Tímarit FHH - 01.09.1990, Page 21
ið 1977 að allt hjúkrunamám skyldi
sem fyrst komast á háskólastig og hef-
ur það síðan verið yfirlýst stefna fé-
lagsins.
Við, hjúkrunarfræðingar, eigum
mikla sögu sem við getum verið stolt
af en verðum einnig að vera þess um-
komnir að læra af fortíðinni. Við verð-
um að vera fúsir til og færir um að
velja úr sögu okkar þær skoðanir og
fordæmi sem auðga nútíðina og hafa
gildi fyrir framtíðina. Sérstaklega er
þess þörf í heimi þar sem tilvera til
frambúðar er æ meir háð hæfileikanum
til að aðlagast ömm og virkum breyt-
ingum í samræmi við félagslega, efna-
hagslega og tæknilega þróun.
Þetta var án efa leiðarljós þeirra
hjúkrunarfræðinga í Hjúkmnarfélagi fs-
lands sem unnu að stofnun háskóla-
náms í hjúkxun. Það var líka skoðun
kennara í Hjúkmnarskóla íslands að
nám á tveimur skólastigum væri fjár-
hags-, fag- og félagslega enginn ávinn-
ingur hvorki fyrir þjóðfélagið né
stéttina sjálfa.
Þann 19. mars 1986 sendi Hjúkmnar-
félag íslands þáverandi menntamála-
ráðherra, Sverri Hermannssyni, bréf
með tillögum um nefndarskipan, sem
endurskoðaði framhaldsnám fyrir
hjúkmnarfræðinga, og líka um verk-
svið nefndarinnar. Var það gert sam-
kvæmt beiðni ráðherra. Steftia Hjúkr-
unarfélags íslands í framhalds-, end-
ur-og símenntunarmálum stéttarinnar
kristallast í nefhdarálitinu: „Tíllögur
um nýskipan framhalds-, endur- og sí-
menntunar hjúkmnarfræðinga og ljós-
mæðra“. Félagið átti þar fulltrúa,
Maríu Finnsdóttur fræðslustjóra. Þar
kemur skýrt fram að menntunarþörf-
um þeirra hjúkmnarfræðinga sem vilja
sérmennta sig í hinum ýmsu greinum
hjúkmnar verði sinnt og líka þeirra
sem vilja ná sér í B.Sc. gráðu í hjúkmn
og að haldin verði endurmenntunar-
námskeið fyrir hjúkmnarfræðinga sem
vilja halda sér vel við í sínu fagi. í álit-
inu kemur einnig fram að í framtíðinni
verði stefnt að framhaldsnámi í hjúkr-
unarfræði er leiði til M.S. gráðu.
Allt framhaldsnám hjúkmnarfræð-
inga á að fara ffam innan Háskóla ís-
lands frá áramótum 1990—1991 að
telja. Þetta er eðlilegt framhald og
verðugt verkefni fyrir hjúkmnarstétt-
ina að takast á við. Allir hjúkmnarfræð-
ingar eiga þar sinn rétt. Við þurfum að
standa saman að því verkefni. Slíkt
framhaldsnám í sérgreinum hjúkmnar
á að skipuleggja þannig að um óslitinn
klifurmöguleika sé að ræða og hjúkmn-
arfræðingurinn sem menntun þessa
hlýtur telji sig hafa þá frumskyldu að
sjá sjúklingi/skjólstæðingi eða fjöl-
skyldu fyrir góðri hjúkmn, stjómi og
hagnýti sér rannsóknir á sínu sviði,
kenni og efli hjúkmnarlist. Þá mun for-
tíð, nútíð og framtíð hjúkmnarstarfa fá
tækifæri til að renna saman og liðast að
lokum í einn sameiginlegan farveg.
Ungi hjúkmnameminn fær tækifæri til
að hitta og kynnast hjúkmnarfræðing-
um sem hann á í vændum að vinna með
þegar hann útskrifast og þannig auðga
sína reynslu.
Fulltrúafundur félagsins sem fer
með æðsta vald í málefnum þess, er
haldinn árlega 10.—11. maí í tengslum
við alþjóðadag hjúkmnarfræðinga sem
er 12. maí. Samþykktir hans um mennt-
unarmál em ávallt endurskoðaðar frá
einu ári til annars. Árið 1985 sam-
þykkti fundurinn eftirfarandi:
1. Húsnæði Hjúkmnarskóla Islands
verði áfram nýtt fyrir menntun
hjúkmnarfræðinga.
2. Frá hausti 1986 fari allt nám í hjúkr-
unarfræði fram í Háskóla íslands.
3. Háskóli íslands veiti nám fyrir
hjúkmnarfræðinga er gefi B.Sc.
gráðu.
4. Endurmenntunardeild fyrir hjúkmn-
arfræðinga verði stofnuð í tengslum
við Námsbraut í hjúkmnarfræði við
Hákóla íslands. Þar verði:
4.1 Símenntun fyrir hjúkmnar-
fræðinga. Námskeið fyrir
hjúkmnarfræðinga sam-
kvæmt þörfum hverju sinni.
4.2 Viðbótamám er leiði til sér-
hæfingar. Nám er leiði til sér-
hæfingar svo sem: Stjómun,
heilsuvernd, hand- og lyf-
lækningahjúkmn, gjörgæslu-
hjúkmn, bamahjúkrun,
geðhjúkmn, öldmnarhjúkmn
og ljósmóðurfræði. Ennfrem-
ur hinn bóklegi þáttur svæf-
inga-, röntgen- og skurð-
hjúkmnar. Verklegi þáttur-
inn færist meir inn á heil-
brigðisstofhanir. Starfssvið
röntgendeilda hefúr verið í
mikilli þróun, má þar nefna
geisla- og lyfjameðferð
ásamt öðrum sérhæfðum
störfum s.s. hjartaþræðingu.
Er því ljóst að stuðla beri að
námi fyrir hjúkmnarfræð-
inga í röntgenhjúkmn. Stuðl-
að verði að endurskoðun á
námi í skurðhjúkmn og reynt
verði að koma í veg fyrir
myndun nýrra faghópa á
skurðdeildum.
5. Háskóli íslands veiti nám er gefi
M.Sc. gráðu í hjúkmn.
6. Stuðla skal að auknum styrkveiting-
um til náms er leiði til M.Sc. og
Ph.D. gráðu í hjúkmn við erlenda
háskóla.
Samþykkt fúndarins á þessu ári
grundvallast á því sama, en fastar er
kveðið á um tímamörk. Niðurstöðurn-
ar vom birtar í fréttablaði Hjúkmnar
nr. 47, júní 1990.
Ég hef rakið hér þróun mála hvað
viðvíkur menntun hjúkmnarfræðinga
og þátt Hjúkmnarfélags fslands í þeirri
sögu. Á þeim tímamótum sem við nú
stöndum ætti það að vera okkur öllum
metnaðarmál að taka sem fastast hönd-
um saman. Það mun sannast nú sem
fyrr ,,að sameinaðir stöndum vér en
sundraðir föllum vér“. Þannig getum
við stuðlað að framgangi hjúkmnar-
menntunar fyrir þá sem em að hefja
nám en einnig sameinast um leiðir við-
víkjandi framhalds- og endurmenntun
stéttarinnar. Bemm við gæfu til slíks
er það til heilla fyrir hjúkmn á fslandi
og íslenzka hjúkmnarstétt.
Heimildir
María Pétursdóttir: Hjúkrunarsaga. 1969. Útgefm af
höfúndi. Reykjavík.
Hjúkrunarfélag íslands: Skjalasafti.
Kœru
hjúkrunarfrœðingar
MUNIÐ ÁSKRIFT
AÐ FRÉTTABRÉFI
í HJÚKRUNARFRÆÐI.
/
Askriftareyðublöð er hægt
að fá á skrifstofu náms-
brautar í hjúkrunarfræði,
Eirbergi, Eiríksgötu 34,
sími 91-694969.
7. árg. 1. tbl. 1990