Tímarit FHH - 01.09.1990, Page 24

Tímarit FHH - 01.09.1990, Page 24
Viðbótar- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga Ragnheiður Haraldsdóttir Enn á ný standa íslenskir hjúkrunar- fræðingar á krossgötum á menntabraut- inni. Framundan eru fjölmargar leiðir og valið vandasamt. Um leiðarlokin, mark- miðið, ríkir ekki ágreiningur; við stefn- um að bestu menntun sem völ er á fyrir ís- lenska hjúkrunarfræðinga innan raunsærra marka. t Ekki ríkir heldur ágreiningur um hvert við munum sækja þess menntun, því ákveðið hefur verið að Háskóli Islands sjái um viðbótar- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga eftir föngum. Fyrsta nýja leiðin, sem áætlað er að fara, er sérskipulagt B.Sc. nám fyrir hjúkrunarfræðinga, sem brautskráðir hafa verið frá Hjúkrunarskóla íslands. Þar sjá íslenskir hjúkrunarfræðingar fýrir end- ann á áralangri baráttu, og ber að fagna því að námsbraut í hjúkrunfræði fái nú loks svigrúm til að sinna þessu brýna verkefni. Þegar er hafist handa við að varða þennan veg. Það starf er í góðum höndum og tilhlökkunarefni að fylgjast með framvindunni. Eðlilegt má telja að af hálfu háskólans verði lögð megin- áhersla á þennan þátt næstu mánuðina. A sautján starfsárum Nýja hjúkrunar- skólans voru brautskráðir margir nem- endur með sérnám í fjölmörgum grein- um. Þetta sémám miðaðist nær eingöngu við hjúkrunarfræðinga úr Hjúkrunar- skóla Islands. Námið var fjölbreytt, þró- aðist mikið á tímabilinu og bætti úr brýnni þörf. Það virtist svara kröfum tím- ans. Hluti hvers sémáms var í raun gmnnnám, undirstaða fyrir hina eigin- legu sérgrein. I síðasta sémámi, skurð- og svæfmgahjúkrun, vom grunngreinar teknar með hjúkmnarfræðinemum í Há- skóla íslands, enda þótt Nýi hjúkmnar- skólinn tilheyrði hinu svokallaða framhaldsskólastigi. Nemendur em því brautskráðir með ákveðnar háskólaein- ingar og er þetta hugmynd sem hafa má í huga við skipulag náms í framtíðinni. Nú em liðin þrettán ár síðan fyrsti hóp- ur hjúkmnarfræðinga var brautskráður frá Háskóla Islands. B.Sc. hjúkmnar- fræðingar em nú rúmlega 400, af þeim hópi hafa um 30 lokið M.Sc. námi erlend- is, einn lokið doktorsgráðu í næringar- fræði og fjórir vinna að sömu gráðu í hjúkmnarfræði. Heldur lítið hefúr staðið B.Sc. hjúkmnarfræðingum til boða hér- lendis hvað varðar viðbótarmenntun, og ríkir mikill áhugi meðal þeirra á að úr því verði bætt. Islenskir hjúkmnarfræðingar úr báð- um félögum hjúkmnarfræðinga hafa sótt sér viðbótamám eftir ýmsum leiðum á undanfömum ámm, t.d. í Kennarahá- skóla Islands, uppeldis- og kennslufræði í Háskóla Islands og víða erlendis. Þess- ar leiðir verða að sjálfsögðu notaðar áfram. Hópur íslenskra hjúkmnarfræðinga er menntunarlega margskiptur og menntun- armálin hafa oft verið ágreiningsefni á undanfömum ámm. Margs ber því að gæta við skipulagningu viðbótarmennt- unar, en ljóst er að menn verða seint á eitt sáttir og ákvarðanir í menntunarmál- um fá ekki leyst þann vanda. Ég hef nú gegnt 50% lektorsstöðu í námsbraut í hjúkranarfræði í 3 mánuði. Þessum tíma hef ég varið til upplýsinga- öflunar og átt í því sambandi góða sam- vinnu við fjölda aðila. Á fundum og í viðtölum hef ég hlustað á fjölmarga hjúkmnarfræðinga lýsa afstöðu sinni til viðbótarmenntunar. Eftirfarandi punktar hafa verið áberandi í máli þeirra: * Við viljum metnaðarfulla mennta- stefnu sem stendur vel undir nafni, * sem fæsta “botnlanga” á menntaveg- inum; allt nám skal skilgreint vel fyr- irfram m.t.t. mats, eininga og skóla- stigs, * ekki verði flanað að neinu, skyndi- lausnum þrýstihópa hafnað en heildar- stefna mótuð og henni fylgt, * enda þótt félög hjúkmnarfræðinga ráði ekki verkefnavali, skal hafa við þau nána samvinnu, * kanna ber hug hjúkmnarfræðinga til mikilvægis mismunandi sérgreina, * stefnt skal að því að námið verði fjöl- breytt og sveigjanlegt, svo að sem flestir eigi þess kost að bæta ein- hverju við sig. Á næstu mánuðum verður unnið að stefnumótun og síðan að námsskrárgerð. Reynt verður að vanda þá vinnu, þannig að þegar að framkvæmd kemur verði unnt að starfa samkvæmt langtímaáætl- un. Þetta verður verk margra og ég tel það forréttindi að fá að vera með í þeim hópi. Ragnheiður Haraldsdóttir lauk B.Sc. prófi frá Námsbraut í hjúkmnarfræði 1977. M.Sc. í hjúkmn frá University of Wisconsin-Madison 1984. Hún hefur starfað á gjörgæslu- og hjartadeildum, við stundakennslu m.a. í H.í. og NHS, sem hjúkrunarfræðslustjóri og vara- sviðsstjóri á almennu hjúkmnarsviði Landspítala. Nú starfar hún sem lektor við H.I. þar sem hún sér um skipulag á viðbótar-og endurmenntun fyrir hjúkr- unarfræðinga. ☆ 22 Tímarit Fhh

x

Tímarit FHH

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.