Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Page 7

Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Page 7
með dögun í augum. Það horfir ekki með lotningu yfir þau afrek sögunnar, sem það kynnist í skóla- bókum sínum, yfir sigra tækninnar, stórvirki fyr- irfarandi kynslóða í vísindum og þjóðfélagsumbót- um. Ungi maðurinn, sem aðallega talar fyrir munn þessa fólks, horfir „reiSur um öxl“, beiskja og gremja lýsir sér í öllu tali hans og atferli. Heim- urinn, sem hann lifir i, er vondur, mennirnir flest- ir auvirðilegir, grimmd, kalt og útreiknað misk- unnarleysi, einkennir tilveruna eða grátt tilgangs- leysi. Lífið er hermdargjöf, dauðinn meiningar- laus, líknarlaus andstyggð. Hinn skerandi jass- glymur, sem bylur í eyrum milli þátta, og saxó- fónrokur hins beiska, unga inanns, missa ekki marks um það að gefa til kynna, hvað fyrir höf- undi vakir: Þetta er hugarfar og lífsstaða æsku- mannsins á jassöld. Hinn tómi, gjallandi, takt- hraði, yfirspennti málmglymur jassins er eins og skerandi vein úr þeim undirdjúpum fordæmdra, þar sem öll gleði er glötuð, öll von útdauð, ekkert eftir nema glamrandi, geggjuð háreysti, þar sem hver tjáning er sem háðsmerki yfir eðlilegum, lífslægum fögnuði og sannri fegurð. Þetta leikrit er útlent. Það hefur verið framandi í augum margra reykvíkskra áhorfenda. Og ég efa, að þorri hérlendra leikhúsgesta hafi notið þess eða skilið það. Hvað er að þessum unga manni? spurði fólk. Hann er vitlaus, sögðu margir. Og það er ekkert varið í að sjá brjáLaðan mann, hvorki á leik- sviði né annars staðar. Reyndar var þetta sannara en fólk varaði sig á. Ungi maðurinn var ekki vitlaus í venjulegum skilningi. Hann var trúlaus. Trúleysi er vitleysi, geggjun. En venjulega þykir það fín veiki. Þarna birtist trúleysið í þeirri hispurslausu nekt, að brjál- semin duldist ekki. Hún kom fram i öllum sínum æðislega óhrjáleik, sínu glórulausa helmyrkri. Tæplega er þessi ungi fulltrúi evrópskrar æsku fjarri bylgjulengd tilfinningalífsins hjá mörgu ungu fólki hér á landi. Hvað mundi hinn ungi og gáfaði þýðandi þess segja um það? Og hvað mundu ýmis önnur ung skáld hérlend segja um það? Hvaða vitni bera yngstu bókmenntirnar í þvi tilliti? Hvað segir t. d. þetta ljóð: „Nóttin nær ekki aS gráta yfir börnum sínum er þau krossfesta hamíngju sína undir jökulrótum dollarans og fálma máttvana höndum eftir fölsku götuljósi andlit únglíngsins er afmynduS gríma sem keppist viS aS hláSa stíflu fyrir tœra uppsprettuna jafnvel nóttin nær ekki aS gráta þegar ekkert er lengur eftir nema nakiS and- lit guggiS af vonleysi sviplaust af til- gangsleysi er gríman fellur aS lokinni sýningu.“ (Jón frú Pálmholti). III. Hvað er að? Hvað hefur gerzt? Hvað vantar unga fólkið? Hvað er það, sem því gremst? Hvers vegna horfir það um öxl í beiskri reiði? Hvað veldur því, að andlit unglingsins er gugg- ið af vonleysi, sviplaust af tilgangsleysi, hamingja hans krossfest, hin tæra uppspretta stífluð? Ekki getur lífskjörum verið um að kenna, eða hvað? Alltjent er það víst, að lífskjör eru betri hér á landi nú en nokkru sinni fyrr. Ungt fólk nýtur betri kosta um öll ytri efni en jafnvel okk- ur, sem erum miðaldra, hefði getað dreymt um. Almúgaunglingur á 6. tugi þessarar aldar á betri daga en höfðingjabarn um aldamót, býr í betri híbýlum, klæðist betri fötum, hefur betra fæði og hefur miklu minni hugmynd um, að nokkuð þurfi fyrir þessu að hafa, en yfirstéttaræska fyrir hálfri öld. Kotbóndasonur og verkamannsdóttir eiga miklu rýmri kosti á skólagöngu nú en millistéttar- unglingar þá. Hvað er að? Hvað er að unga manninum í leik- ritinu, sem auðsjáanlega er fulltrúi kynslóðar sinn- ar, samtíðarmaðurinn ungi í spegli, einnig hinn ungi samtíðarmaður Islands, — máske í spegli, sem stækkar vissa drætti og raskar hlutföllum nokkuð, en birtir sanna mynd allt um það, ef til vill sannari en fyrirmyndin sjálf gerir sér grein fyrir? IV. Nýlega hefur formaður Félags íslenzkra rithöf- unda, Stefán Júlíusson, sagt í útvarpserindi: „Eldri kynslóðin hefur alið gjörvulega kynslóð, en það er sitt hvað gæfa og gjörvuleiki. Engin kynslóS hefur minni skuld aS gjalda hinni eldri í andlegum efn- um og siSgœSisarfi en sú, sem nú er aS komast á þroskaár“ (leturbreyting hér). KRISTILEGT SKÖLABLAÐ 5

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.