Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 18

Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 18
DR. 0. HALLESBY PRÓFESSOR Jl veró Dr. O. Hallesby Mörgum virðist sá leyndardómur vera auðveld- ur úrlausnar: Vér eigum auðvitað að biðja til þess að fá Guð til að veita oss gjöf. Já, það virðist ofur einfalt. En örlítil nmhugsun mun sannfæra oss um, að sú skoðun á bæninni er heiðin, en ekki kristin. Og svo mikið af heiðingjanum bærist enn með oss, að oss hættir til að skoða bænina sem meðal til að gera Guð svo ljúfan og góðan, að hann verði við bæn vorri. En öll opinberun Guðs sýnir oss, að þetta er algerður misskilningur: bæði á Guði og bæninni. Guð er góður í eðli sínu, frá eilífð til eilífðar, vecina eiaum vér a cf [iÍia með öðrum orðum, áður en nokkur maður hafði tækifæri til að biðja nokkurrar bænar. Ritningin kennir oss einnig, að Guð er jafn elskuríkur og góður, hvort sem hann verður við bæn vorri, eða ekki. Verði hann við bæn vorri, þá er það af kær- leika. Verði hann ekki við henni, þá er það einnig af kærleika. Ennfremur svara aðrir: „Nei, ástæðan til þess að vér eigum að biðja er auðvitað sú, að vér eig- um að láta Guð vita um þarfir vorar.“ En þessi ráðning gátunnar fær heldur ekki stað- izt, þegar um kristna bæn er að ræða. Vér, kristn- ir menn, höfum, fyrir opinberun Guðs, hlotið full- vissu um, að Guð þarfnast þess engan veginn, að vér skýrum fyrir honum þarfir vorar. Þvert á móti erum vér þess fullviss, að það er GuS einn, sem skilur til hlítar, hvers vér þörfnumst í hinum einstöku kringumstæðum, þar sem oss sjálfum hins vegar skjátlast sífellt, og vér biðjum hann um hluti, sem yrðu oss til tjóns, ef vér fengjum þá. ingu þess. Hve mjög þráir hún ekki barnið? Þannig þráir Drottinn þig, því að hann sér eymd þína. Hann benti mér einnig á hana, er hann birtist mér, og bað mig að hjálpa þér eftir leiðsögn sinni. Þú ert dauðans matur, en getur eignast lífið, þú átt að velja sjálf(ur). Hvort viltu velja? Spurn- ingin er aðeins: „Viltu?“ — ekki: „Geturðu?“ eða annað þess háttar, því að þú getur, ef þú aðeins vilt. Hagar fékk vatn frá Drottni og gaf barninu að drekka og það lifði. „Við höfum fundið vatn“. Komdu og drekktu af því, og þú munt eiga lífið fram undan. Þú þarft ekki að borga svo mikið sem einn eyri, Jesús hefur borgað fyrir þig. Ekki með gulli eða silfri, heldur með dýrmætu blóði sínu. Hann, Jesús Kristur, getur frelsað þig til fulls, ef þú gengur fram fyrir hann, því að hann lifir til þess aS bi'Öja fyrir þér. Beygðu holdsins og andans kné frammi fyrir Drottni, því að þú hlýtur að sjá það, er þú lítur náð Drottins, að þú ert aðeins maður af moldu kominn, og enginn getur gefið þér líf, nema Jesús. Komdu til frelsarans, dragðu það ekki lengur. I orði sínu vísar hann þér veginn. Hlustaðu eftir raustu hans, er hann kallar á þig og segir: Komdu, og vertu svo hygginn að hlýða. Það er ekki erfitt að trúa, því að Jesús er með þér, þú lifir aðeins í honum. Að trúa er að leiða frelsarann þétt við hönd, og láta hans trúfasta anda bera þig himins að strönd. 16 KRISTILEGT SKÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kristilegt skólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.