Tímarit FHH - 01.09.1990, Blaðsíða 40

Tímarit FHH - 01.09.1990, Blaðsíða 40
myndun og endurvinnsla í lifur hefur minnkað. A sama hátt er hækkun á al- bumini í sermi vísbending um batnandi næringarástand. Greining á albumini í sermi er auðveld og tilheyrir vanabundnum mælingum á mörgum sjúkradeildum. Gildið er því oft þekkt og sparar það mikla vinnu ef nota á albumin með öðrum breytum til þess að meta næringarástand sjúklings. Athuga þarf viðmiðunargildi hverrar rannsóknar- stofu íyrir sig en vissulega er það víðs- vegar svipað. A Landspítalanum hefur viðmiðunargildið verið 38 g/1. Það er gildi sem einnig er notað annars staðar þó algengt sé að sjá viðmiðunargildi allt niður í 30 g/1 þegar albumingildi er not- að til greiningar á vannæringu (Agarwal o.fl., 1980, Lipschitz, 1982, Seltzer o.fl., 1979 og Warnold og Lundholm, 1984). Styrkur albumins í blóði breytist minna með aldri en flestar aðrar breytur sem notaðar hafa verið til þess að meta næringarástand, m.a. þyngd og transferr- in í sermi, og þess vegna hafa verið not- uð sömu viðmiðunargildi fyrir aldraða og aðra (Mitchell og Lipschitz, 1982). Sem mælikvarði á næringarástand hef- ur albumin þann ókost að hafa langan helmingunartíma (um það bil 20 daga) sem þýðir að erfitt er að nota albumin til þess að lýsa hröðum breytingum (Rots- child o.fl., 1972 og Forse og Shizgal, 1980). Samt sem áður er albumin, ásamt þyngd, sú hlutlausa breyta sem hvað mest er notuð til þess að meta næringar- ástand. Nýlega voru rannsakaðar nokkrar breytur sem notaðar hafa verið til þess að lýsa næringarástandi og reiknað hver þeirra hefði mesta fylgni við dánarlíkur aldraðra sem lögðust inn á sjúkrahús (Agarwal o.fl., 1980). Mælingar voru gerðar innan 24 klukkustunda eftir inn- lögn á sjúkrahúsið, á þyngd, albumini og transferrini í sermi, ónæmissvari í húð (,,anergy test“) ásamt talningu eitil- fruma („total lymphocyte count“ eða TLC). Sjúklingarnir voru 80 talsins á aldrinum 85 til 100 ára. Niðurstaða rann- sóknarinnar sýndi fylgni á dánarlíkum við lágt albumin (s 30 g/1), lágt TLC (S 1500 frumur/mm3) og lága líkams- þyngd (S90% af kjörþyngd). Reikning- ar sem leyfðu einangrun breytanna sýndu hins vegar að lágt albumin eitt sér hafði marktæka fylgni við dánarlíkur en svo var ekki um lágt TLC eða lága líkams- þyngd. Höfundar greinarinnar töldu þar af leiðandi að albumin væri sú breyta sem gæfi besta vísbendingu um næringar- ástand eða alvarlega vannæringu meðal aldraðra og sjúkra. 3.2 Transferrin í sermi Mælingar á transferrin í sermi eru tald- ar nema fyrr breytingar á næringar- ástandi en mælingar á albumini í sermi vegna þess að það hefur styttri helming- unartíma (um það bil 8 daga) og forði lík- amans af transferrini er minni en af albumini (Awai og Brown, 1963, Hool- ey, 1980). Bein mæling á transferrini í sermi krefst þó greiningartækni sem sjaldan er fyrir hendi. Styrkur transferr- ins í sermi er því oftast mældur óbeint með reikningi út frá jámbindigetu (Agarwal o.fl., 1988). Annar ókostur við það að nota transferrin í sermi til þess að meta næringarástand skapast af því að transferrin er í öfugu hlutfalli við járnforða líkamans þ.e.a.s. hækkar eins og járnbindigeta þegar jám í líkamanum minnkar (Lipschitz, 1982). Transferrin í sermi er þess vegna falskt hátt þegar um járnskort er að ræða jafnhliða orku og próteinskorti. Sérstaklega hefur verið bent á að gildið hefur af þessum ástæð- um minni þýðingu þegar verið er að meta næringarástand aldraðra (Lipschitz, 1982). 4. Mælingar á virkni ónæmiskerfisins Mælingar á virkni ónæmiskerfisins er hægt að nota til athugana á næringar- ástandi og gefur eins og prótein í blóði upplýsingar um próteinforða (Blackburn o.fl., 1979) (Tafla 1). Lélegt næringar- ástand minnkar hæfni líkamans til þess að mæta sýkingu. I rannsókn sem gerð var á 520 sjúklingum á handlæknisdeild- um sást að lélegri ónæmissvörun í húð („anergy test“) fylgdi hærri tíðni blóð- sýkinga og hærri dánartíðni (Pietsch o.fl., 1977). Næringarástand er einnig metið út frá fjölda eitilfmma í blóði og viðbrögðum þeirra við áreiti. Sjúklingar sem þjást af vannæringu sem sést á þyngdarmælingum og albumini í sermi, sýna einnig lélega virkni ónæmiskerfis- ins hvað varðar svörun við húðprófi og fjölda og viðbrögð eitilfruma (Bistrian o.fl., 1977). Mælingar sem þessar eru þó ekki sérstakar fyrir næringarástand og gefa einar sér ekki tilefni til neinna ályktana um næringarforða, en nýtast vel með öðrum mælingum. Næringarmeðferð Sullivan og samstarfsfólk sýndi á þessu ári fylgni ýmissa aukaverkana meðal aldraðra á endurhæfmgardeild við ann- ars vegar mælingar á albumini í sermi við innlögn og hins vegar við þyngdartap á undangengu ári (Sullivan o.fl., 1990). Auk þessa sást svipuð fylgni við daglega virkni sjúklinganna eða sjálfstæði þeirra varðandi eigin umönnun á hreinlæti, mötun o.þ.h. Fyrir rúmlega 10 árum var skrifað um algengi og alvarleika vannær- ingar meðal sjúklinga sem liggja á sjúkrahúsi vegna skurðaðgerðar og bent á að vandamálið hefði verið fyrir hendi án þess að því væri veitt eftirtekt og þar af leiðandi án þess að því væri mætt með næringarmeðferð (Hill o.fl., 1977). Rannsókn sem framkvæmd var stuttu seinna sýndi 70% auknar líkur á vannær- ingu í tengslum við það eitt að leggjast inn á sjúkrahús (Weinsier o.fl., 1979). Þessar og svipaðar rannsóknir benda á mikilvægi skráningar á þeim breytum sem mæla næringarástand til þess að meta þörf fyrir sérstaka næringarmeðferð og árangur hennar. Hjúkrunarfræðingar þurfa t.d. að opna augun fyrir mikilvægi ekki flóknari mælingar en þyngdarmæl- ingarinnar (Geunter o.fl., 1982). Til þess að stuðla að sem bestri hjúkrun er æskilegt að leita svara við nokkrum spumingum varðandi næringarástand og næringarmeðferð sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús. Eftirfarandi spumingum ætti að vera auðsvarað á flestum íslensk- um sjúkradeildum: — Hver er þyngd sjúklings og hæð? — Hefur þyngd breyst s.l. 6 mánuði, s.l. ár eða meðan á veikindum hefur staðið? — Hvaða gildi em undir viðmiðunar- mörkum? Prótein í blóði, járngildi og fleira. — Hvemig er næringarnámi háttað? Get- ur sjúklingur matast sjálfur? Astand meltingarvegar? — Hafa neysluvenjur sjúklings breyst í sambandi við veikindin? — Er sjúklingur vanur einhverju sér- stöku fæði eða er hann haldinn ein- hverjum öðmm sjúkdómi en þeim sem er ástæða innlagnar og hefur áhrif á mataræði? Þörf fyrir næringarmeðferð er hægt að meta út frá ofangreindum þáttum. Það getur þurft sérfæði ýmissa ástæðna vegna eða aðstoð við næringarnám, allt frá möt- un til slöngumötunar eða fullkominnar næringar í æð. Vitaskuld er æskilegt að næringarnám og næring sjúklings á sjúkrahúsi víki sem minnst frá venjum hans. Oft er þó óhjákvæmilegt annað en aðstæður séu framandi fyrir sjúklinginn og krefst það upplýsinga og útskýringa til sjúklingsins sjálfs og aðstandenda hans. Eftir því sem þekking okkar hefur auk- ist á vannæringu meðal sjúkra og aldr- 38 Tímarit Fhh

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.