Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 30
Umhyggjuleysi í hjúkrun —
frá sjónarhóli sjúklinga
Sigríður Halldórsdóttir
Tilgangur þess rannsóknarhluta sem hér er kynntur var að kanna meginatriði um-
hyggjuleysis eins og sjúklingar hafa upplifað það í samskiptum sínum við hjúkrunar-
frœðinga. Markmiðið var að bæta við þekkingu og auka skilning á þessu mannlega
fyrirbœri. Niðurstöður benda til þess að umhyggjuleysi geti haft alvarlegar afleiðingar
í för með sér fyrir sjúklinga. Rannsóknin var gerð af höfundi í Kanada á árunum
1987—1988. Höfundur kynnti hluta af rannsókninni undir heitinu ,,Umhyggja í hjúkr-
un — frá sjónarhóli sjúklinga “ í síðasta tölublaði Tímarits Fhh.
Þegar sjúklingur leggst inn á sjúkrahús
er þess vænst að hann afsali sér miklu af
eigin sjálfstæði og sjálfsábyrgð. Watson
(1979) hefur bent á að þetta geri það að
verkum að hjúkrunarfræðingar verði að
vera sérstaklega meðvitaðir um þá þætti
á sjúkrahúsum sem hafa tilhneigingu til
að svipta persónur mannlegri reisn og að
mikilvægt sé að hjúkrunarfræðingar veiti
stuðning, vemdi og styrki hverja per-
sónu sem þangað kemur.
Zaner (1985) áréttar að það sé gmnd-
vallaratriði fyrir hjúkrunarfræðinga og
lækna að skilja að sjúkdómar og slys
skaði sjálfsmynd, sjálfstæði og tengsla-
myndun við annað fólk, meira eða minna.
Hann telur að ef hjúkrunarfræðingar og
læknar átti sig ekki á þessu og komi ekki
fram á viðeigandi hátt geti það skaðað
sjúklinginn enn frekar. Zaner bendir enn-
fremur á, að við komu á sjúkrahús sé
sjúklingum gert að klæðast sviplausum
sjúkrahúsfötum, sem auðveldi aðgang að
líkama þeirra. Þeir þurfi að svara spurn-
ingum, oft mjög nærgöngulum, um ýmis-
legt úr sínu persónulega lífi. Þá verði
þeir að sýna líkama sinn, oft í auðmýkj-
andi stellingum, ókunnugu fólki, sem
potar í og þrýstir, tekur sýni og stingur,
þuklar og þreifar. Zaner kemst að þeirri
niðurstöðu að það krefjist mikillar þolin-
mæði að vera sjúklingur og það sé varla
undrunarefni að mörgum sjúklingum
finnist þeir sjálfir vera utangátta, til við-
bótar þeim óþægilegu tilfmningum sem
sjúkdómurinn eða slysið kann að hafa í
för með sér.
Benner (1988) hefur bent á hvað
sjúkrahús geti haft einangrandi áhrif á
fólk og hvemig sjúklingar geti misst
tengslatilfinningu sína við aðra; glatað
von og tilfinningu um að þeir og bati
þeirra sé einhverjum mikilvægur. Hún
telur að sjúklinga íysi ekki að snúa aftur
til heims sem er kaldur, ópersónulegur
og tæknilegur. Þeir laðist að umhyggju
sem oft sé tjáð á annan hátt en það sem
venjubundið er á sjúkrahúsum. Þess
vegna sé umhyggju oft lýst sem það að
gera undantekningar, að einstaklings-
hæfa hjúkrunina.
Varnarleysi sjúklingsins og allar að-
stæður hans á sjúkrahúsinu virðast gera
hann næmari bæði fyrir umhyggju og
umhyggjuleysi. Það er undir þeim kring-
umstæðum sem hjúkrunarfræðingurinn
birtist sem lifandi persóna í hinum nýja
heimi sjúklingsins og getur ýmist styrkt
hann eða brotið enn frekar niður. Fáar
rannsóknir hafa verið gerðar á upplifun-
um sjúklinga sjálfra á umhyggjuleysi.
Aðeins tvær rannsóknir fundust í hjúkr-
unarbókmenntum þar sem þessi hlið
mannlegra samskipta var rannsökuð að
einhverju leyti (Riemen, 1986; Drew,
1986). Það var því full ástæða til að líta
enn frekar á þessa hlið mála. Hluti þeirr-
ar rannsóknar sem hér fer á eftir þjónaði
þeim tilgangi að kanna meginatriði um-
hyggjuleysis eins og sjúklingar hafa
upplifað það í samskiptum sínum við
hjúkrunarfræðinga. Markmiðið var að
bæta við þekkingu og auka skilning á
þessu fyrirbæri.
Sá viðmiðunarrammi sem liggur til
grundvallar í gerð rannsóknarinnar er
skýringarlíkan Kleinman (1978). Líkan-
ið felur í sér þann heildarskilning að inn-
an þess menningarkerfis, sem heilbrigðis-
þjónustan er, séu þrjú afmörkuð en sam-
tengd svið túlkunar og reynslu. Þetta eru
svið fagfólks, almennings og þeirra er
stunda jaðarlækningar (Kleinman, Eisen-
berg & Good, 1978). Þetta skýringarlík-
an felur í sér að ákvarðanir, hlutverk,
tengsl, reynsla og túlkun hennar séu ekki
eins hjá þessum þremur hópum. Þannig
geta heilbrigðisstarfsmenn, eins og
hjúkrunarfræðingar, ekki gengið að því
sem vísu að sjúklingar túlki reynslu sína
á sama hátt og þeir. Þeir þurfa hins vegar
að kynnast sjónarhóli sjúklingsins til
þess að geta veitt betur þá hjúkrun sem
hann þarfnast. Skýringarlíkan Kleinman
áréttar mikilvægi þess að rannsaka
reynslu einstaklingsins en hin reynslu-
bundna rannsóknaraðferð (phenomeno-
logy) felur einmitt í sér slíka athugun.
Rannsóknaraðferð
,,Fenómenólógía“ er hvoru tveggja í
senn heimspekistefna (fyrirbærafræði)
og aðferðafræði (reynslubundin rann-
sóknaraðferð). Sem aðferðafræði byggir
hún á því viðhorft að reynsla fólks sé
rannsóknarverð. í henni felst athugun og
lýsing á tilteknum mannlegum fyrirbær-
um í því skyni að lýsa þeim eins og þau
koma þeim sem reynt hafa fyrir sjónir.
(Lynch-Sauer, 1985; Oiler, 1982; Om-
ery, 1983; Parse, 1990). í anda hinnar
,,fenómenólógísku“ nálgunar var notað
fræðilegt úrtak (Morse, 1986), ítarleg
óstöðluð viðtöl og stöðug samanburða-
greining (Lofland, 1971). Rannsóknin
var gerð í Kanada 1987—1988. Níu fyrr-
Sigríður Halldórsdóttir lauk B.S. prófi frá
Námsbraut í hjúkrunarfræði H.I. árið 1978,
uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla
árið 1979 og M.S. gráðu í hjúkrun frá
University of British Columbia 1988. Hún
hefur starfað sem námsstjóri við Nýja
hjúkrunarskólann og nú sem lektor við H.I.
28
Tímarit Fhh