Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Page 16

Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Page 16
Mikil helgi er á mörgum ám IndlaruLs. Þær ciga aS hreinsa af synd, ef menn baSa sig í þeim eSa drekka vatniS. HeiS- ingjarnir þekkja ekki boSskap Biblíunnar: BloS Jesá, sonar GuSs, hreinsar af allri synd. nokkurri væru augu gyðju einnar og lýstu þau sem logandi væru. Lela hélt til tjarnarinnar, og viti menn: Þarna ljómuðu augun á vatnsfletinum. En um kvöldið leyndist hún við vatnið, og þegar dimmt var orðið, sá hún prestinn fara á bát út á tjörnina og hella olíu á lampa, sem maraði í hálfu kafi. Lela leitaði sannleikans. En nú komst hún að raun um, að hindúisminn byggðist ekki á sann- leika, heldur blekkingum og heilaspuna og gat því aldrei veitt frið né fótfestu. — Þó hélt hún áfram þjáningaferli sínum, eins og hún hafði heitið. Aftur sneri hún til Kalkútta og fór með skipi. Á leiðinni gerði óveður, svo að farþegarnir urðu frá sér af hræðslu og ákölluðu guðina. Þá kom skipstjórinn upp á þilfar. Hann þaggaði niður í fólkinu, benti til himins og sagði: „Hann, sem lifir þarna, mun varðveita okkur!“ „Hann, sem lifir þarna“. Þetta var í fyrsta sinn, sem Lela heyrði, að til væri annar guð en þeir, sem hún hafði tilbeðið. Storminn lægði stuttu síð- ar, og Lela varð djúpt snortin. Nú voru þrjú árin liðin. En ekki uppfylltu guð- irnir óskir hennar. Hjartað var jafnvel enn snauð- ara en áður. Hún klippti af sér hárið, sem hún hafði ekki hirt allan tímann, kastaði því sem fórn í Ganges og mælti: „Hérna, ég hef gert allt og liðið allt, sem guðir og menn geta krafizt af dauð- legri veru, en samt hefur það orðið árangurslaust." Hún hélt áfram tilbeiðslu sinni enn um skeið, þótt trúin væri horfin, og hafði um sig hóp læri- sveina. En svo sá hún fánýti þess og varpaði fyrir borð skurðgoðunum og helgiritunum. Þá frétti hún, að kristinn kventrúboði væri þar í nágrenninu. Hún hélt á fund hennar —■ og fékk nú að heyra um „hann, sem lifir þarna“, um skaparann allra manna og son hans, Jesúm Krist, sem hefur þegar unnið hjálpræðisverk öllum mönn- um og vill verða þeim frelsari. Lela fékk Biblíuna að gjöf, og tók hún að lesa hana af engu minna kappi en hin indversku rit og sækja samkomur á kristniboðsstöðinni. Lærisvein- um sínum kenndi hún nú um hina nýju trú. Og Orð Guðs tók að vinna kraftaverk í hjarta hennar. Heiðingjarnir, sem hún umgekkst, fundu vel, að hverju stefndi og hótuðu henni öllu illu, ef hún gerðist kristin. En hér hafði hún loksins fundið sannleikann sjálfan, það sem gat veitt þjáðu hjarta hennar frið. Tveim mánuðum síðar bað hún þess að verða skírð. Hún hlaut skírn. Hún var orðin kristin, frelsuð frá Satans valdi til Guðs. Og nú hófst nýr þáttur í ævi hennar. Llún hafði fundið lífið sjálft. Hún tók því að vitna a£ mikilli djörfung um frelsara sinn og fræða fólk um Biblíuna. Hún hélt til helgistaðanna, þar sem pílagrímar komu þúsundum saman, og sagði þeim frá hinum eina sanna Guði og hinni dýrlegu reynslu sinni. Hún kom í musterin, ekki til þess að tilbiðja falsguði eins og áður, heldur til þess að segja fólkinu frá Jesú Kristi, sem hafði friðþægt fyrir syndir þess með fórnardauða sínum. Prest- arnir urðu ævir, þegar hún fletti ofan af svikum þeirra og fáránlegum kenningum. En Lela var bæði málsnjöll og rökföst og kunni rit þeirra, svo að þeir máttu sín einskis. Lela kom lil föðurlands síns og sagði löndum sínum frá honum, sem hafði veitt henni frið. Bróðir hennar var dauðsjúkur. Hann var kristinn, en óskírður. Enginn var nálægur til þess að skíra hann, svo að systir hans framkvæmdi athöfnina. Hann dó litlu síðar. Heiðnir vinir hans vildu brenna líkið. En þá gerði svo mikla rigningu, að ekki tókst að kveikja í báfkestinum, og fékk Lela að greftra bróður sinn að kristnum hætti. Hún hélt áfram að ferðast um og bera Jesú Kristi vitni. Kristur sjálfur var með henni og stað- festi vitnisburð hennar með því að opna hjörtu áheyrendanna, svo að margir snerust til kristinnar trúar. Þeir verða ekki taldir, sem hlýddu á hana og fundu sannleikann fyrir orð hennar. En hér er að lokum frásaga af einum þeirra: Chundra Lela var orðin roskin kona. Indverji Framh. á bls. 22 14 KRISTILEGT SKÓLABLAÐ

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.