Tímarit FHH - 01.09.1990, Blaðsíða 27

Tímarit FHH - 01.09.1990, Blaðsíða 27
eigin hyggjuviti. Hann studdi heilshugar hjúkrunarfélagið í ýmsum hagsmunamál- um og fór eftir eigin sannfæringu. Það leið heill áratugur þar til þriðji stúdent- inn innritaðist í skólann okkar og rúmir þrír áratugir þar til hjúkrunamám komst inn í Háskóla íslands. Lengi mátti bíða eftir að ,,pennadrátturinn“ kæmist á blað. Ég var að gamni mínu um daginn að telja saman þær sem em skráðar með stúdentspróf í fyrsta hjúkrunarkvennatal- inu. Þær vom aðeins 14 á tímabilinu frá 1938—1969. Fyrsti íslenski hjúkmnar- fræðingurinn sem lauk B.Sc. prófi var, eftir því sem ég kemst næst, Þorbjörg Árnadóttir en hún lauk prófi 1941 og mastersprófi 1945 frá Washington í Seattle. Framhaldsnám í Bandaríkjunum Aðalkennarinn minn í hjúkmnarskól- anum var Sigríður okkar Bachmann sem við mátum mikils á nemaámnum. Hún varð síðar ágætur samstarfsmaður okkar margra og vinur ævilangt. Sigríður hafði brennandi áhuga á að koma nemendum sínum í framhaldsnám en það var mikl- um vandkvæðum bundið á stríðsámnum. Leiðin til Norðurlanda var alveg lokuð eftir að styrjöldin skall á. Það var eigin- lega ekki um annað að ræða en að fara til Bandaríkjanna því þangað fóm íslensk skip í skipalestum og tóku ferðimar oft þrjár vikur. Nú kann einhver að spyrja hvort legið hafi þessi ósköp á að fara íyrr en heimsstyrjöldinni lyki. Það gat enginn vitað hvenær það yrði og það vantaði meðal annars hjúkmnarkennara. Sigríði var kunnugt um að Rockefeller- styrkir vom hugsanlega fáanlegir og bað formann skólanefndar að sækja um fyrir tvær hjúkmnarkonur sem nýverið höfðu lokið námi frá HSÍ. Vilmundur vildi ógjarnan stuðla að því að ungar stúlkur fæm í einhverja hættuför. Jafnvel þótt þær kæmust alla leið væri eins víst að þær ílentust vestanhafs þótt styrkveiting væri náttúrlega háð því að styrkþegi kæmi heim strax að námi loknu. Sjálf hafði Sigríður verið í framhaldsnámi í heilsuvernd og kennslu eitt ár í London og síðar í Bandaríkjunum í tíu mánaða kynnisferð árið 1935. Þá kynnti hún sér heilsuvemd og rekstur hjúkmnarkvenna- skóla og var í góðu bréfasambandi við ýmsar framákonur þar. Sigríður skrifaði þáverandi hjúkmnarráðgjafa Rockefeller stofnunarinnar, Mary Tennant, og það varð til þess að ég komst til Cleveland til náms og starfa. Þar undi ég mér svo vel að þegar mér barst bréf með þeim gleði- legu tíðindum að landlæknir hefði verið fús til að sækja um styrkinn fyrst við væmm hvort eð er komnar til Bandaríkj- anna og að nú stæði styrkurinn til boða, þá var ég hreint ekki viss um að að ég hefði áhuga á að fara í langt framhalds- nám og skuldbinda mig til að fara heim strax að því loknu. Ég vildi alveg eins vera áfram við stofnunina þar sem ég var orðin hagvön og fara að dæmi margra bandarískra hjúkmnarkvenna sem unnu fyrir sér um leið og þær héldu áfram námi en vom auðvitað lengur að því en hinar sem höfðu ráð á að snúa sér alveg að náminu. Að sjálfsögðu hef ég aldrei iðr- ast þess að fara að ráðum velviljaðra, umhyggjusamra og reynsluríkari hjúkr- unarkvenna og þiggja styrkinn. Það er alltaf misjafn siður í landi hverju og ég man að þegar ég byrjaði að vinna úti þá var ég einu sinni send inn á stofú til að mæla blóðþrýsting. Ég varð nú vandræðaleg því það hafði ég aldrei gert og svaraði því til að það gerðu bara lækn- ar. Þann dag lærði ég að mæla blóðþrýst- in§ og nú þykir sjálfsagt að allir geri það. I Toronto fór ég eins og til var ætlast með styrkveitingunni í nám í háskólan- um fyrir hjúkmnarkennara. Þar var ég ekki síður ánægð en á fyrri staðnum og eignaðist marga góða vini meðal skóla- systra og kennara. Ég hef aldrei notið þess betur að vera í skóla en einmitt þar. Að því er ég best veit em bara tveir af kennurunum mínum enn á lífi og ég fæ alltaf á hverjum jólum bréf frá þeim. Önnur þeirra varð síðar deildarfor- seti (dean) við MacMaster hjúkmnarskól- ann í Hamilton en hin við skólann okkar í Toronto. Þær em auðvitað báðar komnar á eftirlaun fyrir löngu og skildu ekkert í mér að vinna alveg fram til sjötugs. Heimkomin var ég ráðin kennari við Hjúkmnarkvennaskólann í eitt ár því að Sigríður Bachmann leysti Kristínu Thor- oddsen skólastjóra af á meðan hún var í hálfsársleyfi. Þegar þær vom báðar komnar aftur var engin staða eftir fyrir viðbótar kennara. Þessi tíðindi féllu ekki í góðan jarðveg hjá Rockefellerstofn- uninni. Háskólanám eða ekki Sumir hafa velt því fyrir sér hvers vegna hjúkrunarnám í háskóla hafi ekki fengið hljómgmnn á Norðurlöndum fyrst það var að ryðja sér til rúms víða um heim, þó aðallega vestanhafs. I víð- lendum ríkjum Norður-Ameríku var og er töluverður fjölbreytileiki sem gat gef- ið möguleika til tilraunastarfs í skólamál- um og samanburðar á árangri. Það var að vissu leyti kostur. Gallinn var hins vegar sá að þar reyndist lengi erfitt að ná nægilega sterkri samstöðu til þess að hægt yrði að samræma lágmarksmennt- unarkröfur í hjúkmnarskólum. Þegar ég var í stjóm Samvinnu húkmn- arkvenna á Norðurlöndum (SSN) vom menntunarmálin að sjálfsögðu oft á dag- skrá. Sennilega er óhætt að segja að þá hafi okkar hefðbundnu hjúkmnarskólar allir verið steyptir í samskonar mót og alltaf var verið að taka þá til endurskoð- unar. Áhugi á hjúkmnamámi í háskóla var að sjálfsögðu til umræðu, sérstaklega í sænsku og finnsku hjúkmnarfélögun- um. Þau gátu hins vegar ekki fengið að ráða ferðinni að eigin vild. Helst þarf líka að undirbúa jarðveg svo að sáðkom nái að festa rætur. Það þurfti töluverðan tíma til að sá fræum nýrra hugmynda bæði í hjúkmnarfélögunum og ekki síður í hug- um viðsemjenda þeirra í menntunarmál- um og annarra stuðningsaðila. Það sem aðallega olli straumhvörfum hér var þegar ákvörðun var tekin um að fá hingað ráðgjafa frá Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni í von um að finna leið til að ráða bót á bagalegum og sífelldum hjúkmnarkennaraskorti. í tilefni af því að hér var haldið þrettánda og síðasta þing SSN árið 1970, var Tímarit Hjúkr- unarfélags íslands gefið út og dreift til allra þátttakenda (um 600 manns). Þar er þess getið að góður gestur, Maria P. Tito deMoares, fulltrúi WHO, hafi komið hingað til lands þá um vorið. Við Elín Eggerz Stefánsson vomm um daginn að rifja upp kynni okkar af þess- ari konu sem ég held að hafi unnið hug og hjörtu allra sem kynntust henni. Við _ 25 7. árg. 1. tbl. 1990

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.