Tímarit FHH - 01.09.1990, Blaðsíða 31

Tímarit FHH - 01.09.1990, Blaðsíða 31
verandi sjúklingar tóku þátt í henni, fimm konur og fjórir karlmenn, á aldrin- um 32—63 ára. Þau voru öll kanadískir ríkisborgarar og sex þeirra höfðu legið oftar en einu sinni á sjúkrahúsi. Leitast var við að hafa breidd í úrtakinu til þess að sérhver þátttakandi væri verðugur full- trúi þýðisins (Sandelowski, 1986). Gögnum var safnað með 18 ítarlegum, opnum viðtölum, sem voru tekin upp á segulband og vélrituð orðrétt upp. Tvisv- ar sinnum var rætt við hvem einstakling. Rannsakandinn leit á þátttakendur í rann- sókninni sem meðrannsakendur (Freire, 1970). Með ítarlegum lýsingum þeirra á reynslu sinni, umræðum og gagnkvæm- um skoðanaskiptum, ásamt stöðugri sam- anburðargreiningu rannsakanda á rannsóknargögnum, varð til lýsing á meginatriðum umhyggjuleysis eins og fýrrverandi sjúklingar hafa upplifað það í samskiptum sínum við hjúkrunar- fræðinga. Niðurstöður: Lýsing á umhyggjuleysi í hjúkrun — frá sjónarhóli sjúklinga Fjórir eftirtaldir meginþættir vom greindir í lýsingum hinna fýrrverandi sjúklinga á umhyggjuleysi í samskiptum við hjúkmnarfræðinga: 1. Upplifun sjúklings á skeytingarleysi hjúkmnarfræðings gagnvart sér sem persónu. 2. Vantraust sem slíkt skapar hjá sjúkl- ingi. 3. Tengsl ná ekki að þróast milli hjúkr- unarfræðings og sjúklings. 4. Viðbrögð sjúklings, sem hægt er í stuttu máli að lýsa sem niðurbroti. Skeytingarleysi hjúkmnarfræðingsins, vantraust sem það skapar hjá sjúklingn- um og sá skortur á tengslum sem það veldur er í stuttu máli það sem ég hef kos- ið að nefna umhyggjuleysi í hjúkmn. í faglegri umhyggju felst hins vegar fagleg færni með hlýju, gagnkvæmt traust og fagleg tengslamyndun hjúkmnarfræðings og sjúklings. 1. Skeytingarleysi hjúkrunarfræð- ings gagnvart sjúklingi sem persónu. Það var samdóma álit meðrannsakenda minna að gmndvallareinkenni umhyggju- leysis af hjúkmnarfræðings hálfu væri skeytingarleysi gagnvart sjúklingnum sem persónu. Þeir lögðu áherslu á, að þeim virtist sem hjúkmnarfræðingnum væri ekki sama um föst verk sem honum var ætlað að framkvæma, en virtist vera sama um sjúklinginn sem persónu. I lýs- ingum þessarra fyrrverandi sjúklinga á slíku skeytingarleysi mátti greina fjóra flokka, sem einkennast af stigversnandi tilfinningaleysi: afskiptaleysi, kulda, hörku, og mannvonsku. 1.1. Afskiptaleysi vísar til viðmóts sem einkennist af áhugaleysi, hálfgerðu kæm- leysi og skorti á athygli af hálfu hjúkmn- arfræðingsins. Einnig getur verið um að ræða skort á næmi gagnvart sjúklingnum og hans sérhæfðu þörfum. Það vísar til skorts á jákvæðu eða umhyggjusömu viðmóti fremur en neikvæðu eða niður- brjótandi viðmóti. Sjúklingurinn upplifir hjúkmnarfræðinginn oft sem áhugalaus- an, utan við sig, þreyttan, óánægðan í starfi, eða að eitthvað vanti upp á mann- legt viðmót s.s. hlýju í röddina. 1.2. Kuldi vísar til þess, þegar sjúk- lingnum finnst anda köldu frá hjúkmnar- fræðingnum. Honum finnst að hjúkmnar- fræðingnum sé sama um hann og að hann sé blindur á tilfinningar hans. Sjúk- lingnum finnst sem hann sé að tmfla hjúkmnarfræðinginn, þegar hann biður um hjálp og finnst návist hans niðurbrjót- andi á einhvem hátt. Þetta viðmót felur í sér meira tilfmningaleysi og veldur sjúk- lingnum meiri skaða en afskiptaleysi. 1.3. Harka vísar til þess, þegar sjúk- lingnum finnst vanta alla manngæsku í viðmót hjúkmnarfræðingsins og upplifir hann sem kaldan og harðbrjósta, jafnvel eins og tölvu eða vél. Skilaboðin sem sjúklingnum finnst hann fá er að hann sé hin versta plága og ef hann væri ekki til staðar væri líf hjúkmnarfræðingsins tals- vert ánægjulegra. Þetta viðmót hefur djúp neikvæð áhrif á sjúklinginn. 1.4. Mannvonska. Alvarlegasta form skeytingarleysis og tilfmningaleysis gagnvart sjúklingi sem persónu er mann- vonska. Hún einkennist af hinum ýmsu formum illsku. Af níu meðrannsakend- um höfðu fjórir þeirra reynslu sem flokk- ast undir grófa mannvonsku. Þrír þeirra fjögurra spurðu mig hvort ég hefði séð kvikmyndina Gaukshreiðrið og sögðu að Tafla 1. Meginatriði í lýsingum sjúklinga á reynslu sinni af umhyggjuleysi hjúkrunarfrœðinga. Viðmót Traust hjúkrunarfræðings Tengslamyndun Viðbrögð sjúklings 1. Skeytingarleysi 2. Vantraust 3. Skortur á faglegum tengslum hjúkunar- fræðings og sjúklings. 4. Viðbrögð sjúklings við umhyggjuleysi. 1.1. Afskiptaleysi 1.2. Kuldi 1.3. Harka 1.4. Mannvonska 4.1. Tilfinningaleg viðbrögð Undmn og vantrú Gremja og reiði Orvænting og hjálparleysi Kvíðablandin einangrunar- kennd. 4.2. Vamarleysistilfinning. 4.3. Neikvæð áhrif á vellíðan og bata. 4.4. Langvarandi áhrif. 29 7. árg. 1. tbl. 1990

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.