Tímarit FHH - 01.09.1990, Qupperneq 28
vorum dálítið hissa á því að hún nefndi
aldrei hjúkrunarmenntun í háskóla og
hafði þó sjálf verið aðalráðunautur fyrir
háskóladeild hjúkrunarmála við háskól-
ann í Alexandríu svo eitthvað sé nefnt.
Við spurðum hana einu sinni þegar við
vorum bara þrjár saman hvemig á þessu
stæði. Þá kom í ljós að hún taldi, eins og
svo margir aðrir, að ennþá væri það til-
gangslaust á Norðurlöndum og myndi
jafnvel mæta harðri andstöðu. Hún féllst
þó á að láta reyna á viðbrögðin þar sem
við álitum að frekar yrði mark tekið á er-
lendum, víðsýnum og reyndum sérfræð-
ingi. Það var auðfundið að hún lyftist öll
þegar hún eygði þennan möguleika.
IJm framhaldið hefur margt verið rœtt
og ritað og námsbraut í hjúkrun við HI
hefur starfað frá haustinu 1973. Þá var
María formaður Hjúkrunarfélags Is-
lands og auk þess titluð námsbrautar-
stjóri fyrstu tvö árin eða þar til Ingibjörg
R. Magnúsdóttir tók við. Sjálf gerir hún
lítið úr því.
Ingibjörg R. Magnúsdóttir hefur hald-
ið styrkri hendi um stjómartaumana nær
allan tímann. Við fáum þó seint fullþakk-
að þremur herramönnum sem vom
einmitt í embættum þar sem skipti mestu
máli fyrir okkur hvaða afstöðu þeir tækju
til hjúkmnarmenntunar í háskóla. And-
staða gegn þessari hugmynd var hörð en
þeir Vom víðsýnir og skilningsríkir og
óhræddir við að leggja góðum málstað
lið á allan hátt. Þessir þrír heiðursmenn
vom Arinbjöm Kolbeinsson formaður
Læknafélags Islands, Jóhann Axelsson
forseti læknadeildar H.Í. og Magnús Már
Lámsson rektor Háskóla íslands.
Nú er svo loks búið að samþykkja að
vinna að sameiningu Hjúkmnarfélags ís-
lands og Félags háskólamenntaðra hjúkr-
unarfræðinga. Það gleður mig því mér
fannst það auðvitað sárt á sínum tíma
að horfa upp á þennan klofning sem aldrei
þurfti að verða.
Tímamót
María var skólastjóri Nýja hjúkrunar-
skólans í þau tœpu 18 ár sem hann starf-
aði. Skólinn hefur séð um alla þá
framhalds- og endurmenntun sem hjúkr-
unarfrœðingar hafa átt völ á hér á landi.
Héðan í frá mun því hlutverki sem skól-
inn gegndi verða sinnt innan vébanda
HI. Hvað skyldi skólastjóranum fráfar-
andi vera efst í huga á þessum tíma-
mótum ?
Mér er auðvitað efst í huga að þau
margþættu viðfangsefni sem Nýi hjúkr-
unarskólinn fékkst við fái notið jafngóðr-
ar fyrirgreiðslu í Háskóla íslands og
raunin varð á í Nýja hjúkrunarskólanum.
Ég efast ekki um að svo verður en allt
tekur sinn tíma. Eigum við ekki bara að
trúa því að eftir daga hans taki framhalds-
lífið við í öðmm og betri heimi. Þegar
Námsbrautinni var hleypt af stokkunum
sögðu sumir að undirbúningur að stofn-
un hennar væri ekki nægur. Að vissu leyti
er það rétt en í mörg ár hafði verið unnið
að því að koma hjúkmnarmenntun inn í
háskólann og þess getið bæði í ræðu og
riti og í fundarsamþykkt stjómar HFÍ.
Það mætti engu að síður segja með rétti
að undirbúningur að stofnun NHS hefði
mátt vera meiri og lengri tími gefinn til
undirbúningsstarfa. Oftast nær var hon-
um líka ætlaður of skammur tími fyrir
undirbúningsvinnu fyrir hina fjölþættu
starfsemi sem þar var rekin á ámnum
1972—1990. Þeim mun betri og meiri
þakkir á hið fámenna starfslið skólans og
skólanefnd skildar fyrir skilning, fram-
kvæmdahug, vinnuþrek, og ágætan sam-
starfsvilja. Skólanum var ætlað að vera
með hið hefðbundna þriggja ára nám og
brautskrá hjúkmnarfræðinga til að mæta
stöðugri manneklu á þessu starfssviði en
það vom einnig settar fram aðrar hávær-
ar kröfur. Þær voru að vísu sanngjarnar
og réttmætar en ef það átti að sinna þeim
var ekki viðlit að vera samtímis með
þriggja ára námið og má kannski segja
að Námsbrautin í Háskólanum sem fór af
stað árið eftir að NHS var stofnaður hafi
tekið við því hlutverki. Reyndar gerðist
það í skjóli eða öllu heldur húsaskjóli
NHS (sem aldrei eignaðist nein húsa-
kynni) og nutu fyrstu nemendur Náms-
brautarinnar einnig tilsagnar og velvilja
skilningsríkra kennara skólans sem kom
sér óneitanlega vel á tímum þegar ekki
blésu svo mildir vindar um Náms-
brautina.
Kvenréttindi og hjúkrun
Kona sem hefur -gegnt formennsku í
Hjúkrunarfélagi Islands og Kvenfélaga-
sambandi Islands hlýtur að hafa ákveðn-
ar hugmyndir um kvenréttindi.
Ég er ekki beint kvenréttindakona í
þeim skilningi sem margir leggja í það
orð og get nú engan veginn státað af því
að hafa verið virk í kvenréttindabarátt-
unni. Við í Kvenfélagasambandi Islands
áttum hins vegar ágætt samstarf við
Kvenréttindafélag Islands, meðeiganda
okkar að Kvennaheimilinu að Hallveigar-
stöðum. Sérstaklega á ég margar
skemmtilegar endurminningar frá
Kvennaáratugnum.
Islenskar konur standa í mikilli þakkar-
skuld við þær konur sem höfðu forystu
um að rétta hlut kvenna í lífsbaráttunni.
Við skulum bara minnast þess að það
þarf ekki að fara langt aftur til að kynn-
ast margvíslegu misrétti sem að konur
bjuggu við hér áður. Margar af mínum
eldri samstarfskonum í Hjúkrunarfélagi
íslands höfðu ekki einu sinni kosninga-
rétt þegar þær voru ungar. Mér fannst
hins vegar skjóta nokkuð skökku við í
jafnréttismálum þegar farið var að vega
að hinum hefðbundnu kvennastéttum og
fremur talið til framdráttar jafhréttisbar-
áttunni að konur röðuðu sér í störf sem
karlmenn hafa löngum setið einir að.
Það var að vísu ekki Kvenréttindafélag ís-
lands sem stóð að þeirri herför gegn viss-
um starfsstéttum kvenna sem hefðu þó
fremur átt skilið stuðning í launa- og jafn-
réttisbaráttunni. Segja má að það hafi ver-
ið hjúkrunar- og kennslustörf sem konur
gátu fyrst fengið að starfa við utan
26
Tímarit Fhh