Tímarit FHH - 01.09.1990, Síða 32
viðkomandi hjúkrunarfræðingi mætti
líkja við hjúkrunarfræðinginn í þeirri
kvikmynd. Meðrannsakendur mínir
þekktust ekkert innbyrðis.
2. Vantraust
Upplifún sjúklings á skeytingarleysi
hjúkrunarfræðings gagnvart sér sem per-
sónu er ekki traustvekjandi. Allt slíkt til-
finningaleysi virðist valda því að
sjúklingurinn vantreystir hjúkrunarfræð-
ingnum og vill sem minnst hafa af hon-
um að segja. í raun virðist sú tilfinning
gagnkvæm. Þetta veldur því að ekki
myndast nein tengsl milli hjúkrunarfræð-
ings og sjúklings.
3. Skortur á faglegum tengslum
hjúkrunarfræðings og
sjúklings
Meðrannsakendum mínum bar öllum
saman um, að þeir heföu ekki myndað
nein tengsl við þann hjúkrunarfræðing
sem þeim fannst skorta umhyggju. Sú
upplifun að hjúkrunarfræðingnum væri
sama um þá, olli því að þeir treystu ekki
viðkomandi og báðir aðilar virtust forð-
ast hvern annan. Hjúkrunarfræðingurinn
virtist reyna að verja sem stystum tíma
hjá sjúklingnum og sjúklingurinn vildi
ekki hafa hjúkrunarfræðinginn allt of
mikið nálægt sér. Tjáskipti voru í lág-
marki og orðlaus tjáning hjúkrunarfræð-
ings var að mestu leyti neikvæð og olli
því að sjúklingnum fannst hann vera til
óþurftar, ama eða hreinlega að hann væri
einhver pest sem yrði að forðast. Sá
skortur á tengslum sem þetta olli, kom
glögglega fram hjá meðrannsakendunum
og sést í eftirfarandi dæmi:
,,Eg er kannski að fara óþarflega mik-
ið út í smáatriði, en ef ég á að draga
þetta saman þá er það kuldi umhyggju-
lausu persónunnar..., hvernig hún
horfir á þig..., eins og þú tilheyrir
ekki hennar heimi..., eða að hún vilji
ekki tengjast, þú frnnur að það er ekki
um neina tengingu að ræða“.
Meðrannsakendunum fannst hinn um-
hyggjulausi hjúkrunarfræðingur annað
hvort ófús eða ófær um að tengjast sjúk-
lingnum. Hver meðrannsakandi haföi
sem sjúklingur reynt að komast að niður-
stöðu um ástæðuna fyrir þessu, t.d. að
hjúkrunarfræðingnum líkaði ekki við per-
sónuleika hans, heföi allt of mikið að
gera, ætti erfitt með að tengjast fólki al-
mennt eða vildi ekki taka þá áhættu að
tengjast sjúklingnum ef ske kynni að eitt-
hvað kæmi fyrir hann.
Glöggt kom í ljós í viðtölunum hve tjá-
skipti eru mikilvæg og hvemig skortur á
þeim er oft túlkaður sem umhyggjuleysi.
Sumir meðrannsakendur skýrðu frá því
að hinir umhyggjulausu hjúkmnarfræð-
ingar heföu ekki talað til þeirra persónu-
lega og að svör þeirra heföu oft verið
eins og stöðluð. Þeir lögðu einnig áherslu
á að það skifti máli hvað væri sagt og
hvernig.
Meðrannsakendur mínir vöktu einnig
athygli á, að vegna þess sambandsleysis
sem ríkti milli þessarra hjúkmnarfræð-
inga og þeirra, heföi viðkomandi hjúkr-
unarfræðingur ekki haft samráð við þá
um ýmsa þætti er þá vörðuðu og þeir
heföu því upplifað hann sem einhvern
yfirmann eða yfirgangsama persónu sem
heföi þörf fyrir að stjóma og ráða.
4. Viðbrögð sjúklings við
umhyggjuleysi
Meðrannsakendum mínum bar saman
um að upplifun þeirra á umhyggjuleysi
heföi verið mjög niðurdrepandi og erfið
reynsla fyrir þá sem sjúklinga. Að upp-
lifa skort á umhyggju er líklega þvert á
væntingar flestra sem leggjast inn á
sjúkrahús. Fyrstu viðbrögð virðast því
vera undrun og vantrú. Sjúklingnum
finnst erfitt að trúa því að hann sé að upp-
lifa umhyggjuleysi á sjúkrahúsi og lítur
gjaman í eigin barm til þess að finna
ástæðu fyrir viðmóti hjúkrunarfræðings-
ins. Ef sjúklingurinn finnur ekki senni-
lega skýringu hjá sjálfum sér, virðist
hann horfa á aðstæður hjúkmnarfræð-
ingsins til þess að komast að hugsanleg-
um ástæðum.
Eftir að sjúklingurinn gerir sér grein
fyrir að hann er í raun og vem að upplifa
umhyggjuleysi virðist hann ganga í gegn-
um stig gremju og reiði. I rauninni sögðu
margir meðrannsakendur, að þeir finndu
enn fyrir gremju og reiði gagnvart hinum
umhyggjulausa hjúkmnarfræðingi.
Vegna þess hve sjúklingurinn er í erfið-
um og viðkvæmum aðstæðum er hann
oftast ófær um að tjá þessar neikvæðu til-
finningar sínar sem virðast þróast yfir í
örvæntingu og hjálparleysi.
Sjúklingurinn er upp á hjúkmnarfræð-
inginn kominn en viðkomandi er röng
persóna á röngum stað og það er lítið
sem sjúklingurinn getur gert sér til vam-
ar. Sjúklingurinn fyllist því oft vanmátt-
arkennd, tilfinningu um missi og að hafa
verið svikinn af þeim sem hann treysti á
að sýndu sér umhyggju. Að vera upp á
aðra kominn og upplifa umhyggjuleysi
virðist leiða til örvæntingar og hjálpar-
leysis. Ef við þetta bætist að hjúkmnar-
fræðingurinn vanvirðir sjúklinginn sem
mannvem virðist viss hætta á að tilfinn-
ingar hans þróist yfir í kvíðablandna ein-
angrunarkennd. sjúklingnum finnst hann
einskis virði sem persóna, að hann sé
ekki manneskja heldur ,,kjötskrokkur“,
,,hlutur“ eða ,,vél“, svo notuð séu orð
meðrannsakenda sjálfra.
Það var samdóma álit meðrannsakenda
að þeir uppliföu sig nokkuð vamarlausa
inni á sjúkrahúsinu og í raun berskjald-
aða gagnvart umhyggjuleysi. Þeim bar
einnig saman um að þeir heföu verið í
mikilli þörf fyrir umhyggju sem sjúkling-
ar, e.t.v. meiri en þeir heföu búist við.
Þeim leið oít eins og „varnarlausum
föngum" þegar þeir uppliföu afskipta-
leysi, kulda, hörku eða mannvonsku,
mitt í þeim aðstæðum þar sem þeir vom
háðir öðmm og í mikilli þörf fyrir um-
hyg&ju.
Ollum meðrannsakendum bar saman
um, að umhyggjuleysi heföi haft nei-
kvœð áhrifá vellíðan þeirra og tafið fyrir
eða jafnvel hindrað bata. Sumir sögðu að
það heföi verið nóg að hitta einn um-
hyggjulausan hjúkrunarfræðing eða
lækni, til að komast að þeirri niðurstöðu
að sjúkrahús væm ekki hjálplegir staðir
fyrir andlega og líkamlega vellíðan og
lækningu. Það var samdóma álit með-
rannsakenda að upplifun þeirra á um-
hyggjuleysi heföi haft mikil áhrif á þá og
heföu áhrif þess varað lengur en
upplifúnin á umhyggju, að minningin
væri mjög skýr og það væri eins og þessi
reynsla væri greypt inn í vitund þeirra.
Margir meðrannsakenda höföu ekki unn-
ið úr reynslu sinni af umhyggjuleysi og
talsverðar tilfinningar voru ennþá bundn-
ar við þessa niðurbrjótandi reynslu. Sum-
ir kölluðu þessar minningar ,,ör í
sálinni“ og jafnvel þótt þeir reyndu að
skilja þessa reynslu eða gleyma henni,
vom flestir reiðir enn. Þeir fengu jafnvel
martraðir um þann hjúkmnarfræðing
sem í hlut átti.
Nánast allir meðrannsakendurnir höföu
reynt að fyrirgefa hinum umhyggjulausa
hjúkmnarfræðingi, en sumir ítrekuðu að
gleymska fremur en fyrirgefning heföi
deyft mesta sársaukann með tímanum.
Nokkrir tjáðu þó löngun til að hitta þenn-
an hjúkmnarfræðing aftur, en gerðu sér
jafnframt ljóst, að þeir hjúkmnarfræðing-
ar sem sýndu afskiptaleysi, kulda, hörku
eða mannvonsku gerðu sér líklega litla
eða enga grein fyrir því hversu áhrifamik-
ið viðmót þeirra væri og hversu skaðleg
áhrif framkoma þeirra heföi á sjúk-
linginn.
Niðurstöður og ályktanir
Mikilvægi þess að viðurkenna sjúkling-
30
Tímarit Fhh