Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 37

Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 37
Næringarástand Tekiö saman af Ingu Þórsdóttur f.h. umræðuhóps hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum um hjúkrun og næringu. Umræðuhópurinn var stofnaður í tilefni af heimsókn prófessors Lindu Cronenwett haustið 1989. Hópinn skipa auk höfundar, Anna Stefánsdóttir, Bjarney Tryggvadóttir, Erna Har- aldsdóttir, Ingibjörg ívarsdóttir, Ingibjörg Níelsen, Kristín Sófusdóttir, Lilja Þorsteinsdóttir, Steinunn Jóhannsdóttir og Þóra I. Árnadóttir. Hjúkrunarrannsóknir fjalla í vaxandi mœli um nœringu sjúklinga og annarra skjólstœð- inga. Athugun sem gerð var árið 1986 sýndi að tvöfalt fleiri vísindagreinar um hjúkrun og næringu voru birtar á árunum 1980—1984, en árunutn milli 1970 og 1980 (Moore o.fl.,1986). Algengasta rannsóknarefnið var hjúkrun og slöngumötun og/eða nœring í œð, en greinarnar fjalla einnig um rannsóknir hjúkrunarfræðinga á m.a. offitu, nœr- ingu krabbameinssjúklinga, næringu aldraðra og ungbama. I flestum þessara verka felst einhvers konar mat á nœringarástandi (,,nutritional status'j. Skilgreining Hugtakið næringarástand er í sinni víð- ustu merkingu notað til þess að lýsa lífs- líkum út frá þeim breytum sem hægt er að hafa áhrif á með orku og næringar- efnum. Lélegt næringarástand má þá skil- greina sem of- eða vannæringu, eða jafn- vel það ástand sem stafar af rangri samsetningu hinna ýmsu næringarefna. Hugtakið er þó oftast notað í mun þrengri merkingu. Lélegt næringarástand er af hefð nær eingöngu notað þegar um van- næringu er að ræða, þ.e.a.s. þegar inn- taka orku, próteina og/eða annarra lífsnauðsynlegra næringarefna er of lítil. Þetta ójafnvægi eða skortur veldur því að smátt og smátt minnkar forði líkamans af orku og næringarefnum og starfsemi hans truflast. Afleiðingar lélegs næringarástands Prótein- og orkuskortur dregur úr hæfni líkamans til þess að græða sár, mæta stressi og sýkingum (Lipschitz, 1982). Ofullnægjandi næring bitnar íyrst Inga Þórsdóttir lauk B.S. prófi frá Náms- braut í hjúkrunarfræði við H.í. 1980. Vann við hjúkrunarstörf 1980—1982 á Landspítala og í Gautaborg. Próf í næring- arráðgjöf frá Nordisk högskola for husha- allsvetenskab janúar 1985. Doktor í klínískri næringarfræði vorið 1989 frá læknadeild Gautaborgarháskóla. Starfar nú sem yfimæringarráðgjaft á Landspítal- anum og stundakennari í námsbraut í hjúkrunarfræði og í matvælafræði við H.í. á líffærakerfúm þar sem stöðug endur- nýjun á sér stað, eins og í húð, melting- arvegi og beinmerg og þar sem umskipti próteina eru mikil, eins og í lifur. Lélegt næringarnám getur því valdið einkenn- um á húð, slæmu frásogi næringarefna (,,malabsorption“), truflun á ónæmis- kerft og blóðleysi (Lipschitz, 1982). Matarskortur barna víða í þriðja heim- inum veldur sjúkdómunum kwashiorkor, vegna skorts á próteinum, og marasm, vegna skorts á bæði orku og próteinum. í ríkustu löndum heims er ofeldi hins veg- ar stórt vandamál og ójafnvægi í neyslu orkuefna tengt algengustu sjúkdómun- um. Manneldismarkmið okkar íslend- inga og margra annarra þjóða beinast gegn þessu og miða að því að breyta neysluvenjum almennings. Vannæring í okkar heimshluta er þó engan veginn óþekkt fyrirbrigði. Mikið hefur verið rætt og ritað um lé- legt næringarástand sjúklinga á sjúkra- húsum og hefur fyrirbrigðið gengið undir ýmsum nöfnum, eins og t.d. sjúkrahússvelti. Lélegt næringarástand sjúklinga er oftast tengt sjúkdómnum og/eða meðferð hans, en ekki matar- skorti á sjúkrastofnunum eins og sjálf- sagt liggur í augum uppi. Það er hins vegar mikilvægt að geta gripið inn í versnandi næringarástand, og þekkja þau tilfelli þar sem hætta er á vannæringu til þess að geta gert varúðarráðstafanir og hafið næringarmeðferð í tæka tíð. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að slæmt næringar- ástand lengir legutíma, minnkar batalík- ur og eykur tíðni aukaverkana (Wamold og Lundholm, 1984). Rannsóknir af þessu tagi hafa m.a. verið gerðar á sjúk- lingum handlæknisdeilda, krabbameins- sjúkum, sjúklingum á langlegudeildum og öldruðum (Agarwal, 1988, Hickman o.fl., 1980, Hill o.fl., 1977, Lipschitz, 1982, Sullivan o.fl., 1990 og Wamold og Lundholm, 1984). Það heyrir meðal annars undir hjúkmn að koma í veg fyrir og meðhöndla lélegt næringarástand til þess að stuðla að vel- líðan og auka batalíkur. Það er því nauð- synlegt að við getum lagt mat á næringar- ástand, bæði til þess að athuga þörf fyrir 35 7. árg. 1. tbl. 1990

x

Tímarit FHH

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.