Tímarit FHH - 01.09.1990, Síða 39

Tímarit FHH - 01.09.1990, Síða 39
wood, 1986). Áður fyrr voru aðallega notaðar töflur sem fyrst voru gefnar út af bandarísku tryggingafélagi. Þyngd hvers einstaklings var síðan reiknuð sem hlut- fall af ákveðinni kjörþyngd og vannær- ing eða offita greind í hundraðshlutum. Aðferðin getur valdið mistúlkun af því að hundraðshlutarnir gefa ekki til kynna að frávik sé frá þeirri þyngd sem er best fyrir alla. Stuðullinn „body mass index“ (BMI), sem þróaður var af Garrow, er nú meira notaður til þess að meta þyngd í næringarfræðilegum athugunum (Garrow, 1981 og 1983). BMI = þyngd í kg/hæð í m2. Kjörþyngd er á mikið stærra bili en samkvæmt öðrum aðferðum þ.e. 20—25 kg/m2 (einstaklingur sem er 1,65 m ætti þá að vega 55—68 kg). Síðar hefur verið sett fram bilið 18,5—24 íyrir konur, en flestir láta sér nægja sömu viðmiðunar- tölur fyrir bæði kynin. Lækkandi BMI undir 20 kg/m2 getur gefið vísbendingu um versnandi næringarástand, en BMI 25—30 kg/m2 kallaði Garrow ofþyngd (,,overweight“) og £30 kg/m2 offitu (,,obesity“). Kjörþyngdin er tengd mest- um lífslíkum en offitan hefur fylgni við ýmsa algenga sjúkdóma og auknar dán- arlíkur. Fljótútreiknaður stuðull, sem töluvert var notaður áður fyrr, er Broca-stuðull en í honum felst sú þyngd í kílóum sem einstaklingur er í sentimetrum umfram einn metra. Stuðullinn er 1 eða 100% ef einstaklingur sem er 1,65 m á hæð vegur 65 kg. Frávik eru mæld í hundraðshlut- um af þessu, en það getur valdið mistúlk- un eins og að ofan greinir. Við barnahjúkrun eru notaðar svokall- aðar vaxtarkúrfur til þess að meta þyngd. Enginn einn stuðull er hentugur til þess að meta þyngd bama meðal ann- ars vegna þess að vaxtarhraðinn er ekki hinn sami hjá öllum aldurshópum. Við mat á næringarástandi sjúklinga þarf að hafa í huga að vökvasöfnun eða bjúgmyndun, sem er fylgikvilli prótein- skorts og margra sjúkdóma, eykur þyngd og gefur því hærri gildi en næringar- ástandið sem slíkt gefur tilefni til. 1.2 Húðfellingamælingar og ummálsmælingar Útreikningar út frá mælingum á húð- fellingum og ummáli upphandleggs- vöðva eru notaðar til þess að meta fitu og vöðvamassa (Frisanco, 1974, Symreng, 1982). Algengast er að mæla húðfellingu aftan á miðjum upphandlegg (HUH) en mælingar tíðkast einnig undir herðablaði og framan á kvið. Stærð húðfellinga mæl- ir fitu undir húð sem sýnt hefur verið fram á að er í beinu sambandi við mæl- ingar á heildarfituforða líkamans. Aðal- orkuforða mannslíkamans, fituna, er því hægt að áætla út frá HUH. Ummál upp- handleggjar (UUH) er mælt til þess að hægt sé að reikna ummál upphandleggs- vöðva (UUHV) en fylgni er milli UUHV og mælingar á vöðvamassa líkamans. UUHV (cm) = UUH (cm) - (0,314 x HUH (mm)) Stærstur hluti próteina mannslíkamans er í vöðvum og UUHV er því notað til þess að áætla bæði vöðvamassa og pró- teinforða líkamans. Við notkun á HUH og UUHV til þess að meta vannæringu í fitu- og vöðva- massa þarf að styðjast við viðmiðunar- gildi sem samræmast viðkomandi sjúklingi eða hópi sjúklinga. 2. Mælingar á samsetningu líkamans Með mælingum á næringarástandi er leitast við að gefa hugmynd um samsetn- ingu mannslíkamans með tilliti til fitu- og próteinforða (Tafla 1). Mannslíkam- inn er úr vatni, fitu, próteinum og örlitlu af kolvetnum, steinefnum og vítamínum (Witney og Hamilton, 1987). Hlutföll efnanna eru auðvitað breytileg. Iþrótta- maður hefur hlutfallslega litla fitu og meira af próteinum og vatni en meðal- maður og offitusjúklingurinn mikla fitu og þá um leið hlutfallslega lítið af vatni. Meðaltöl fyrir efnasamsetninu mannsins eru um það bil 60% vatn, 20% fita og 20% fitulaus massi sem er að mestu leyti prótein. Konur hafa hlutfallslega meira fituinnihald en karlar. Samsetningu mannslíkamans er óbeint hægt að mæla með eðlisþyngdarmæl- ingu, sem auðvitað er óhentug í sinni hefðbundnu mynd, með ómun (Fanelli og Kuczmarski, 1984) og með mæling- um á straumhraða (Lukaski o.fl., 1985). Út frá mælingunum er síðan reiknað magn fitu og vatns. Aðrar aðferðir til þess að athuga innihald líkamans af fitu og vatni, eru mælingar á útþynningu efna sem gefin hafa verið í þekktu magni og dreifast auðveldlega í því sem mæla á. Þannig er ákveðinn skammtur af þungu vatni gefinn og styrkur þess síðan mæld- ur í þvagi eða blóðvatni, síðan er heild- armagn vatns í líkamanum reiknað út frá þessu (Bruce o.fl., 1980). Magn vöðva- massa er hægt að mæla óbeint með því að notfæra sér þá vitneskju að það er í beinu hlutfalli við innihald líkamans af geislavirku kalíum (40-K) sem hægt er að nema með til þess gerðum tækjum (Bruce o.fl., 1980). Eina aðferð í viðbót má nefna sem bíður upp á nákvæmar at- huganir á samsetningu líkamans en þetta er mæling á geislavirkni efna í líkaman- um eftir örvun þeirra með nifteindum, eða svokölluð espigreining með nifteind- um (Harvey o.fl., 1973) Sá útbúnaður sem ofangreindar mælingar krefjast er ekki til hérlendis. Hægt er að fylgjast með breytingu á próteinforða líkamans, þ.e.a.s. vöðva- og líffæravef, með mælingum á svoköll- uðu köfnunarefnisjafnvægi. Inntaka köfnunarefnis með næringu verður að vera þekkt og það magn er síðan borið saman við mældan útskilnað með þvagi, svita og hægðum (Isaksson og Sjögren, 1967). Útskilnaður er allra mestur með þvagi og krefst aðferðin af þeim sökum efnagreiningar á köfnunarefni í þvagi. Útskilnaður með svita og hægðum er minni og stöðugri eða u.þ.b. 2 gr á sól- arhring. Meðal heilbrigðra einstaklinga sem hafa stöðuga þyngd og virðist ekki um niðurbrot eða uppbyggingu að ræða er hægt að nota köfnunarefni í þvagi til þess að meta áreiðanleika upplýsinga um inntöku próteina (Isaksson, 1980). 3. Lífefnafræðilegar mælingar á blóðvökva Styrkleiki ýmissa próteina í blóði gef- ur til kynna næringarástand með tilliti til próteinforða innri líffæra (Tafla 1), (Blackburn o.fl., 1979). Þessar mæling- ar eru albumin, transferrin, prealbumin og retinól-bindandi prótein. Nú verður fjallað stuttlega um algengustu mæling- arnar, þ.e.a.s. mælingar á albumini og transferrini. Vitaskuld fyrirfinnast aðrar breytur sem eru háðar næringu, eins og hemo- globin í blóði og blóðfitugildi. Mælingar á járnbúskap eru oft notaðar með öðrum breytum til þess að meta næringarástand sjúkra (Tafla 1). 3.1 Albumin í sermi Niðurstöður margra rannsókna benda til þess að albumin í sermi sé góður mæli- kvarði á næringarástand og hafi forspár- gildi hvað varðar aukaverkanir, legutíma, batalíkur og lífslíkur (Agarwal o.fl., 1988, Blackburn o.fl., 1979, Hickman o.fl., 1980, Mitchell og Lipschitz, 1982, Seltzer o.fl., 1979, Sullivan o.fl., 1990 og Warnold og Lundholm, 1984). Hypoalbuminemiu hefur verið lýst sem svari við sjúkdómi og sýkingu. Minnkandi albumin í sermi táknar að ný- 37 7. árg. 1. tbl. 1990

x

Tímarit FHH

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.