Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 16
starfsmenn hjúkrunarfræðinganna.
Leiðagreining leiddi í ljós að streita og
starfsánægja eru ekki beint tengd. Einnig
kom fram að streita leiðir til þunglyndis
og minni starfsfærni. Starfsfæmi og
starfsánægja eru ekki beint tengd. Hins-
vegar em bæði starfsfæmi og starfs-
ánægja tengd þunglyndi og árásargirni,
sem síðan hefur áhrif á streitu.
Þótt talið sé að streita sé töluverð í
starfi á geðdeildum þar sem starfíð felst í
því að annast veikt fólk í langan tíma og
taka þátt í tilfinningalífi og persónuleg-
um vandamálum þess, hafa geðdeildir
ekki verið mikið rannsakaðar hvað þetta
varðar. Fyrstu tilraun til þess að mæla og
flokka streitu meðal hjúkmnarfræðinga
sem starfa á almennu geðsjúkrahúsi gerðu
J. Dawkins, F. Deep og N. Selzer (1985).
Þeir völdu úrtak 100 hjúkmnarfræðinga
af handahófi en svarhlutfallið var aðeins
51%. Því þarf að taka niðurstöðunum
með miklum íyrirvara. Rannsóknir
Dawkins o.fl. náðu til 78 þátta sem áttu
að mæla streitu meðal geðhjúkmnarfræð-
inga, enda er starf geðhjúkmnarfræðinga
fjölþætt. Niðurstöður þeirra sýna að það
em einkum stjómunarlegir og skipulags-
legir þættir eins og árekstar á milli
starfsstétta, takmörkuð aðföng, tímasetn-
ing viðfangsefna, neikvæð einkenni sjúk-
linga og frammistaða starfsfólks sem
valda streitu. Helmingur þess sem veldur
mikilli streitu stafar af stjómunarlegum
og skipulagslegum þáttum. Sá þáttur
sem oftast var nefndur í þessu sambandi
var sá að vera ekki látinn vita þegar breyt-
ingar áttu sér stað.
G. Jones, K. Janman og T. Rick
(1987) rannsökuðu streitu meðal hjúkr-
unarfræðinga sem störfuðu á stóm geð-
sjúkrahúsi þar sem sjúklingamir vom
mjög mikið veikir og hættulegir um-
hverfi sínu. Aðeins 349 af 718 starfs-
mönnum, eða 49% svömðu á viðunandi
hátt, þar af vom 73% karlmenn. Stuðst
var við fimm tegundir mælinga: heil-
brigði og vellíðan, hversu miklar kröfur
starfsfólki fannst gerðar til sín, hversu
mikinn stuðning því fannst það fá, starfs-
ánægja þess og almennar upplýsingar. I
niðurstöðunum kom fram að starfsmenn-
imir höfðu töluverða streitu. Konur vom
haldnar heldur meiri streitu en karlar.
Af því sem að framan er sagt má sjá að
enn vantar nokkuð á að niðurstöður gefi
skýra heildarmynd af streitu í starfi með-
al hjúkmnarfræðinga. Það veldur nokkr-
um vandkvæðum við túlkun niðurstaða
og samanburð rannsókna að beitt er ólík-
um aðferðum við mælingu á lykilbreyt-
um. Auk þess er fjallað um tengsl streitu
við ólíkar breytur frá einni rannsókn til
annarrar. í heild virðast niðurstöður þó
sýna að streitu í starfi hjúkmnarfræðinga
er ekki hægt að rekja til fárra lykilþátta
heldur tengist hún mörgum þáttum í
starfi þeirra. Frekari rannsókna er þörf
til þess að fá skýrari mynd af samspili
þessara þátta í tengslum við streitu og
starfsþreytu í starfi hjúkmnarfræðinga.
Eitt er að draga saman niðurstöður er-
lendra kannana og annað að heimfæra
þær undir íslenskar aðstæður. Engin
könnun, sem beinlínis hefur það sem
megin markmið að rannsaka streitu með-
al hjúkmnarfræðinga, hefur verið gerð
hér á landi. í könnun sem var gerð meðal
félagsmanna Félags háskólamenntaðra
hjúkmnarfræðinga (Laura Thorsteins-
son, Jóna Siggeirsdóttir og Ásta Thor-
oddsen, 1987) kom þó meðal annars
fram að töluverð streita væri tengd starfi
þeirra. Þannig töldu 77% hjúkmnarfræð-
inga að töluverð eða nokkur streita væri
tengd starfi þeirra, einnig töldu 64% að
vinnuálag í starfi væri mikið eða of
mikið.
Tilgangur þessarar rannsóknar er að
kanna streitu í starfi hjá hjúkmnarfræð-
ingum sem starfa á geðdeild Landspítal-
ans og auka þannig þekkingu okkar á
þessu mikilvæga fyrirbæri. Auk þess
verður reynt að kanna hversu mikil streit-
an er meðal íslenskra hjúkmnarfræð-
inga, og að varpa ljósi á helstu ástæður
fyrir streitu í þessum hópi.
Rannsóknaraöferðir —
Úrtak
Streitukönnun þessi er hluti af stærri
könnun sem gerð var meðal hjúkmnar-
fræðinga á Geðdeild Landsspítans 1987.
Lagður var spurningalisti fyrir alla hjúkr-
unarfræðinga á umræddri geðdeild. Til
þess að fá sem besta þátttöku var auglýst-
ur ákveðinn tími og staður þar sem gert
var ráð fyrir að spumingalistanum væri
svarað. Það tók hjúkmnarfræðingana
yfirleitt um það bil 45—60 mínútur að
svara spumingunum. Þegar könnunin
fór fram var 91 hjúkmnarfræðingur í
starfi á Geðdeild Landsspítalans. Af
þessum hópi svömðu 75,8% eða 69
hjúkmnarfræðingar spumingalistanum.
Heimtur verða því að teljast all góðar.
Rúmlega 82% hjúkmnarfræðinganna
sem þátt tóku í könnuninni vom útskrif-
aðir frá Hjúkmnarskóla íslands, 14,9%
voru útskrifaðir frá Háskóla Islands og
3% frá erlendum skólum. Þá höfðu
29,4% lokið sémámi í geðhjúkran og
16,2% höfðu lokið öðm sémámi. Af
hópnum vom 76% giftir eða í sambúð.
Aldurskiptingin var eins og sjá má á
mynd 1. Meðalstarfsaldur við störf á
geðdeild var 9,8 ár en 14,7 ár við hjúkr-
unarstörf. Meðalvinnustundafjöldi á
viku var 41,6 stund. Þeir sem störfuðu
við almenn hjúkmnarstörf vom 28,4%,
deildarstjórar og aðstoðardeildarstjórar
vom 58,2%, hjúkmnarframkvæmda-
stjórar 9% og 4,5% störfuðu við annað.
Rúmlega 75% vom í 80% starfi eða
meira.
%
Mælitæki
Eins og fram kemur hér að framan er
umrædd könnun spumingalistakönnun.
Allar rannsóknarbreytur vom mældar
með sama spumingalistanum sem gerður
var af höfundum. Spumingalistinn náði
til nær 500 þátta.
Streita var mæld með tveimur spurn-
ingum. I fyrsta lagi var spurt hve oft
hjúkmnarfræðingar fyndu fyrir streitu
(nær alltaf, stundum, sjaldan, nær aldrei).
I öðm lagi var spurt um hversu mikilli
streitu hjúkmnarfræðingar fyndu fyrir
(mikið, nokkuð, lítið og ekki). Fylgnin
milli þessara breyta var 0,73 samkvæmt
Spearman en 0,74 samkvæmt formúlu
Pearsons. Þessar breytur vom lagðar
saman og mynduðu breytuna streita.
Einnig var spurt hversu mikil áhrif
(mjög mikil, mikil, lítil, mjög lítil)
ákveðnir þættir hefðu á streitu í hjúkmn-
arstarfmu. Þetta vom 13 þættir (sjá
mynd 1) sem oft em taldir valda streitu í
starfi hjúkmnarfræðinga.
Aldur hjúkmnarfræðinga var skráður
þannig að honum var skipt niður í flokka
með 5 ára aldursbilum frá 20 ára aldri og
uppúr. Fjöldi bama hjúkmnarfræðinga
og hjúskaparstaða þeirra var skráð.
Menntun var flokkuð í þrennt eftir því
hvaðan hjúkmnarpróf var tekið (Hjúkr-
unarskóli íslands, Háskóli Islands og er-
lendir skólar). Einnig var útskriftarár
skráð. Starfsreynsla var skráð sem sá ára-
fjöldi sem svarandi hafði starfað við
hjúkmn frá því hann lauk prófi. Auka-
vinna var mæld í fjölda aukavinnustunda
í mánuði, en heildarvinnutími sem vinnu-
stundafjöldi við hjúkmnarstörf á viku.
Staða fór eftir því hvaða stöðu viðkom-
andi gegndi er könnunin fór fram (al-
14
Tímarit Fhh