við H. I., en einnig hafa um 20 félagsmenn Fhh lokið eða eru í námi í Ijósmóðurfrœði. Að öðru leyti hafa háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar þurft að leita ti! ann- arra landa til að afla sér sérfræðimennt- unar í hjúkrun. A vormánuðum 1990, gerði Fhh könnun á menntun félags- manna sinna í tengslum við íyrirhugaðar breytingar á launakerfi háskólamennt- aðra starfsmanna ríkisins. Samkvæmt upplýsingum sem koma m.a. þar fram hafa nú þegar um 30 hjúkrunarfræðingar innan vébanda Fhh mastergráðu á hinum ýmsu sviðum hjúkrunar s.s. barnahjúkr- un, fjölskylduhjúkrun, fæðingahjúkrun, geðhjúkrun, hand- og lyflæknishjúkrun, heilsugæslu, kennslufræði og heilbrigðis- fræðslu, krabbameinshjúkrun, klíniskri hjúkrun, stjómun og öldrunarhjúkrun, en einnig í skyldum greinum eins og t.d. kynfræði. Þá em nú 4 hjúkrunarfræðing- ar í doktorsnámi í hjúkrun og 1 háskóla- menntaður hjúkrunarfræðingur hefur lokið doktorsnámi í næringarfræði. Um 10—12 hjúkrunarfræðingar eru nú í mastersnámi í hjúkrun. Flestir sækja framhaldsmenntun sína til Bandaríkj- anna, en þó hafa nokkrir háskólamennt- aðir hjúkrunarfræðingar sótt fram- haldsnám í rannsóknum, stjómun og heilbrigðisfræðum til Svíþjóðar þar á meðal við Nordiska Halsovardhögskolan í Gautaborg. Einnig em dæmi um að há- skólamenntaðir hjúkrunarfræðingar ljúki mastersgráðu í hjúkmn í Bretlandi og Hollandi. Á sama tíma, eða frá árinu 1975, bauð Nýi Hjúkmnarskólinn upp á eftirtaldar 9 tegundir framhaldsnáms fyr- ir hjúkmnarfræðinga úr Hjúkmnarskóla íslands (HSÍ). Bamahjúkmn 1 sinni Geðhjúkmn 4 sinnum Gjörgæsluhjúkmn 4 sinnum Hand- og lyflækningahjúkmn 5 sinnum Heilsugæsluhj./Félagshjúkmn 4 sinnum Hjúkrunarstjórnun 2 sinnum Skurðhjúkmn 7 sinnum Svæfingahjúkmn 7 sinnum Öldmnarhjúkmn 1 sinni Alls bauð því Nýi hjúkmnarskólinn (NHS) 35 sinnum upp á framhaldsmennt- un í hinum ýmsu sérgreinum hjúkmnar er leiddi til sérfræðileyfis fyrir viðkom- andi hjúkmnarfræðing og útgefið var af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu. Framhaldsmenntunin var í öllum til- fellum á framhaldsskólastigi, utan náms í skurðhjúkrun sem lauk nú í vor og svæf- ingahjúkrun sem lýkur í haust, en hvort tveggja var skipulagt á háskólastigi. Hafa 4 félagsmenn Fhh sótt þetta nám og tóku þeir eingöngu sérfræðihluta þess, alls 60—80 kennslustundir, svo og verklegan hluta. Þá ber að nefna að Hjúkmnarskóli Islands fékk sérstakt leyft frá mennta- málaráðuneytinu til þess að skipuleggja 30 eininga viðbótarnám í stjómun á há- skólastigi fyrir hjúkmnarfræðinga úr HSÍ, en því lauk á árinu 1986. Nú hefur hins vegar orðið breyting til batnaðar, þar sem ákvörðun heíúr verið tekin um að flytja alla framhalds- og end- urmenntun fyrir hjúkmnarfræðinga í Há- skóla Islands. Starfsemi Nýja hjúkrunar- skólans var lögð niður um síðustu ára- mót og hafa tvær stöður frá NHS þegar verið fluttar til námsbrautar í hjúkmnar- fræði, þar af ein staða lektors, sem á að skipuleggja framhalds- og endurmennt- un fýrir hjúkmnarfræðinga og hálf staða lektors, sem á að sjá um skipulagningu á BS-námi fyrir hjúkmnarfræðinga. Þessi breyting á skipan framhalds- menntunar fyrir hjúkmnarfræðinga er í eðlilegu framhaldi af því að grunnnám í hjúkmnarfræði er nú eingöngu á háskóla- stigi og hefur verið síðan 1986, þegar Hjúkmnarskóli íslands var lagður niður. Þá er einnig eðlilegt að bjóða hjúkmnar- fræðingum sem luku prófi úr Hjúkrunar- skóla Islands, upp á sérstaka námsleið er leiði til BS-gráðu í hjúkmn. Þar yrði byggt ofan á reynslu og þekkingu þessa hóps, um leið og lögð yrði áhersla á þjálfun þeirra ,,akademisku“ vinnu- bragða sem háskólar standa að öllu jöfnu fyrir. Háskólamenntaðir hjúkmnarfræðingar vænta mikils af þessari nýskipan mála, því eins og að framan greinir hefur sá hópur ekki riðið feitu hrossi á sviði fram- halds- og endurmenntunar á Islandi, eða eins og kemur fram í bréfi Lauru Sch. Thorsteinsson, til formanns stjómar náms- brautar í hjúkmnarfræði í ágúst 1989 um framhalds- og endurmenntun háskóla- menntaðra hjúkmnarfræðinga. Þar segir eftirfarandi: „Stjórn Fhh fer þess vinsam- lega á leit við stjóm námsbrautar í hjúkr- unarfræði, að hún beiti sér íyrir því að hafin verði skipulögð kennsla fyrir hjúkr- unarfræðinga með B.Sc. próf sem fyrst, þar sem það er löngu tímabært.“ Við skipulagningu á framhalds- og endurmenntun fyrir hjúkrunarfræðinga verður að gera greinarmun á þessu tvennu. Framhaldsmenntun (postbasic education) ætti að leiða til prófgráðu, mastersgráðu, sem þyrfti að standast ítr- ustu gæðakröfur og samanburð við er- lenda háskóla. Þar yrðu gerðar miklar kröfur til nemenda og mikils af þeim vænst. Slíkt nám skyldi leiða til sérhæf- ingar á einstökum sviðum hjúkmnar. Ljóst er að uppbygging á slíku námi krefst töluverðs undirbúnings og er raun- hæft að áætla að það muni taka nokkur ár. Hugsanlegt væri þó að bjóða í fyrstu upp á einstaka námskeið sem metin yrðu til eininga í slíku námi. Endurmenntun (continuing education) samanstendur hins vegar af lengri eða skemmri nám- skeiðum er tækju fyrir efni er byggði á 20 Tímarit Fhh

x

Tímarit FHH

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.