Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 15

Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 15
henni bar að vitja, ef synd hennar átti að verða afmáð. Einnig þetta er fagur og glæsilegur stað- ur, en helgaður Kxishna og ógeðslegu liferni hans, eins og því er lýst í indverskum ritum. Þó sögðu helgar bækur: „Hver sá, er vitjar þessa helga stað- ar, þar sem Krishna iðkaði verk sin, verður laus allra synda“. Það er því ekki að undra, þótt stað- urinn dragi að sér milljónir pílagríma, manna, sem finna til synda sinna og sektar og leita hreins- unar. Chundra Lela var ein þeirra. Enn var löng ganga fyrir höndum. Fjórða must- eri fyrirgefningarinnar var nyrzt í landinu, uppi í Himalajafjöllum í meira en þriggja kílómetra hæð. Þá var að halda þangað. Ef troðningarnir í fjalls- hlíðunum mættu mæla, gætu þeir sagt marga raunasögu um örlög og þjáningar manna, píla- gríma margra kynslóða, sem hugðust höndla gæf- una á fjallinu háa, en gripu í tómt. — Lela lagði á brattann. Berir fæturnir urðu brátt kaldir og sárir. En hvað gerði það, þegar svo mikið var í húfi? Loks komst hún alla leið. Markinu var náð! Svall ekki hjartað i brjósti hennar af eftirvænt- ingu og tilhlökkun? Hún ákallaði guðina og sár- bændi þá um að svara sér. Hún fékk ekkert svar. Vonbrigði og sársauki nístu sál hennar. Sjö ára látlaus barátta og þjáningar — en friðurinn jafn- fjarri og áður. Var þá yfirleitt nokkur von? Hún vildi ekki gefast upp. Hún hélt áfram ferð- um sínum og leit. Hún færði fórnir, tilbað, laug- aði sig í helgum ám og gaf prestum ölmusugjafir. Daglega las hún helg rit og fór í öllu að fyrirmæl- um þeirra. Og þó — hugsanlegt var, að hún full- nægði ekki öllum kröfum guðanna. Þá var að taka af skarið. Hún ásetti sér að ganga í flokk meinlætamanna og misþyrma sjálfri sér í þrjú ár. Hver meinlæta- maður hafði sína aðferð. Sumir hvíldu á nöglum, aðrir grófu sig í sand, sumir lágu á eldsglóðum eða héldu einhverjum limi sínum sífellt í sömu stellingum, svo að hann stirðnaði og visnaði. Guð- irnir vildu það. Lela sveipaði sig lendaklæði, stráði yfir sig ösku og málaði andlitið, en smurði fagurt hár sitt kúa- mykju. Um hálsinn bar hún langa festi. Settist hún síðan á hjartarfeld og hét því að sitja þannig undir berum himni sex heitustu mánuði ársins. Auk þess brenndi hún fimm bál umhverfis sig. Heifinir pilagrímar á leifi til musteris í Indlandi. Oft koma þeir skrífiandi langt afi. Þá er meiri von um afi rtá hylli gufianna. Þegar kaldara var i veðri, lá hún í vatni á nótt- unni til þess að auka á þjáningu sína, þreifaði á talnabandinu og ákallaði guðina og bað þá líknar. Eina nóttina endurtók hún nöfn guðanna meira en 100 þúsund sinnum. En þeir svöruðu ekki. Hún setti myndina af Ram fyrir framan sig og ákallaði hann: „Ef þú ert guð, þá birztu mér. Gakk þú fram og tak við fórnum mínum. Leyf mér að sjá, heyra eða finna eitthvað, sem veitir mér þá vissu, að þú hafir velþóknun á mér, að hin mikla synd mín sé fyrirgefin og að þú hafir tekið við mér.“ En Ram var þögull. — Lela var helg í augum fólksins. Ríkir og fátækir tilbáðu hana. En jafn- vel það veitir enga fróun, þegar hjartað er frið- vana. Samt tók að rofa til. Bænir hennar bárust að eyrum föður Drottins vors Jesú Krists, þótt hún þekkti hann ekki. Það hófst á þvi, að hún uppgötvaði svik i helgi- þjónustu prestanna við musteri nokkurt. Sagt var, að á vissum degi mundi blóð renna frá einu goð- inu, og sá, sem hreppti klæðisbút, sem dýft væri í blóðið, fengi allar óskir sinar uppfylltar. Lela stóð prestinn að því að dýfá klæðinu í geitarblóð. Almenningur vissi ekki hið sanna og lét blekkjast. En Lela fylltist skelfingu. Hræðilegur grunur læddist að henni: Voru ef til vill brögð í tafli á fleiri sviðum? Hún ásetti sér að komast að því. „Svikapresturinn“ ógnaði henni með því, að tígrisdýr mundi ráðast á hana, ef hún gerðist brot- leg í ákveðnu atriði. Hún braut af sér vísvitandi, — en varð ekki vör við neitt tígrisdýr. Hún missti trúna á heilagleik prestanna. Enn brast undirstaðan. Hún frétti, að í tjörn 13 KRISTILEGT SKÖLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kristilegt skólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.