Tímarit FHH - 01.09.1990, Blaðsíða 33

Tímarit FHH - 01.09.1990, Blaðsíða 33
inn sem persónu er mikið áhersluatriði í hjúkrunarfræði. Arfur hjúkrunar leggur grunn að þessu viðhorfi og flestir nútíma kennismiðir í hjúkrun ítreka þetta sem eitt af grundvallaratriðum góðrar hjúkr- unar. Skeytingarleysi hjúkrunarfræðings eða tilfmningaleysi gagnvart sjúklingn- um sem persónu, afskiptaleysi, kuldi, harka eða mannvonska, gengur þess vegna þvert á hugsjónir, mark og mið hjúkrunar. Það er hins vegar undrunar- efni hversu lítið er fjallað um þessa hlið mannlegra samskipta í hjúkrun, einkum og sér í lagi þegar litið er til þess, hversu mikið er nú íjallað um hina hlið málsins, þ.e. umhyggju og mikilvægi hennar. Watson (1979) bendir á, að fjöldi rann- sóknamiðurstaða styðji það, að gæði tengsla hjúkrunarfræðings við sjúkling sé einn mikilvægasti þátturinn í því hversu vel tekst að hjálpa honum. Wat- son (1985) ítrekar að grundvallaratriði í góðri hjúkmn sé að mynda tengsl við sjúklinginn sem byggjast á trausti og em styðjandi og styrkjandi. Hún fullyrðir að til þess að þróa slík tengsl verði hjúkrun- arfræðingurinn fyrst að kynnast sjúk- lingnum og viðhorfum hans. Hún leggur ennfremur áherslu á að hjúkmnarfræð- ingurinn verði líka að skoða það hvemig hann lítur á annað fólk; sem hluti sem hægt er að skáka til og frá eða mannver- ur sem eigi að reyna að skilja. Margir fræðimenn hafa bent á, að yfir- vegað næmi gagnvart eigin tilfmningum leggi gmndvöllinn að samhygð gagnvart öðmm og ef hjúkrunarfræðingum og öðr- um heilbrigðisstéttum takist ekki að vera manneskjulegar, mistakist þeim einnig að hjálpa öðmm (Fromm, 1956; Gadow, 1985; Jourard, 1964; Menninger, 1975; Siegel, 1986). Watson (1979) fúllyrðir, að ef hjúkmnarfræðingar hafa ekki til- finningu fyrir sjálfum sér og öðmm og reyna að fela eigið óöryggi og kvíða á bak við hlutverk sitt, leggi þeir lítið af mörkum til eigin heilsu eða annarra. Jourard (1969) nefnir þetta að ,,fela sig á bak við fagleg herklæði“. Tengsl umhyggju og lækningar hafa oft verið nefnd í hjúkrunarbókmenntum, bæði af sjúklingum ( Cannon, 1979; Pauley, 1985; Zaner, 1985) og fræði- mönnum (Dossey 1982; Bishop og Scud- der, 1985; Benner, 1988). Hyde (1977) hefúr t.d. ítrekað að hjúkmnarfræðingar geti verið læknandi, með því að bera um- hyggju fyrir öðmm. Hún leggur áherslu á að umhyggja; mannleg snerting, sam- ræður, virk hlustun, að gefa sér tíma og ná sambandi við aðra manneskju, sé allt hluti af lækningunni. Dossey (1982) ít- rekar að hjúkmn sé læknandi. Hann full- yrðir að ný viðmið séu að koma til sögunnar og að samskipti hjúkmnarfræð- ings og sjúklings séu áhrifarík. Hann út- skýrir: ,,Þau setja af stað fjölda margbreytilegra, lífeðlisfræðilegra við- bragða í sjúklingnum sem hægt er að mæla. Af hverju? Vegna þess að vitund- in skiptir máli. Návist hjúkmnarfræð- ingsins, orð eða snerting, verka á vitund sjúklingsins og hafa þannig lífeðlisfræði- leg áhrif ‘ (bls. 81). Benner (1988) ítrekar að í hennar rann- sókn af snilldarhjúkmn hafi hún hvað eft- ir annað fúndið mikilvægi og mátt umhyggju í því að gera lækningu mögu- lega. Hún segir: „Hjúkmn er meira en aðferðir og tækni. Það að hjúkmnarfræð- ingnum sé ekki sama um sjúklinginn og tjái það á einhvem hátt er gmndvallarat- riði í árangursríkri hjúkmn. Þessi tján- ing er í nánum tengslum við aðstæður og þau tengsl sem myndast hafa milli hjúkr- unarfræðings og sjúklings.“ (bls. 319). Leininger (1988) fullyrðir, að um- hyggja sé kjarni mennskunnar og að hún sé ómissandi þáttur fyrir mannlegan þroska og afkomu. Hún telur umhyggju vera áhrifamesta og vandasamasta þátt- inn í heilbrigði okkar og sjálfskilningi sem verði að vera í brennidepli í störfum hjúkmnarfræðinga og annarra hjálpar-og heilbrigðisstétta. Á svipaðan hátt telur Roach (1988) umhyggju vera gmndvall- aratriði í mannlegri tilvem. Hún segir að ef við berum ekki í okkur umhyggju til annarra séum við ekki að fúllu mennsk. Sú spuming vaknar, hvort umhyggja sé hin eðlilega tjáning á því að vera mennskur. Við lifum á tímum þar sem ofbeldi í ýmsum myndum er algengt og hin ýmsu afbrigði umhyggjuleysis í hjúkmn em angar á þeim meiði. Með aukinni umræðu um þennan þátt mann- legrar tilvem, sem nánast einhver bann- helgi hefur verið yfir, eykst vonin um að ná tökum á þessum vanda. Það verður að gerast, því sannleikurinn er sá, að fjöldi sjúklinga líður daglega fyrir umhyggju- leysi á sjúkrahúsum. Við verðum að finna leiðir til að binda enda á þá ómaklegu þjáningu. Heimildir Benner, P. (1988). The primacy of caring: A comment- ary. American Journal of Nursing, 88 (3), 319. Dossey, L. (1982). Consciousness and caring: Retro- spective 2000. Topics in Clinical Nursing, 3 (4), 75-83. Drew, N. (1986). Exclusion and confirmation: A pheno- menology of patients experiences with caregivers. IMAGE: Journal of Nursing Scholarship, 18 (2), 39-43. Freire, P. (1970). Pedagogy of the oppressed. NY: Sea- bury Press. Fromm, E. (1956). The art of loving. New York: Har- per and Row. Gadow, S. (1980). Existential advocacy: Philosophical fo- undation of nursing. í S.F: Spicker and S. Gadow (ritstj.), Nursing: Images and ideals. New York: Springer. Gadow, S. (1985). Nurse and patient: The caring relati- onship. í A.H. Bishop & J.R. Scudder Jr. (ritstj.), Caring, curing, coping: Nurse, physician, patient relationships. Alabama: The University of Alabama Press. Gaut, D.A. (1983). Development of a theoretically adequ- ate description of caring. Western Journal of Nurs- ing Research, 5 (4), 313—324. Jourard, S.M. (1964). The transparent self. Princeton, NJ: Van Nostrand. Kleinman, A. (1978). Concepts and a model for the com- parison of medical systems as cultural systems. Soci- al Science and Medicine, 12, 85—93. Kleinman, A., Eisenberg, L., & Good, B. (1978). Cult- ure, illness and care. Annals of Internal Medicine, 88, 251—258. Leininger, M. (1988). Care: Discovery and uses in clin- ical and community nursing. Detroit: Wayne State University Press Lofland, J. (1971). Analyzing social settings: A guide to qualitative observation and analysis. Belmont, CA: Wadsworth. Lynch-Sauer, J. (1985). Using a phenomenological rese- arch method to study nursing phenomena. í M. Lein- inger (ritstj.), Qualitative research methods in nursing. Orlando, FL: Grune & Stratton. Menninger, W.W. (1975). ,,Caring“ as part of health care quality. JAMA (Joumal of the American Medical As- sociation) 234 (8), 836—837. Morse, J.M. (1986). Quantitative and qualitative research: Issues in sampling. I P.L. Chinn (ritstj.), Nursing research methodology. Rockville, MD: Aspen. Oiler, C. (1982). The phenomenological approach in nurs- ing research. Nursing Research, 31 (3), 178—181. Omery, A. (1983). Phenomenology: A method for nurs- ing research. Advances in Nursing Science, 5 (2), 49-63. Parse, R.R. (1990). Research methodology with an ill- ustration of the lived experience of hope. Nursing Science Quarterly, 3 (1), 9—17. Riemen, D.J. (1986). Noncaring and caring in the clin- ical setting: Patients’ descriptions. Topics in Clin- ical Nursing, 8 (2), 30—36. Riemen, D.J. (1986 a). The essential structure of a car- ing interaction: Doing phenomenology. í P.L. Mun- hall and C. Oiler (ritstj.), Nursing research: A qualitative perspective. Norwalk, CT: Apple- ton-Century-Crofts. Roach, M.S. (1984). Caring: The human mode of be- ing, Implications for nursing. (Perspectives in Car- ing Monograph 1). Toronto. University of Toronto. Roach, M.S. (1987). The human act of caring: A blue- print for the health professions. Ontario: Canad- ian Hospital Association. Sandelowski, M. (1986). The problen of rigor in qualit- ative research. Advances in Nursing Science, 8 (3), 27-36. Siegel, B.S. (1986). Love, medicine & miracles: Les- sons learned about self-healing from a surgeon’s experience with exceptional patients. New York: Harper & Row. Watson, J. (1979). Nursing: The philosophy and sci- ence of caring. Boston: Little, Brown. Watson, J. (1985). Nursing: Human science and hum- an care. Norwalk, CT: Appleton-Century-Crofts. Zaner, R.M. (1985). ,,How the hell did I get there?“. Reflections on being a patient. í A.H. Bishop and J.R. Scudder Jr. (ritstj.), Caring, curing, coping: Nurse, physician, patient relationships. Alabama: The University of Alabama Press. * 7. árg. 1. tbl. 1990

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.