Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 29

Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 29
veggja heimilanna og klausturmúranna ef þær óskuðu þess. Hjúkrunarfræðingar urðu margar hverjar mikils ráðandi, dugmiklir stjórnendur á stórum stofnun- um og áhrifamiklar forystukonur á fleiri sviðum, allt frá tímum hinna rómversku hefðarkvenna (matróna), á 4. öldinni og síðar á tímum Beguinasystranna. Eg er ,,idealisti“ í hjúkrun og ber djúpa virð- ingu fyrir konum eins og Hildegard von Bingen og Florence Nightingale sem áttu þátt í að ryðja henni braut. Ég gæti ekki hugsað mér að starfa við neitt annað en hjúkrun. Ég hef mikinn metnað fyrir hönd hjúkrunarstéttarinnar og finnst það gæfa að hafa fengið að starfa við hana. I framhaldi af kvenréttindatalinu bar heiti starfstéttarinnar á góma. Skiptir máli hvort talað er um hjúkrunarkonur eða hjúkrunarfrœðinga? Sennilega fer það eftir því hvaða mynd starfsheitin draga upp í hugarheimi hvers og eins. I marga áratugi bárum við starfs- heitið hjúkrunarkona með mikilli ánægju og mér þykir enn vænt um það þó að ég hafi ekkert á móti orðinu hjúkrunar- fræðingur. Þeim sem fmnst skipta máli að fjölga karlmönnum í okkar stétt finnst það von- lítið ef þeir eiga að bera kvenkyns starfs- heiti. í Noregi heita hjúkrunarfræðingar nú sykepleier en hjá Dönum er gamla starfsheitið sygeplejerske fast í sessi. Ég dreg í efa að Norðmönnum hafi tekist betur að hæna karlmenn til hjúkrunar- starfa með breyttu starfsheiti en hitt er víst að danskar hjúkrunarkonur hafa náð betri árangri í launabaráttunni en starfs- systur þeirra á hinum Norðurlöndunum þrátt fyrir kvenkyns starfsheiti. Hjúkrunarsaga Hvað fœr önnum kafna athafhamann- eskju til að setjast niður við að skrifa efn- ismikið heimildarrit um hjúkrun og gefa það út á eigin kostnað þegar í Ijós kemur að enginn vill styrkja framtakið? Vafalaust skortur á raunsæi. Þetta var meiri vinna en ég átti von á. Efnið er óþrjótandi og bókin hefði orðið meiri að vöxtum ef fjárhagur hefði leyft. Hjúkrun- arsagan er svo áhugaverð og eykur skiln- inginn á hugmyndunum sem nútímahjúkr- un byggir á. Éins og Gunnar Dal segir í ljóði sínu Dæmdu ekki: Horfðu þakklátum augum niður á horfnar kynslóðir því þú stendur á herðum þeirra. Hjúkrunarsaga var alltaf kennd frá fyrstu tíð í Hjúkrunarskóla íslands. Þegar Hjúkrunarsagan var komin út tókst að fá aukafjárveitingu til skólans og þá gat hann lagt út nokkra upphæð, mig minnir þrjú ár í röð til kaupa á 100 eintökum sem nemar fengu síðan á mjög vægu verði. Nú er verið að vinna að nýrri bók um hjúkrunarsögu íslands. Mig langar sjálfa að bæta við og endurbæta kaflann ,,Saga hjúkrunarmála á Islandi.“ Til að taka heimildir saman um það sem gerst hefur frá því að bókin kom út árið 1969 hef ég fengið 12 ágæta hjúkrunarfræðinga sem ætla að skipta með sér verkum og skrifa um þetta tveggja áratuga viðburðaríka tímabil. Öll slík vinna er tímafrek. Það þarf að eiga viðtöl við marga og fara á bókasöfn til að afla meiri upplýsinga um löngu liðin tímaskeið. Þótt ég hafi látið af störfum um síðast liðin áramót og hafi hugsað mér að vinna áfram að meiri heimildaöflun um sögu hjúkrunar er margt annað sem líka er freistandi að nota tímann til. Sérstaklega finnst mér ánægjulegt að geta boðið vinum og vandamönnum nudd með ilmolíum sem ég hef verið að læra í vetur. Sú iðja virðist vera vel þegin og skapa vel- líðan. Mér finnst ég þá jafnvel vera farin að hjúkra aftur eins og til stóð fyrir 50 ár- um þótt á starfsævinni hafi verið vikið af leið vegna félags- og skólastarfa. Nú er hægt að ráða hvernig eigin tíma skuli var- ið og njóta lífsins. Sagði einhver að María Pétursdóttir vœri hœtt störfum? Upplýsingar fyrir greinahöfunda Höfundar greina skila handritum til ritnefndar Fhh, Lágmúla 7, 108 Reykjavík og áskilur ritnefndin sér rétt til að taka grein til birtingar eða hafna henni. Tímarit Fhli birtir greinar um hjúkrunarfræði eða greinar sem eiga er- indi til hjúkrunarfræðinga á einn eða annan hátt s.s. rannsóknir, endurskoð- un, upprifjun fræðsluefnis og hugleið- ingar um/eða tengdar hjúkrun. Mikilvægt er að greinum sé skilað fyrir þann tíma sem auglýstur er í Fréttbréfi Fhh í byrjun hvers árs. Það auðveldar störf ritnefndar og flýtir út- komu blaðsins. Ef fjárhagur leyfir þá fá höfundar greidda smáupphæð fyrir framlag sitt. Tímarit Fhh áskilur sér rétt til að setja upp greinar og aðlaga að formi blaðs- ins. Handritum má skila vélrituðum eða gjaman á disklingum. Hafa skal góða spássíu. Á fyrstu síðu handrits þarf að koma fram titill greinar (stuttur og gagnorður), nafn höfundar, starfsheiti og upplýsingar sem lýsa náms- og starfsferli. Gott er að hafa áðumefnd- ar upplýsingar á sérblaði til að auðvelt sé að fjarlægja þær ef grein er send í nafnlausan yfirlestur. Greinar skulu ekki vera lengri en 14 vélritaðar síður og heimildalisti á ekki að innihalda meira en tuttugu heimild- ir. Myndir og teikningar skulu vera það skýrar að hægt sé að prenta beint eftir þeim. Töflur ættu að vera skýrt upp- settar og það þarf að koma fram í texta hvar höfundur óskar eftir að myndir og töflur séu staðsettar. Við ritun grein- arinnar og tilvitnanir í heimildir skulu staðlar APA hafðir til viðmiðunar en nánari upplýsingar um þá má finna í bókinni American Publication Manu- al auk leiðbeininga um uppsetningu. í byrjun greinarinnar skal vera út- dráttur þar sem efni greinarinnar kem- ur fram í stuttu máli Sé um rannsóknar- grein að ræða skal geta rannsóknarárs og staðar í þessum útdrætti. Skammstafanir skulu skýrðar í fyrsta skipti sem þær koma fram. Höfundar em ábyrgir fyrir að rétt sé vitnað í heimildir í greinum þeirra. Einnig em þeir ábyrgir fyrir þeim skoðunum og upplýsingum sem þar koma fram. 27 7. árg. 1. tbl. 1990

x

Tímarit FHH

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.