Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Qupperneq 19

Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Qupperneq 19
Það sjáum vér seinna. Og nú er Guð svo góður og vitur, að hann lætur oss þessa hluti ekki í té, hversu mjög sem vér biðjum um þá. En þá verður það oss einnig óskiljanlegt, að vér eigum að biðja. Ur því að Guð vill gefa sjálfviljuglega, og úr því að hann þarf ekki á tilvísun vorri að halda, til að vita, hvað hann eigi að veita oss, hví þurfum vér þá að biðja? Og þessi spurning hefur ekki aðeins rökfrœði- legt gildi. Hún hefur mikla hagnýta þýðingu fyr- ir skoðun vora, bæði á Guði og bæninni. Og spurn- ingin er í rauninni þessi: Hví gefur Guð ekki gjaf- ir sínar, áður en vér biðjum, já, án þess að vér biðjum, úr því að hann er góður og vill gefa, og þarfnast heldur ekki neinnar leiðbeiningar af vorri hálfu. Ef vér eigum að gefa algilt svar, þá verðum vér að leggja orð Jesú í Matt. 5,45 til grundvallar: „Hann lætur sól sína renna upp yfir vonda og góða og rigna yfir réttláta og rangláta.“ Með þess- um orðum vill Jesús útskýra þá hlið fullkomins kærleika Guðs, að hann gefi öðrum allt það, sem hann fái þá til að veita viðtöku. Bæði vondum og góðum, segir Jesú. Hinir vondu biðja hann ekki um það, en hann veitir þeim það sarnt. Og hinir góðu, þeir biðja vissulega. En fengju þeir ekki meira en þeir biðja um, þá yrði það ekki mikið. Með öðrum orðum, báðum er það sam- eiginlegt, að þeir fá fjölda gjafa frá Guði án þess að biðja hann um þær. Hvers vegna veitist þeim þetta? Jú, af þeirri einföldu ástæðu, að Guð er kær- leikur. Og það er eðli kœrleikans að gefa. Gefa allt, sem hann fær gefið, gefa allt, sem hann fær veitt ástvininum án þess að það verði honum til tjóns, gefa allt, sem hann fær ástvininn til að veita viðtöku. Er nú Guð hefur tilhagað því svo, að mönnunum veitast ýmsar gjafir, án bænar, en að aðrar gjafir veitast aðeins þeim, sem biðja, þá orsakast það beinlínis af eðli gjafanna. Sumum gjöfum veita allir viðtöku, þannig er um hinar tímanlegu gjafir. I3ví veitir Guð þær án bænar? En mennirnir loka sér fyrir öðrum gjöfum; þannig er um allar þær gjafir, sem tilheyra hjálp- rœðinu. Og þær gjafir fær Guð því ekki gefið, fyrr en hann fær oss til að opna af sjálfsdáðum fyrir þeim. Og nú sjáum vér, hér að framan, að bænin er einmitt það líffæri, sem vér opnum fyrir Guði með, svo hann komist inn í sál vora. Hér gefst oss því að líta, hvers vegna óæn vor er nauðsynleg. Hún á ekki að miða að því að gera Guð góðan og gjafmildan. Það er hann frá eilífð. Hún á heldur ekki að veita Guði leiðbeiningar um, hvers vér þörfnumst. Það veit hann betur en vér. Það á heldur ekki að nota hana til að sœkja gjafir Guðs af himnum ofan niður til vor. Því það er hann, sem kemur með gjafirnar, og minnir oss á það með því að knýja á dyr hjartna vorra, að hann vilji koma með þær inn til vor. Nei, bæn vor hefur það hlutverk eitt, að svara játandi, þegar hann knýr á, að opna sálina og veita honum aðgöngu, að hann fái rétt bænheyrsluna inn til vor. Þetta bregður ljósi yfir stríð bænarinnar og bar- áttu, starf hennar og föstu. í’að miðar allt að því einu: að fá sál vora til að opna sig fyrir öllu því, sem Jesús vill fúslega veita, að ryðja burt öllum hindrunum, svo vér heyrum þegar Jesús knýr á, þ. e. anda bænarinnar, þegar hann nefnir hina ýmsu hluti, sem nú eru fyrir hendi og biða þess, að vér biðjum um þá. Hann var særður. Framh. af bls. 9: sér allt og finnur allt. Við þurfum ekki að vera hrædd við að afhenda honum allt, því að hann hefur sjálfur sagt: „Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvild“. Og hann gleðst yfir sérhverjum, sem það gerir. Við skulum kappkosta, að allt okkar líf verði bundið Guði, og að öll okkar breytni gagnvart ná- unganum verði eins og hans breytni er gagnvart okkur. Hjá honum finnum við hinn sanna frið og hið sanna frelsi. Ef við treystum honum og trúum hans orði, þá þurfum við ekkert að óttast, því að liann sleppir ekki sinni almáttugu verndarhendi af okkur. Hann er hinn sami i gær og í dag og að eilífu. KRISTILEGT SKÓLABLAÐ 17

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.