Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 26
Gæfa að fa að starfa við
hjúkrun
Viðtal við Maríu Pétursdóttur
Eftir Þorgeröi Ragnarsdóttur
Nýja hjúkrunarskólanum hefur verið lokað og lyklinum snúið í skránni. Á þeim
tímamótum lauk María Pétursdóttir skólastjóri opinberri starfsævi sinni. I 48 ár
hefur hún starfað sem hjúkrunarfrœðingur, kennari, skólastjóri, formaður Hjúkr-
unarfélags íslands og Kvenfélagasambands íslands. Hún skráði hjúkrunarsögu Is-
lands og gaf hana út á eigin reikning þegar enginn vildi styrkja framtakið. Hún
hefur alla tíð barist fyrir bœttri stöðu hjúkrunarstéttarinnar og á stóran þátt í því
aðfarið var að kenna hjúkrun á háskólastigi hér á landi. Vegna starfa sinna í þágu
hjúkrunar var henni veitt Florence Nightingale-orðan árið 1989.
Fas Maríu og framkoma öll er heimskonunnar , brosið, handartakið og heimilið
ber vott um mikla persónu. Kaffið sem hún lagar og döðlubrauðið bragðast vel, ná-
vist hennar er þœgileg og hún segir skemmtilega frá. Hún er heillandi kona og um
leið svolítil ráðgáta.
Hjúkrunarnám á
stríðsárunum
Margbreytileikinn í menntunar- og at-
vinnumöguleikum hefur farið ört vax-
andi frá því ég var á skólaaldri og um
leið þörfin fyrir náms- og starfskynn-
ingu. Þá gátu aðeins fáir lagt fyrir sig
langskólanám og hugtakið skólaaldur
hafði þrengri merkingu. Varla nokkrum
datt í hug að setjast á skólabekk um miðj-
an aldur hvað þá við starfsaldurslok. Fyr-
ir þá sem vildu auka þekkingarforða sinn
var aðallega um sjálfsnám að ræða eða
einhver námskeið.
Sem unglingur var ég í Menntaskólan-
um í Reykjavík. Þetta var á kreppuárun-
um og erfitt að fá atvinnu og því best að
nota þennan tíma til náms. Þá voru bara
tveir menntaskólar í landinu, á Akureyri
og í Reykjavík, báðir með mála- og
stærðfræðideild en aðeins teknir inn 25
nemendur í hvora deild. Við vorum ní-
tján stelpumar í bekknum sem höfðum
náð tilskildum inntökuprófum en strák-
amir sex og hafði kvenfólkið aldrei fyrr
verið í meirihluta. Þá fannst sumum í
óefni komið og að þessi skólapláss væm
betur nýtt fyrir pilta sem með tímanum
gátu orðið góðir og gegnir embætismenn.
Mig minnir að ég hafi lítið vitað, ef þá
nokkuð, um hjúkmnamám fyrr en annað
sumarið eftir stúdentsprófið þegar ég var
sumarlangt á lýðháskóla í Svíþjóð. Mér
var bent á að það væri áhugavert, og jafn-
framt fjárhagslega viðráðanlegt nám fyr-
ir kvenfólk. Ekkert vissi ég hvernig
þessum málum var háttað heima og hugð-
ist því fara í skóla í Uppsölum. En þetta
var síðla sumars 1939 og mér var ráðlagt
að koma mér heim til íslands því leiðir
kynnu að lokast alveg.
Heimkomin sótti ég um skólavist í
Hjúkxunarkvennaskóla Islands en þá
kom í ljós að eitt af inntökuskilyrðum
var að umsækjandi yrði að hafa náð tví-
tugsaldri. Þar með varð ég að bíða í hálft
ár þar til næsti forskóli fór af stað. I ljós
kom að annar stúdent, Ásta Bjömsdóttir
frá Menntaskólanum á Akureyri, var líka
að byrja en við vissum ekkert hvor af
annarri. Þetta þótti fáheyrt og furðulegt
uppátæki hjá okkur. Við vomm iðulega
spurðar hvers vegna við hefðum eigin-
lega verið að fara í menntaskóla. Margir
vom stórhneykslaðir á að við skyldum
velja hjúkmnamám. Skólasystur okkar
sem réðu sig á skrifstofur þóttu ólíkt
skynsamari og taldar lánsamar að geta
fengið vinnu hjá traustum stofnunum.
Það hefði nú ekki verið talið neitt sér-
stakt lán ef bekkjarbræður okkar hefðu
átt í hlut.
Öðmm fannst þetta hreint ekki svo vit-
laust, svo sem Vilmundi Jónssyni land-
lækni, en hann var formaður skólanefnd-
ar Hjúkrunarkvennaskóla íslands. Hann
skrifaði sína margumtöluðu grein þegar
við Ásta vomm á þriðja og síðasta náms-
ári okkar. Þar segir hann: „Hjúkmnar-
fræðslan býr enn við bág skilyrði, og er
aðkallandi, að um verði bætt. Þarf að
hverfa/ra því, sem nú er of mikið um, að
störf nemendanna á sjúkrahúsunum séu
aðalatriðið, en fræðslan tínd upp í meira
og minna sundurlausum molum, og að
því, að námið verði höfuðviðfangsefnið,
en það látið styðjast við sjúkrastörfm.“
Ég man, svona sem dæmi um mína bók-
legu uppfræðslu, þegar ég var nemi á Víf-
ilsstöðum og átti að læra um berkla.
Ólafur Geirsson læknir hafði verið beð-
inn um að annast uppfræðslu mína í þeim
fræðum. Að loknum löngum vinnudegi
og bæði þreytt, fórum við að því er mig
minnir upp á herbergið mitt þar sem
hann settist á stólinn en ég á rúmið. Svo
fór hann að segja mér til. Ég man bara
hvað ég átti bágt með að halda augunum
opnum. Svona var þetta nú, fræðslan
vildi fara fyrir ofan garð og neðan.
Síðar í greininni segir Vilmundur:
„Fleiri og fleiri íslenskar konur ljúka nú
stúdentsprófi Er ekki dæmalaust, að sum-
ar þeirra kjósi að leggja stund á hjúkrun-
amám, en þær mættu að vísu fleiri vera.
Við háskólann hér hefur nýlega verið
stofhað til námskeiða til undirbúnings
sérstöku háskólaprófi, hinu svonefnda
BA prófi.“ Ennfremur taldi hann að það
þyrffi „naumast meira en einn penna-
drátt í háskólareglugerðina til þess að
hjúkranarfræði verði viðurkennd há-
skólanámsgrein til BA prófs.“ Ég efa
stórlega að Vilmundur hafi nokkurs stað-
ar fram að þessum tíma komist í kynni
við háskólamenntaðar hjúkrunarkonur
né hjúkrunarháskóla, en hann var raun-
sær í mati sínu á gildi hjúkrunarstarfsins
og hefur komist að þessari niðurstöðu af
24 _
Tímarit Fhh