Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 38

Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 38
Tafla 1. Helstu breytur sem notaðar eru við mat á næringarástandi Líkamsmál (Anthropometry’) — Þyngdarbreyting í % Heildarniðurbrot/-uppbygging — Þyngd í BMI Heildamiðurbrot/-uppbygging — Húðfelling aftan á upphandlegg (HUH) Fituforði líkamans — Ummál upphandlegssvöðva (UUHV) Vöðvamassi/próteinforði líkamans Lífefnafræðilegar mælingar á blóðvökva — Albumin Próteinforði innri líffæra — Transferrin Próteinforði innri líffæra — Prealbumin Próteinforði innri líffæra — Retínól-bindandi prótein Próteinforði innri líffæra — Hemoglobin Jámbúskapur — Járn Járnbúskapur Mælingar á virkni ónæmiskerfisins — Ónæmissvörun í húð Próteinforði — Fjöldi eitilfruma Próteinforði — Viðbrögð eitilfruma Próteinforði Mælingar á samsetningu mannslíkamans — Ómun Hlutfall fitu og vatns — Straumhraðamælingar Hlutfall fitu og vatns — Utþynning á þungu vatni Vatnsmagn — Geislavirkt kalium Vöðvamassi/próteinforði — Espigreining með nifteindum Einstök efni, m.a. köfnunarefni/ próteinforði — Köfnunarefnisjafnvægi niðurbrot/uppbygging próteinvefs sérstaka næringarmeðferð og til að mæla árangur slíkrar meðferðar. Tíðni vannæringar á sjúkrahúsum Upplýsingar um tíðni vannæringar á sjúkrahúsum eru breytilegar. Lélegt nær- ingarástand hefur verið greint hjá 10—50% inniliggjandi sjúklinga, algeng- ast er í þessu sambandi að sjá töluna 20— 25% (Isaksson, 1986). Mat á næringarástandi Til þess að geta kallast góður mæli- kvarði á næringarástand þarf mælingin að vera marktækt tengd almennum klín- ískum breytum s.s. aukaverkunum, legu- tíma, bata, lífslengd o.s.frv. Það er einn- ig æskilegt að slíkur mælikvarði sé svo næmur að hann geti fljótt gefið til kynna breytingar á næringarástandi. Æskilegt er að geta greint niðurbrot („catabol- ism“) og vannæringu á byrjunarstigi. Mælikvarðann þarf einnig að vera hægt að nota til þess að meta árangur næring- armeðferðar í því skyni að fá sem fyrst upplýsingar um hvenær niðurbroti er snú- ið í uppbyggingu (,,anabolism“). Þær mælingar sem eru notaðar til þess að meta næringarástand segja fyrst og fremst til um hvort nægilegt magn pró- teina og orku hefur verið til staðar. Neyslu eða tilfærslu orku og próteina fylgir venjulega önnur nauðsynleg nær- ing s.s. vítamín, fitusýrur og steinefni, en mikilvægt er þó að þróa aðferðir til þess að meta ástand líkamans hvað þessi efni varðar. Enn sem komið er búum við þó ekki yfir aðferðum sem eru nýtanleg- ar til sérhæfðra athugana á þessum efn- um. Við mat á næringarástandi sjúklings notum við fyrst útlitsmælingu en henni fylgja auðvitað kostir og gallar huglægs mats. Þeim mælingum sem mest eru notaðar í hlutlausu mati á næringarástandi má skipta í svokölluð líkamsmál („anthro- pometry“), mælingar á samsetningu mannslíkamans („body composition“), lífefnafræðilegar mælingar á blóðvökva og mælingar á virkni ónæmiskerfisins. 1. Líkamsmál (,,Anthropometry“) Líkamsmál (Tafla 1) krefjast tiltölu- lega einfaldra mælitækja eins og vigtar, húðfellingamælis og málbands til um- málsmælinga. Einnig má telja mælingu á vöðvastyrk með gripmæli til líkamsmála en aðferðina er enn verið að þróa og verður ekki fjallað nánar um hana hér. Þyngd sjúklingsins og þyngdarbreyt- ing eru algengustu líkamsmálin og af flestum talin þau mikilvægustu. 1.1 Líkamsþyngd og þyngdarbreyting Þyngdarmæling er alltaf miðuð við hæð, aldur og kyn. Til viðmiðunar er ým- ist stuðst við töflur eða stuðla sem reikn- aðir eru út frá þyngd og hæð. Þyngdartapi er lýst í ákveðinn tíma sem hundraðshluta af upprunalegri þyngd, þ.e. þeirri þyngd sem var í upp- hafi tímabilsins. Þyngdartap = UÞ — NÞ / UÞ x 100 UÞ = upprunaleg þyngd eða kjörþyngd í kg NÞ = núverandi þyngd í kg Þyngdartap telst verulegt ef það er ósjálfrátt og meira en 5 % ef miðað er við þyngd fyrir veikindi eða kjörþyngd (Wamold og Lundholm, 1984). Fyrir aldraða hefur Hooley notað 10% þyngd- artap eða meira sem viðmiðun (Hooley, 1980). Stundum er æskilegt að geta mið- að við ákveðna tímalengd og er þá upp- runaleg þyngd það sem sjúklingur vóg fyrir hálfu eða einu ári (Sullivan o.fl., 1990). Gildi þess að nota þyngdarbreyt- ingu til þess að lýsa ástandi sjúklings er mest við hjúkrun mikið veikra sjúklinga og aldraðra, þar sem hægt er þá að grípa inn í og bæta eða hindra frekara niður- brot með því að gera ráðstafanir til auk- ins næringamáms. Má hér nefna krabba- meinssjúklinga þar sem þyngdartap er oft hluti af sjúkdómsmyndinni og gmnn- ástæðan sjúkdómurinn sem slíkur og/eða meðferð hans. Þyngdartap gamalmennis er vísbending um versnandi eða lélegt næringarástand og ástæða er til að fylgj- ast með þessum hópi bæði innan og utan sjúkrastofnana. Vanþrif á börnum grein- ast með því að verulega hægist á vaxtarhraða barnsins. Meðal ofan- greindra hópa er markmiðið að snúa við þróuninni og auka þyngd þar til kjör- þyngd er náð. Mismunandi leiðir hafa verið famar til þess að meta þyngd (Passmore og East- 36 Tímarít Fhh

x

Tímarit FHH

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.