Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 14
svið sitt. Skilgreini fyrir sjálfum sér
hvað hjúkrun er og hverju þeir ætla að
sinna. Hjúkrunarfræðingar eiga ekki að
taka á sig ábyrgð annarra starfsstétta. Af
nógu er að taka þegar hjúkrun er annars
vegar. Að sjálfsögðu skarast starfssvið
hjúkrunar og annarra starfssétta nokkuð,
það er eðlilegt því viðfangsefnið er það
sama og markmiðið eitt.
Við, hjúkrunarfræðingar búum yfir
vitneskju sem er sérstök. Hjúkrunarfræð-
ingar á ólíkum deildum ættu að leita ráða
hjá hvor öðrum í auknum mæli svo að
sérstök þekking og reynsla nýtist sem
best. Slíkt samvinna hjúkrunarfræðinga
er lítt þróuð hér á landi. Við eigum að
fagna því að geta leitað til annarra hjúkr-
unarfræðinga með ákveðin vandamál og
gera það. Þá eigum við einnig að greiða
sem best úr spumingum og vandamálum
ef til okkar er leitað. Er ekki kominn tími
til að við tökum höndum saman, hjálp-
umst að, greiðum götu hvers annars,
sjúklingum og sjálfum okkur til heilla?
Við eigum líka að vera stolt af því starfi
sem við höfum kosið okkur. Við eigum
að standa upp, rétta úr okkur og segja,
við okkur sjálf ef ekki vill betur:
,,Ég er hjúkmnarfræðingur, ég vinn
merkilegt starf og er stoltur af því“.
Hvemig skyldi standa á því að leik-
menn vita svo lítið um hvert starf okkar
er? Hvemig skyldi standa á því að oftar
en ekki em hjúkrunarfræðingar í kvik-
myndum, leikritum, bókum og tímarit-
um annað hvort gribbur, gujur eða
gabríelar? María Gunnlaugsdóttir hjúkr-
unarfrœðingur skrifaði grein í Curator
árið 1981 sem hún kallaði Hjúkrun
—hefðbundin kvennastétt. Þar vitnar hún
í skáldsögu þar sem ein söguhetjan er
hjúkrunarfræðingur. Henni er lýst svo:
„Unga hjúkrunarkonan gengur létt
og hljóðlega að störfum milli sjúkra-
stofanna í stærsta sjúkrahúsi borgar-
innar. Rebekka Bjamadóttir er prúð
og hæglát en brosið í björtum svip
hennar og markviss uppörvunarorðin
á vömm hennar em alltaf til reiðu,
hvar og hvenær sem þess gerist þörf.
Og það er oft á þessu stóra sjúkra-
húsi“.
Og:
„...Þessar vinkonur hans höfðu yfir-
leitt verið mestu fegurðardísir og
tískudrósir. Rebekka hjúkmnarkona
var hvomgt af þessu tagi. Það er hin
innri fegurð, hreinleiki og göfgi hjart-
ans sem slær í barmi þessarar ungu
hjúkrunarkonu sem hrifið hefur hann
sterkara en fegurð allra hinna* ‘.
Árið 1985 unnu nokkrir 4. árs nemar í
hjúmnarfræði við Háskóla íslands rann-
sóknarverkefni sem þeir nefndu ,,Við-
horf almennings til hjúkrunar og hjúkrun-
arfrœðinga“. Þar er fólk m.a. spurt, að
því hvaða kostum hjúkmnarfræðingur
þurfi að vera prýddur. Það verður að við-
urkennast að niðurstöðurnar komu okkur
nokkuð á óvart, og þó. I niðurstöðunum
segir m.a.:
„Sá eiginleiki í fari hjúkmnarfræð-
inga sem þátttakendur töldu langæski-
legastan var hlýlegt viðmót. Sá eigin-
leiki sem var talinn næstmikilvægast-
ur var að hjúkrunarfræðingar væru
skilningsríkir. Sá þriðji í röðinni var
góð framkoma og góð fagleg þekking
sá fjórði“.
Hvemig stendur á því að fólk úr heil-
brigðisstétt jafnvel okkar nánustu sam-
starfsmenn þurfa að verða sjúklingar og
leggjast inn á sjúkrahús til þess að skilja
hlutverk hjúmnarfræðinga? I grein sinni
Hjúkrun, stéttarvitund sem Margrét
Gústafsdóttir skrifaði í tímaritið Hjúkrun
1985 vitnar hún í bók sem læknir að nafni
Hal Lear skrifar, en hann varð íyrir þeirri
reynslu að fá hjartaáfall og leggjast inn á
sjúkrahús. Hann segir:
„Sem læknir hafði hann hugsað sér
hjúkmnarfræðing sem nokkurs konar
fulltrúa — og það kom honum mjög á
óvart sem sjúklingi — hvað hann hefði
getað verið þröngsýnn. I hans augum
hafði hún — hjúkmnarfræðingurinn
(og það var alltaf hún) haldið öllu í
röð og reglu — vitað hvað sjúklingn-
um liði — fylgt eftir fýrirmælum af
nákvæmni — og gefið réttum sjúk-
lingi rétt lyf og svo framvegis og hún
var góður húkmnarfræðingur, ef hún
leysti þessi verk vel af hendi. Sem
sjúklingur sá hann betur...“
Hvernig má þetta vera, við hvem er að
sakast? Eiga hjúkmnarfræðingar hér ein-
hverja sök?
Hjúkmnarfræðingar starfa ekki ein-
göngu inni á sjúkrahúsum. Starfssvið
þeirra hefúr vaxið mjög og starfa hjúkr-
unarfræðingar nú á heilsugæslustöðvum,
við heimahjúkmn, í skólum, hjá Atvinnu-
eftirlitinu og lyfjafyrirtækjum svo eitt-
hvað sé nefnt. Efalaust á þáttur hjúkmn-
arfræðinga í fyrirbyggjandi starfi eftir að
aukast svo og vinna hjúkmnarfræðinga í
heimahúsum því nú gerist það æ algeng-
ara að sjúklingar óska eftir því að fá að
njóta hjúkmnar heima eins lengi kostur
er.
Spurningar um líf og dauða verða
áleitnari nú en nokkm sinni fýrr. Aukin
tækni býður upp á ótrúlega möguleika í
heilbrigðisþjónustu. Þeir möguleikar
samfara minnkandi fjárframlagi til heil-
brigðisþjónustu hljóta að kalla á aukna
siðfræðilega umræðu meðal heilbrigðis-
stétta. Er ef til vill kominn tími til að setja
á laggimar þverfaglega nefnd innan
sjúkrastofnana sem fjallar um siðfræði-
lega ákvarðanatöku? Okkar mat er að
svo sé!
Ákvarðanir um heilbrigðisþjónustu
em víðar teknar en inni á sjúkrastofnun-
um. Menn deila um hvort of mikið eða
of lítið af tekjum ríkisins fari til heilbrigð-
isþjónustu og geta fært rök að hvom-
tveggju. Stjómmálamenn ákveða fjárveit-
ingu til sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva,
hjúkmnarheimila o.s.frv. Jafnframt ráð-
stafa þeir fjármagni milli einstakra rekst-
arþátta svo sem mannahalds, tækjakaupa,
viðhalds, nýbygginga og fleira. Þannig
koma þeir til með að hafa áhrif á þróun
hjúkmnarstarfsins. Það er því ljóst að
klínískir hjúkmnarfræðingar verða að
hasla sér völl á vettvangi stjórnmála til
þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku því
þessar ákvarðanir em og verða teknar
með eða án þátttöku hjúkrunarfræðinga.
Það er ekki eftir neinu að bíða, tíminn
hleypur frá okkur.
Við höfum fjallað um ýmis verkefni
hjúkmnarfræðinga, verkefni gærdags-
ins, dagsins í dag og morgundagsins.
Enn er þó ótalið það sem leggur gmnn að
þróun hjúkmnar sem fræðigreinar en
það em rannsóknir. Hjúkmnarfræði
verður að þróa eigin þekkingu. Sú þekk-
ing verður að vera sprottin úr starfi og
reynslu hjúkmnarfræðinga sjálfra. Þar
kemur hið geysimikilvæga hlutverk klín-
ískra hjúkmnarfræðinga við gerð rann-
sókna. Með þátttöku sinni í rannsóknum
kemur klínískur hjúkmnarfræðingur til
með að skýra og bæta við þann þekkingar-
forða sem klínísk hjúkrun byggir á. Á
þann hátt stuðlar hjúkmnarfræðingurinn
að bættri þjónustu við skjólstæðinginn.
Hér á undan höfum við reifað ýmis við-
fangsefni sem okkur þykja mikilvæg í
klínískri hjúkmn í dag. Enda þótt mörg
ljón hafi verið á veginum þá hafa líka
margir sigrar unnist. En baráttan heldur
áfram, barátta fýrir betri hjúkmn og
bættri þjónustu við skjólstæðinga okkar.
Að endingu spakmæli frá Lao-Tse:
„Framkvæmdu það, sem vanda-
samt er á meðan það er auðvelt; byrj-
aðu smátt á því, sem mikið á úr að
Framhald á bls. 23.
12
Tírnarit Fhh