Tímarit FHH - 01.09.1990, Síða 7
sem teknar voru upp ættu við í hjúkrun.
Benda má á þá rannsóknarhefð sem var
þróuð í hjúkrun á sjöunda og áttunda ára-
tugnum. Hugtakið hlutlægni varð að trú-
arsetningu og megináhersla var lögð á að
halda ákveðinni fjarlægð og gjarnan
vissri upphafningu í samskiptum við
skjólstæðinga. Hjúkrunarfræðingar áttu
að læra að klæða sig faglega, eða í dökka
dragt og slaufu í stíl við bindi karlanna. í
grein eftir Kalish hjónin, sem margir
kannast vafalaust við fyrir rannsóknir á
ímynd hjúkrunar, er mælt með því að
hjúkrunarfræðingar klæði sig og komi
fram þannig að ekki fari á milli mála að
þar fari hæfur starfsmaður sem hefur
fullt sjálfsforræði, hugsar rökrétt,
áhrifamikill, ábyrgur og atkvæðamikill
(Kalish og Kalish, 1985). Viðmið karla-
stéttanna voru tekin upp gagnrýnilaust
og hefðir hjúkrunar fengu að fjúka.
Ég ætla að láta liggja milli hluta að geta
mér til um hvaða áhrif þessi þróun kann
að hafa haft hérlendis, en hvet ykkur,
ágætu lesendur, til að íhuga það sjálfir.
En breytingarnar gerast hratt nú á dög-
um. Undir lok áttunda áratugarins komu
fram ný viðhorf innan kvennahreyfingar-
innar. Þá fóru ýmsir að velta því fýrir sér
hvað konur hefðu eiginlega verið að gera
allan þennan tíma í gegnum aldirnar. Líf
kvenna og framlag þeirra til mannkynsins
var allt í einu áhugavert. Nú er talað um
kvennamenningu sem er ósýnileg í hinu
opinbera lífi, en jafnframt sterk og mikil-
væg. Hún byggir á reynslu kvenna og
mótast af þeim gildum sem konur hafa
haft að leiðarljósi í lífi sínu eins og um-
hyggju fýrir velferð og þroska samborg-
aranna, samábyrgð, samvinnu og góð-
vild. Þessi menning er í mikilli útrýming-
arhættu vegna þekkingar- og áhugaleysis
okkar á henni. Karlamenningin, þ.e. hin
ríkjandi opinbera menning, hefur hins-
vegar verið gagnrýnd harkalega fýrir að
leggja megináherslu á að ná völdum yfir
náttúrunni og álitið að hún muni fýrr eða
síðar leiða til heimsendis.
Þessi hugmyndafræðilega breyting inn-
an kvennahreyfingarinnar leiddi til þess
að í stað þess að tala um jafnréttisbar-
áttu, þ.e. rétt kvenna til að sitja við sama
borð og karlmenn, var nú talað um kven-
frelsisbaráttu, í því felst réttur kvenna til
að lifa sínu lífi á eigin forsendum og að
framlag kvenna njóti virðingar og hafi
áhrif til jafns við framlag karla.
Augljóslega kveður hér við nýjan tón,
tón sem þegar hefur haft áhrif innan
hjúkrunar og mun að mínu mati hafa
mjög mikil áhrif á næstu árum. A vissan
hátt má segja að þessi hugmyndafræði-
lega breyting hafi veitt okkur frelsi til að
þróa hjúkrun á okkar eigin forsendum í
stað þess að keppa að því að líkjast ein-
hverjum öðrum greinum sem mest (Par-
sons, 1986). Við getum litið á það sem
vel er gert í hjúkrun, þann árangur sem
hjúkrunarkonur og síðar hjúkrunarfræð-
ingar hafa náð við að stuðla að vellíðan
og heilbrigði. Með því að byggja á þeim
grunni og rannsóknarhefðum sem við
teljum árangursríkar getum við síðan
stuðlað að framþróun innan greinarinn-
ar. Ég vona að orð mín verði ekki mis-
skilin þannig að ég sé að segja að allt
gamalt sé gott og að við eigum að snúa til
fyrri tíma. Ég er ekki að hvetja til þess
að hyggjuvit og innsæi verði sá grunnur
sem hjúkrun byggir einvörðungu á. Það
sem ég er hinsvegar að hvetja til er að
við lítum gagnrýnum augum á þá ríkj-
andi stefnu innan hjúkrunar, sem hefur
einkennst af oftrú á vísindi og sér-
fræðinga.
Hér á eftir fara nokkrar hugleiðingar
um það hvemig ýmsar hugmyndir sem
eru á kreiki innan kvennahreyfmgarinn-
ar, og þá sérstaklega í kvennarannsókn-
um, geta nýst okkur við sköpun rann-
sóknarhefðar innan hjúkrunar. Greint
verður frá mismunandi stefnum innan
þessa fræðasviðs hvað snertir viðfangs-
efni og aðferðir og sagt frá tilraunum
fræðikvenna til að leiðrétta og bæta þá
þekkingu sem þróuð hefur verið, innan
takmarka hefðbundinnar þekkingarþró-
unar. Jafnframt er greint frá þeirri gagn-
rýnu umræðu sem fram hefur farið að
undanförnu um vísindalega þekkingu og
nýjum leiðum til þekkingarþróunar sem
fram hafa komið í kjölfarið.
Kvennarannsóknir
skilgreindar
Það hefur löngum vafist fýrir fræði-
mönnum að skilgreina hvað átt er við
með hugtakinu kvennarannsóknir. Hér
getur bæði verið átt við rannsóknir á kon-
um, frá þeirra sjónarhorni og eins getur
verið átt við rannsóknir sem unnar eru af
konum. Ég get ímyndað mér að í hugum
margra sé það mótsagnarkennt að tala
um kvennarannsóknir. Eru ekki vísindin
hlutlaus? Skiptir einhverju máli hvort vís-
indamaðurinn er kona eða karlmaður?
Þarf endilega að rannsaka konur sem sér-
stakt fýrirbæri? Eins og ég mun koma að
síðar er hægt að finna aragrúa dæma sem
sýna að karlmenn, sem þróað hafa vís-
indalega þekkingu hafi ekki verið
hlutlausir. Sýnt hefur verið fram á hlut-
drægni þeirra við val á rannsóknarvið-
fangsefnum og á túlkun á niðurstöðum.
Jafnframt hafa viðfangsefni vísindanna
endurspeglað sérstök áhugasvið karla, á
meðan áhugasvið kvenna hafa verið
ósýnileg. Því hefur verið haldið fram að
til að leiðrétta þær grófu rangfærslur
sem fínna má í þekkingarforða okkar um
konur, ásamt því að öðlast þekkingu um
málefni sem snerta líf kvenna sérstak-
lega, sé nauðsynlegt að stunda kvenna-
rannsóknir þ.e. rannsóknir sem þróaðar
5
7. árg. 1. tbl. 1990